Jóhann sagði þetta við Fréttablaðið í dag.
Að þessu leyti má líta svo á að allir sem greinst hafi í gær hafi verið innan sóttkvíar, sem er hlutfall sem jafnan er talið til marks um hve útbreitt samfélagssmit Covid-19 er. Því fleiri sem greinast innan sóttkvíar, því meiri tök hafa almannavarnayfirvöld á faraldrinum.

Jóhann óttast þrátt fyrir þetta enn að veiran sé dreifð um samfélagið og telur ekki að fólk eigi að taka fréttum um meirihluta smita í sóttkví sem tilefni til að slaka á eigin sóttvörnum.
Daginn á undan höfðu tíu smit greinst, þar sem einn var utan sóttkvíar.
Fulltrúar almannavarna hafa áður sagt frá því í viðtölum að oft er ansi stutt á milli þess að einstaklingur sé skráður sem smit innan sóttkvíar eða ekki. Þar dugar að hafa verið í sóttkví í nokkrar klukkustundir, jafnvel þó að hinn smitaði hafi tvo daga á undan verið úti í samfélaginu.
Frá 15. apríl hafa samtals 133 greinst með kórónuveiruna innanlands, sem sagt á rúmri viku. 24. mars 2020 greindust 106 með Covid-19 og smitin hafa aldrei verið fleiri á einum degi en þá.