Systkini kepptu bæði með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu á dögunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2021 16:31 Martin Bjarni og Hildur Maja Guðmundsbörn voru bæði í landsliði Íslands á EM í áhaldafimleikum sem fór fram í Sviss 21. og 22. apríl síðastliðinn. FSÍ Systkinin Martin Bjarni og Hildur Maja Guðmundsbörn þreyttu bæði frumraun sína á Evrópumóti í áhaldafimleikum á dögunum en þau kepptu þá fyrir hönd Íslands á EM í Basel í Sviss. Það er ekki á hverjum degi sem systkini keppa fyrir Ísland á sama Evrópumóti en Fimleikasambandið vekur athygli á þessu á heimasíðu sinni. Martin Bjarni og Hildur Maja keppa bæði fyrir Íþróttafélagið Gerplu en þetta var góð leið fyrir þau til að halda upp fimmtíu ára afmæli félagsins. Martin Bjarni er fjórum árum eldri en Hildur Maja. Systkinin eru frá Selfossi en hafa bæði æft með Íþróttafélaginu Gerplu síðan þau muna eftir sér, Martin Bjarni í heil sextán ár og Hildur Maja í tíu ár. Martin Bjarni endaði í 61. sæti í fjölþraut af 152 keppendum og náði bestum árangri af íslensku strákunum. Hildur Maja náði þriðja besta árangrinum af íslensku stelpunum en hún endaði í 69. sæti af 107 keppendum i fjölþraut. Hildur Maja er í 10. bekk í Sunnulækjarskóla á Selfossi og stefnir á nám í Fjölbrautaskóla Suðurlands í haust. Martin Bjarni býr í Reykjavík en hann útskrifaðist frá Fjölbrautaskóla Suðurlands í desember og starfar nú hjá Greenfit við mælingar á fólki með það að markmiði að ná betri árangri í þjálfun. Uppáhalds áhöldin hennar Hildur eru gólf og slá en uppáhalds áhöldin hans Martins Bjarna eru svifrá og gólf. Systkinin eru samrýmd í sinni íþrótt og eru dugleg að hvetja og ráðleggja hvort öðru. Martin segir um Hildi að hún sé með mikið keppnisskap, stríðin, dugleg og skemmtileg. Hildur segir um bróður sinn að hann sé metnaðarfullur, skipulagður og mjög góður stóri bróðir. Það má finna meira um þau á heimasíðu fimleikasambandsins eða með því að smella hér. Glæsileg systkini!Posted by Fimleikasamband Íslands on Þriðjudagur, 27. apríl 2021 Fimleikar Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Það er ekki á hverjum degi sem systkini keppa fyrir Ísland á sama Evrópumóti en Fimleikasambandið vekur athygli á þessu á heimasíðu sinni. Martin Bjarni og Hildur Maja keppa bæði fyrir Íþróttafélagið Gerplu en þetta var góð leið fyrir þau til að halda upp fimmtíu ára afmæli félagsins. Martin Bjarni er fjórum árum eldri en Hildur Maja. Systkinin eru frá Selfossi en hafa bæði æft með Íþróttafélaginu Gerplu síðan þau muna eftir sér, Martin Bjarni í heil sextán ár og Hildur Maja í tíu ár. Martin Bjarni endaði í 61. sæti í fjölþraut af 152 keppendum og náði bestum árangri af íslensku strákunum. Hildur Maja náði þriðja besta árangrinum af íslensku stelpunum en hún endaði í 69. sæti af 107 keppendum i fjölþraut. Hildur Maja er í 10. bekk í Sunnulækjarskóla á Selfossi og stefnir á nám í Fjölbrautaskóla Suðurlands í haust. Martin Bjarni býr í Reykjavík en hann útskrifaðist frá Fjölbrautaskóla Suðurlands í desember og starfar nú hjá Greenfit við mælingar á fólki með það að markmiði að ná betri árangri í þjálfun. Uppáhalds áhöldin hennar Hildur eru gólf og slá en uppáhalds áhöldin hans Martins Bjarna eru svifrá og gólf. Systkinin eru samrýmd í sinni íþrótt og eru dugleg að hvetja og ráðleggja hvort öðru. Martin segir um Hildi að hún sé með mikið keppnisskap, stríðin, dugleg og skemmtileg. Hildur segir um bróður sinn að hann sé metnaðarfullur, skipulagður og mjög góður stóri bróðir. Það má finna meira um þau á heimasíðu fimleikasambandsins eða með því að smella hér. Glæsileg systkini!Posted by Fimleikasamband Íslands on Þriðjudagur, 27. apríl 2021
Fimleikar Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira