Óli Jó einn af spekingum Pepsi Max Stúkunnar í sumar: „Hef alltaf talið mig vera sérfræðing“ Anton Ingi Leifsson skrifar 26. apríl 2021 19:01 Ólafur verður einn af spekingum Pepsi Max Stúkunnar í sumar. Hinn margfaldi Íslandsmeistari, Ólafur Jóhannesson, er á meðal þeirra spekinga sem verða Guðmundi Benediktssyni til halds og trausts í Pepsi Max Stúkunni í sumar. Í dag var tilkynnt hvaða spekingar verða í Stúkunni í sumar. Ásamt Ólafi verða þeir Jón Þór Hauksson, Baldur Sigurðsson, Atli Viðar Björnsson, Reynir Leósson og Þorkell Máni Pétursson í settinu í sumar. Við misstum góða menn í þjálfun og önnur störf eftir síðasta tímabil og þökkum Tomma, Venna, Davíð og Hjörvari fyrir þeirra framlag 👏🏼Á sama tíma bjóðum við nýja sérfræðinga velkomna í hópinn.#PepsiMax2021 Óli JóJón Þór HaukssonBaldur SigAtli ViðarReynir LeósÞorkell Máni pic.twitter.com/GvmU9mRsGN— Gummi Ben (@GummiBen) April 26, 2021 Margir ráku upp stór augu þegar tilkynnt var að Ólafur myndi setjast í spekingarsætið í sumar en hann er spenntur fyrir hlutverkinu. Hann ræddi það við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakka kvöldsins. „Þetta leggst bara ljómandi vel í mig. Ég tel mig alltaf hafa verið sérfræðing en nú er ég kominn í sérfræðingasætið. Mér líst mjög vel á það,“ sagði Ólafur. „Ég kem að segja mitt álit á þeim hlutum sem ég hef álit á.“ Hann segist spenntur fyrir mótinu og að framundan sé frábært mót, sem Valur vinni. „Það er óvissa á mörgum stöðum. Það hefur verið COVID stopp og spurning hvernig menn koma undan því. Heilt yfir held að ég að liðin séu vel undirbúin og mótið verði geggjað.“ „Ég held að Valur vinni þetta mót.“ Hann sér fjögur lið sem geta fallið úr deildinni og að botnbaráttan verði meiri en síðustu ár. „Undanfarin ár hafa liðin sem hafa farið niður verið áberandi lélegust en ég held að það verði breytingar á í sumar. Ég held að það verði meiri barátta og mér sýnist fjögur lið geta fallið úr þessari deild,“ sagði Ólafur. Allt innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Óli Jó Íslenski boltinn Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Fleiri fréttir Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira
Í dag var tilkynnt hvaða spekingar verða í Stúkunni í sumar. Ásamt Ólafi verða þeir Jón Þór Hauksson, Baldur Sigurðsson, Atli Viðar Björnsson, Reynir Leósson og Þorkell Máni Pétursson í settinu í sumar. Við misstum góða menn í þjálfun og önnur störf eftir síðasta tímabil og þökkum Tomma, Venna, Davíð og Hjörvari fyrir þeirra framlag 👏🏼Á sama tíma bjóðum við nýja sérfræðinga velkomna í hópinn.#PepsiMax2021 Óli JóJón Þór HaukssonBaldur SigAtli ViðarReynir LeósÞorkell Máni pic.twitter.com/GvmU9mRsGN— Gummi Ben (@GummiBen) April 26, 2021 Margir ráku upp stór augu þegar tilkynnt var að Ólafur myndi setjast í spekingarsætið í sumar en hann er spenntur fyrir hlutverkinu. Hann ræddi það við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakka kvöldsins. „Þetta leggst bara ljómandi vel í mig. Ég tel mig alltaf hafa verið sérfræðing en nú er ég kominn í sérfræðingasætið. Mér líst mjög vel á það,“ sagði Ólafur. „Ég kem að segja mitt álit á þeim hlutum sem ég hef álit á.“ Hann segist spenntur fyrir mótinu og að framundan sé frábært mót, sem Valur vinni. „Það er óvissa á mörgum stöðum. Það hefur verið COVID stopp og spurning hvernig menn koma undan því. Heilt yfir held að ég að liðin séu vel undirbúin og mótið verði geggjað.“ „Ég held að Valur vinni þetta mót.“ Hann sér fjögur lið sem geta fallið úr deildinni og að botnbaráttan verði meiri en síðustu ár. „Undanfarin ár hafa liðin sem hafa farið niður verið áberandi lélegust en ég held að það verði breytingar á í sumar. Ég held að það verði meiri barátta og mér sýnist fjögur lið geta fallið úr þessari deild,“ sagði Ólafur. Allt innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Óli Jó
Íslenski boltinn Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Fleiri fréttir Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira