„Vil svona minnst tjá mig hvað gerðist heima hjá Helga Seljan“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. apríl 2021 10:31 Nóg að gera hjá Dóra DNA þessa dagana. Halldór Laxness Halldórsson þekkja flestir sem Dóra DNA. Hann er sannkallaður þúsundþjalasmiður. Halldór er rithöfundur, veitingamaður, grínisti, leikari, dramatúrg, sjónvarpsmaður og margt fleira. Hann fór af stað með nýja sjónvarpsþætti á Stöð 2 á dögunum og kallast þeir einfaldlega Skítamix. Í þáttunum tekur Dóri mannleg og skemmtileg viðtöl við þekkta Íslendinga sem eru í miðjum framkvæmdum. Halldór er nokkuð handlaginn þó hann vilji ekki gera mikið úr þeim hæfileika sjálfur. Við hittum Dór á dögunum fyrir utan frægan skúr við heimili hans í Skerjafirðinum. „Ég verð að leiðrétta einn misskilning en þeir sem hafa spurt mig út í þennan þátt halda að þessi þáttur fjalli um hvað ég er handlaginn en þetta er eiginlega þáttur sem fjallar um hið gagnstæða. Þetta fjallar um hvað ég er til í verkefnin án þess að kunna þau og þetta átti að vera einhverskonar hvatning, það var biðröð í Byko allt Covid. Fólk var að stússast á heimili sínu og okkur langaði að gera einhvern svona framkvæmdarþátt og bara kjafta við fólk,“ segir Halldór í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Dóri hefur sjálfur mikinn áhuga á smíðum og hefur smíðað allskyns húsgögn á heimili sínu. En hvaðan kemur þessi áhugi? „Hann kemur af óöryggi mínu við það að vera karlmaður,“ segir Dóri í hlær. „Sérstaklega í nútímanum finna sér allir karlar eitthvað karlalegt að gera hvort sem það er að fara í veiði eða útreiðartúr, þar sem þeir fá að vera eitthvað sem þeir eru kannski ekki. Það er gaman að fara í vestið og buxurnar og bralla.“ Dóri segir að það sé mjög þægilegt að taka viðtal við manneskju sem er í miðjum framkvæmdum. Þá sé auðveldara að fá fólk til að opna sig. „Þú kemst svolítið nálægt fólki þegar þú ferð heim til þeirra og sérð hvernig það býr. Þú færð alltaf að vita hvernig persónur eru á bak við þetta og hvað þær eru að sýsla á heimilum sínum.“ Dóri mun í seríunni fara heim til sjónvarpsmannsins Helga Seljan. „Ég vil svona minnst tjá mig hvað gerðist heima hjá Helga Seljan, það bara klúðraðist. Svolítið leiðinlegt að Kveiksmaðurinn sé með eitthvað á mann.“ Sama leyfi fyrir barnum og fjölbýlishúsi Dóri opnaði á dögunum kaffihús og vínstofu sem nefnist Mikki refur og er við Hverfisgötu. Þar tók hann sjálfur til hendinni og innréttaði staðinn mikið til sjálfur. „Barinn er smíðaður af mér og föður mínum. Ég fékk flísara, rafvirkja og pípara en annars gerðum við allt sjálf. Þetta var erfitt en það var aðallega út af leyfismálum í Reykjavík, ég þurfti t.d. samskonar leyfi fyrir þessu barborði og þú þarft fyrir fjölbýlishúsi og það var tekið upp í nefndum.“ Dóri hefur í mörg ár verið einn vinsælasti grínisti landsins og mikið komið fram sem uppistandari. Hann ákvað rétt fyrir heimsfaraldur að taka sér smá pásu. Hann er núna orðin spenntur fyrir því að koma aftur fram og til í það þegar heimsfaraldurinn endar. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Halldór er rithöfundur, veitingamaður, grínisti, leikari, dramatúrg, sjónvarpsmaður og margt fleira. Hann fór af stað með nýja sjónvarpsþætti á Stöð 2 á dögunum og kallast þeir einfaldlega Skítamix. Í þáttunum tekur Dóri mannleg og skemmtileg viðtöl við þekkta Íslendinga sem eru í miðjum framkvæmdum. Halldór er nokkuð handlaginn þó hann vilji ekki gera mikið úr þeim hæfileika sjálfur. Við hittum Dór á dögunum fyrir utan frægan skúr við heimili hans í Skerjafirðinum. „Ég verð að leiðrétta einn misskilning en þeir sem hafa spurt mig út í þennan þátt halda að þessi þáttur fjalli um hvað ég er handlaginn en þetta er eiginlega þáttur sem fjallar um hið gagnstæða. Þetta fjallar um hvað ég er til í verkefnin án þess að kunna þau og þetta átti að vera einhverskonar hvatning, það var biðröð í Byko allt Covid. Fólk var að stússast á heimili sínu og okkur langaði að gera einhvern svona framkvæmdarþátt og bara kjafta við fólk,“ segir Halldór í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Dóri hefur sjálfur mikinn áhuga á smíðum og hefur smíðað allskyns húsgögn á heimili sínu. En hvaðan kemur þessi áhugi? „Hann kemur af óöryggi mínu við það að vera karlmaður,“ segir Dóri í hlær. „Sérstaklega í nútímanum finna sér allir karlar eitthvað karlalegt að gera hvort sem það er að fara í veiði eða útreiðartúr, þar sem þeir fá að vera eitthvað sem þeir eru kannski ekki. Það er gaman að fara í vestið og buxurnar og bralla.“ Dóri segir að það sé mjög þægilegt að taka viðtal við manneskju sem er í miðjum framkvæmdum. Þá sé auðveldara að fá fólk til að opna sig. „Þú kemst svolítið nálægt fólki þegar þú ferð heim til þeirra og sérð hvernig það býr. Þú færð alltaf að vita hvernig persónur eru á bak við þetta og hvað þær eru að sýsla á heimilum sínum.“ Dóri mun í seríunni fara heim til sjónvarpsmannsins Helga Seljan. „Ég vil svona minnst tjá mig hvað gerðist heima hjá Helga Seljan, það bara klúðraðist. Svolítið leiðinlegt að Kveiksmaðurinn sé með eitthvað á mann.“ Sama leyfi fyrir barnum og fjölbýlishúsi Dóri opnaði á dögunum kaffihús og vínstofu sem nefnist Mikki refur og er við Hverfisgötu. Þar tók hann sjálfur til hendinni og innréttaði staðinn mikið til sjálfur. „Barinn er smíðaður af mér og föður mínum. Ég fékk flísara, rafvirkja og pípara en annars gerðum við allt sjálf. Þetta var erfitt en það var aðallega út af leyfismálum í Reykjavík, ég þurfti t.d. samskonar leyfi fyrir þessu barborði og þú þarft fyrir fjölbýlishúsi og það var tekið upp í nefndum.“ Dóri hefur í mörg ár verið einn vinsælasti grínisti landsins og mikið komið fram sem uppistandari. Hann ákvað rétt fyrir heimsfaraldur að taka sér smá pásu. Hann er núna orðin spenntur fyrir því að koma aftur fram og til í það þegar heimsfaraldurinn endar. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira