Kallar eftir áfallahjálp fyrir starfsfólk Jörfa Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. apríl 2021 18:30 Sigurlaug og Þorlákur hafa það gott í farsóttahúsinu við Rauðarárstíg. Þorlákur Máni greindist með kórónuveiruna á sex ára afmælisdaginn en hefur ekki fengið nein einkenni. Þá virðist mamma hans ekki hafa smitast af honum. „Það eru allir skilningsríkir. Ég held að hugur flestra sé hjá veikum starfsmönnum, veikum börnum, og aðstandendum. Það er eiginlega staðan núna,“ segir Sigurlaug Lára Sigurgeirsdóttir, formaður foreldrafélags leikskólans Jörfa. Fleiri en tuttugu börn af Jörfa hafa greinst með kórónuveiruna og álíka margir starfsmenn. Sigurlaug segir tilfinningar foreldra blendnar; fólk sé hrætt, reitt, dofið og í áfalli. „Þetta eru börnin manns og maður verður svo ótrúlega hræddur. Þetta er hræðilegur heimsfaraldur sem maður ræður ekkert við,“ segir Sigurlaug. Þá sé ekki síður mikilvægt að styðja við starfsfólk og hún telur að það ætti að geta leitað í sérstakan stuðning á borð við áfallahjálp. Sjálf er Sigurlaug í farsóttahúsinu við Rauðarárstíg með Þorláki syni sínum sem greindist smitaður á sex ára afmælisdaginn sinn, rétt áður en hann átti að halda veisluna sem hann hafði beðið með eftir með eftirvæntingu. Fékk Covid á sex ára afmælisdaginn „Það kom mér eiginlega á óvart hvað hann tók þessu með ró. Hann varð vissulega leiður, eins og öll sex ára gömul börn sem fá ekki að halda upp á afmælið sitt, en hann bara tók þessu með ró og einhverri svakalegri yfirvegun,“ segir hún. Þau mæðgin eru afar jákvæð þrátt fyrir erfiða stöðu. Þau mæðgin hafa það gott í farsóttahúsinu og eru þakklát fyrir að enginn sé alvarlega veikur - en bæði eru þau einkennalaus. „Það koma erfið tímabil en heilt yfir fer ótrúlega vel um okkur. Starfsfólkið vill allt fyrir okkur gera og það eru allir tilbúnir að koma með allt sem okkur vantar. Það er bara yndislegt hérna, ótrúlega vel haldið utan um okkur og allt gert eins þægilegt og hægt er, sérstaklega fyrir strákinn.“ Þá hafa krakkarnir í leikskólanum fengið að „hittast“ og spjalla saman á Zoom og Sigurlaug segir foreldrasamfélagið hafa orðið samheldnara nú undanfarna daga. „Maður finnur fyrir því að foreldrarnir eru svolítið að hópa sig saman eftir deildum og finna stuðning í hvoru öðru. Við deilum því ef við sjáum einhver einkenni, deilum hugmyndum um hvað hægt er að gera í sóttkví og svo framvegis. Það er að vaxa fallegt lítið samfélag innan leikskólans sem gefur manni styrk og stuðning. Það er allt voðalega fallegt í kringum þetta.“ Þrátt fyrir að vera með Covid er Þorlákur Máni heilsuhraustur og hoppaði og skoppaði í kringum mömmu sína á meðan hún ræddi við blaðamann á Zoom. Honum segist líða vel, er glaður og hlakkar til að leika sér með hjólabrettið og vatnsbyssuna sem hann fékk í afmælisgjöf síðustu helgi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Skóla - og menntamál Leikskólar Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Fleiri en tuttugu börn af Jörfa hafa greinst með kórónuveiruna og álíka margir starfsmenn. Sigurlaug segir tilfinningar foreldra blendnar; fólk sé hrætt, reitt, dofið og í áfalli. „Þetta eru börnin manns og maður verður svo ótrúlega hræddur. Þetta er hræðilegur heimsfaraldur sem maður ræður ekkert við,“ segir Sigurlaug. Þá sé ekki síður mikilvægt að styðja við starfsfólk og hún telur að það ætti að geta leitað í sérstakan stuðning á borð við áfallahjálp. Sjálf er Sigurlaug í farsóttahúsinu við Rauðarárstíg með Þorláki syni sínum sem greindist smitaður á sex ára afmælisdaginn sinn, rétt áður en hann átti að halda veisluna sem hann hafði beðið með eftir með eftirvæntingu. Fékk Covid á sex ára afmælisdaginn „Það kom mér eiginlega á óvart hvað hann tók þessu með ró. Hann varð vissulega leiður, eins og öll sex ára gömul börn sem fá ekki að halda upp á afmælið sitt, en hann bara tók þessu með ró og einhverri svakalegri yfirvegun,“ segir hún. Þau mæðgin eru afar jákvæð þrátt fyrir erfiða stöðu. Þau mæðgin hafa það gott í farsóttahúsinu og eru þakklát fyrir að enginn sé alvarlega veikur - en bæði eru þau einkennalaus. „Það koma erfið tímabil en heilt yfir fer ótrúlega vel um okkur. Starfsfólkið vill allt fyrir okkur gera og það eru allir tilbúnir að koma með allt sem okkur vantar. Það er bara yndislegt hérna, ótrúlega vel haldið utan um okkur og allt gert eins þægilegt og hægt er, sérstaklega fyrir strákinn.“ Þá hafa krakkarnir í leikskólanum fengið að „hittast“ og spjalla saman á Zoom og Sigurlaug segir foreldrasamfélagið hafa orðið samheldnara nú undanfarna daga. „Maður finnur fyrir því að foreldrarnir eru svolítið að hópa sig saman eftir deildum og finna stuðning í hvoru öðru. Við deilum því ef við sjáum einhver einkenni, deilum hugmyndum um hvað hægt er að gera í sóttkví og svo framvegis. Það er að vaxa fallegt lítið samfélag innan leikskólans sem gefur manni styrk og stuðning. Það er allt voðalega fallegt í kringum þetta.“ Þrátt fyrir að vera með Covid er Þorlákur Máni heilsuhraustur og hoppaði og skoppaði í kringum mömmu sína á meðan hún ræddi við blaðamann á Zoom. Honum segist líða vel, er glaður og hlakkar til að leika sér með hjólabrettið og vatnsbyssuna sem hann fékk í afmælisgjöf síðustu helgi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Skóla - og menntamál Leikskólar Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent