Hafa aldrei unnið í Njarðvík en sigur í kvöld setur mikla spennu í fallbaráttuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2021 14:30 Eysteinn Bjarni Ævarsson og félagar í Hetti verða helst að vinna leikinn í Njarðvík í kvöld. Vísir/Vilhelm Stórleikur kvöldsins er leikur upp á líf eða dauða í Domino´s deild karla í körfubolta í vetur. Úrslitin munu ráða miklu um framhaldið í fallbaráttunni. Höttur heimsækir Njarðvík í Ljónagryfjuna í kvöld og þarf nauðsynlega á sigri að halda ætli liðið að halda sæti sínu í Domino´s deild karla í körfubolta. Heimamenn í Njarðvík gætu verið í erfiðum málum tapi þeir þessum mikilvæga leik. Njarðvíkingar eru á óvenjulegum slóðum í karlakörfunni enda að berjast fyrir lífi sínu í deildinni í stað þess að berjast fyrir góðum stað inn í úrslitakeppnina. Sigur í fyrsta leik eftir stopp gefur Njarðvíkurliðinu von um bjartari daga framundan en það breytir samt ekki miklu um mikilvægi leiksins í kvöld. Leikurinn á móti Hetti á heimavelli í kvöld gæti farið langt með að bjarga liðinu frá falli en tap gæti sökkt Njarðvíkingum aftur á bólakaf í ólgusjó fallbaráttunnar. Njarðvík er með tólf stig, tveimur meira en Haukar og fjórum stigum meira en Höttur. Hattarmenn yrðu sex stigum á eftir Njarðvík tapi þeir leiknum í kvöld. Höttur er komið á botn deildarinnar eftir fimm töp í röð og á sama tíma tvo Haukasigra í röð. Hattarmenn verða bara að vinna í kvöld en þeir hafa aldrei unnið Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni í efstu deild. Næst komust þeir að vinna í Njarðvík í fyrstu umferðinni tímabilið 2015-16 en Njarðvík hafði þá betur í framlengingu. Hattarmenn unnu aftur á móti fyrri leik liðanna á Egilsstöðum í vetur (88-83) og fá því ekki aðeins tvö stig með sigri í kvöld heldur einnig betri innbyrðis stöðu á móti Njarðvík. Þar sem Njarðvíkingar eru einnig undir innbyrðis á móti Haukum þá myndi tap í kvöld þýða að það nægði bæði Hetti og Haukum að jafna Njarðvíkinga að stigum. Leikur Njarðvíkur og Hattar hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport frá klukkan 19.00. Strax á eftir verður síðan Dominos Körfuboltakvöld þar sem Kjartan Atli Kjartansson og félagar munu gera upp alla átjándu umferðina. Innbyrðis staðan hjá neðstu liðunum þremur: Stigin: Njarðvík 12, Haukar 10, Höttur 8. Höttur: 2-0 og +11 1-0 á móti Njarðvík (+5) 1-0 á móti Haukum (+6) Haukar: 2-1 og +7 2-0 á móti Njarðvík (+13) 0-1 á móti Hetti (-6) Njarðvík: 0-3 og -18 0-2 á móti Haukum (-13) 0-1 á móti Hetti (-5) Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla UMF Njarðvík Höttur Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Sjá meira
Höttur heimsækir Njarðvík í Ljónagryfjuna í kvöld og þarf nauðsynlega á sigri að halda ætli liðið að halda sæti sínu í Domino´s deild karla í körfubolta. Heimamenn í Njarðvík gætu verið í erfiðum málum tapi þeir þessum mikilvæga leik. Njarðvíkingar eru á óvenjulegum slóðum í karlakörfunni enda að berjast fyrir lífi sínu í deildinni í stað þess að berjast fyrir góðum stað inn í úrslitakeppnina. Sigur í fyrsta leik eftir stopp gefur Njarðvíkurliðinu von um bjartari daga framundan en það breytir samt ekki miklu um mikilvægi leiksins í kvöld. Leikurinn á móti Hetti á heimavelli í kvöld gæti farið langt með að bjarga liðinu frá falli en tap gæti sökkt Njarðvíkingum aftur á bólakaf í ólgusjó fallbaráttunnar. Njarðvík er með tólf stig, tveimur meira en Haukar og fjórum stigum meira en Höttur. Hattarmenn yrðu sex stigum á eftir Njarðvík tapi þeir leiknum í kvöld. Höttur er komið á botn deildarinnar eftir fimm töp í röð og á sama tíma tvo Haukasigra í röð. Hattarmenn verða bara að vinna í kvöld en þeir hafa aldrei unnið Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni í efstu deild. Næst komust þeir að vinna í Njarðvík í fyrstu umferðinni tímabilið 2015-16 en Njarðvík hafði þá betur í framlengingu. Hattarmenn unnu aftur á móti fyrri leik liðanna á Egilsstöðum í vetur (88-83) og fá því ekki aðeins tvö stig með sigri í kvöld heldur einnig betri innbyrðis stöðu á móti Njarðvík. Þar sem Njarðvíkingar eru einnig undir innbyrðis á móti Haukum þá myndi tap í kvöld þýða að það nægði bæði Hetti og Haukum að jafna Njarðvíkinga að stigum. Leikur Njarðvíkur og Hattar hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport frá klukkan 19.00. Strax á eftir verður síðan Dominos Körfuboltakvöld þar sem Kjartan Atli Kjartansson og félagar munu gera upp alla átjándu umferðina. Innbyrðis staðan hjá neðstu liðunum þremur: Stigin: Njarðvík 12, Haukar 10, Höttur 8. Höttur: 2-0 og +11 1-0 á móti Njarðvík (+5) 1-0 á móti Haukum (+6) Haukar: 2-1 og +7 2-0 á móti Njarðvík (+13) 0-1 á móti Hetti (-6) Njarðvík: 0-3 og -18 0-2 á móti Haukum (-13) 0-1 á móti Hetti (-5) Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Innbyrðis staðan hjá neðstu liðunum þremur: Stigin: Njarðvík 12, Haukar 10, Höttur 8. Höttur: 2-0 og +11 1-0 á móti Njarðvík (+5) 1-0 á móti Haukum (+6) Haukar: 2-1 og +7 2-0 á móti Njarðvík (+13) 0-1 á móti Hetti (-6) Njarðvík: 0-3 og -18 0-2 á móti Haukum (-13) 0-1 á móti Hetti (-5)
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla UMF Njarðvík Höttur Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Sjá meira