Ægir átti sex mánuði eftir af fyrri samningi, sem átti að renna út eftir komandi tímabil. Hann hefur nú staðfest áframhaldandi veru í Vesturbænum.
Hann á tvö tímabil að baki með KR eftir að hafa gengið til liðs við félagið frá uppeldisfélagi sínu, Fjölni, fyrir tímabilið 2019. Ægir lék 15 deildarleiki í fyrra og skoraði í þeim tvö mörk.
KR mætir Breiðabliki í fyrsta leik sínum í Pepsi Max-deildinni næsta sunnudag en mótið hefst á föstudag með leik Íslandsmeistara Vals gegn ÍA á Hlíðarenda. Báðir leikir verða sýndir beint á rásum Stöðvar 2 Sport.