Heilbrigðisráðherra segir óásættanlegt að sumir sérfræðilæknar innheimti aukagjald Heimir Már Pétursson skrifar 27. apríl 2021 16:59 Eftir að samningar sérfræðilækna við Sjúkratryggingar Íslands runnu út í lok árs 2018 fóru sumir sérfræðilæknar að innheimta sérstakt gjald ofan á aðrar greiðslur sjúklinga til þeirra. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir algerlega óásættanlegt að sumir sérfræðilæknar innheimti sérstakt gjald af þjónustu sinni við sjúklinga sem þeir einir standi undir. Á næstunni verði gefin út reglugerð um að læknum sem innheimti þetta gjald verði ekki endurgreiddur kostnaður sem annars heyri undir hlut sjúkratrygginga í kostnaði sjúklinga. Samningar sérfræðilækna við Sjúkratryggingar Íslands hafa verið lausir frá árslokum 2018. Heilbrigðisyfirvöld hafa engu að síður greitt læknum hlut sjúkratrygginga í kostnaði við þjónustu þeirra miðað við fyrri samninga. Erfiðlega hefur gengið að ná samkomulagi um nýjan samning og hafa sumir sérfræðilæknar lagt misjafnlega hátt sérstakt gjald ofan á reikinga sína sem sjúklingar hafa einir staðið undir. Svandís Svavarsdóttir mun væntanlega setja reglugerð á næstunni sem felur í sér að hlutur Sjúkratrygginga Íslands í kostnaði við þjónustu við sjúklinga verði ekki endurgreiddur læknum sem leggja sérstakt gjald ofan á þjónustu sína.Vísir/Vilhelm „Þetta teljum við vera algerlega óásættanlega stöðu. Þannig að við erum að gera þá tillögu í þessum drögum að reglugerð að við endurgreiðum í raun bara þeim læknum sem eru ekki með þetta sérgjald. Við sjáum hvergi hvað þetta er mikið, hversu algengt þetta er og svo framvegis. Þannig að þetta er ekki staða sem við viljum sjá, að vera með svona tvöfalt kerfi,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Umsóknarferli um nýja reglugerð heilbrigðisráðherra um endurgreiðslur til lækna er nýliðið og ráðherra mun því væntanlega gefa út nýja reglugerð á næstunni. Þar verður einnig kveðið á um að læknar verði að framvísa afritum af öllum reikningum til sjúklinga þannig að sjá megi hvort þeir innheimti sérstakt gjald af sjúklingum umfram sjúkratrygginguna. „En það standa auðvitað yfir samskipti núna milli Sjúkratrygginga og sérfræðilækna. Þannig að ég vonast auðvitað til þess að það sjái fyrir endan á þeim viðræðum,“ segir Svandís. Deilurnar snúist ekki um hugmyndafræði heldur vilji ríkið sem kaupandi þjónustunnar fyrir hönd almennings setja ákveðin skilyrði, sjá tiltekna forgangsröðun í kerfinu og dreifingu á þjónustunni um landið. „Það sé ekki einfaldlega þannig að þjónustan sé skipulögð af þeim sem hana veita.“ Hún verði þvert á móti skipulögð eftir þörfum þeirra sem njóta þjónustunnar. Gagnrýnendur þínir segja að þín heitasta ósk sé að allir læknar verði í opinbera kerfinu? „Það er nú kannski einum of mikið sagt. Mín ósk er heitust sú að þetta verði allt saman gagnsætt. Að við sjáum nákvæmlega hvaða þjónustu er verið að veita. Við sjáum það núna þegar við erum að fara í gegnum forgangsröðun bólusetninga og svo framvegis hversu mikilvægt er að heilbrigðiskerfið sé allt skráð í miðlægu kerfi. Að allir sjái hvað hinir eru að gera og svo framvegis," segir Svandís Svavardóttir. Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir lækna beita sjúklingum fyrir sig hætti þeir að hafa milligöngu um greiðslur Formaður Læknafélags Reykjavíkur segir að verið sé að kanna hvort stofulæknar hætti að hafa milligöngu um greiðslur frá Sjúkratryggingum Íslands fyrir hönd skjólstæðinga sinna. Heilbrigðisráðherra segist vera hissa á að læknar ætli að beita sjúklingum fyrir sig. 13. mars 2021 19:44 Segir tvöfalt heilbrigðiskerfi á Íslandi Formaður Velferðarnefndar alþingis segir að tvöfalt heilbrigðiskerfi sé í landinu og að margir hafi hreinlega ekki efni á því að sækja sér læknisþjónustu. Sérfræðilæknar hafa í mörgum tilfellum rukkað sjúklinga sína um aukagjald eftir að samningur við Sjúkratryggingar Íslands rann út. 1. nóvember 2019 21:29 Sjúklingar borga meira úr eigin vasa Margir sérfræðilæknar eru farnir að rukka sjúklinga sína um nokkur þúsund króna aukagjald. Þeir telja sér ekki annað fært þar sem þeir hafa verið samningslausir síðan um áramótin. Forstjóri Sjúkratrygginga segir lækna með þessu sækja sér fé beint í vasa sjúklinga án greiðsluþátttöku hins opinbera. 31. október 2019 18:45 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Samningar sérfræðilækna við Sjúkratryggingar Íslands hafa verið lausir frá árslokum 2018. Heilbrigðisyfirvöld hafa engu að síður greitt læknum hlut sjúkratrygginga í kostnaði við þjónustu þeirra miðað við fyrri samninga. Erfiðlega hefur gengið að ná samkomulagi um nýjan samning og hafa sumir sérfræðilæknar lagt misjafnlega hátt sérstakt gjald ofan á reikinga sína sem sjúklingar hafa einir staðið undir. Svandís Svavarsdóttir mun væntanlega setja reglugerð á næstunni sem felur í sér að hlutur Sjúkratrygginga Íslands í kostnaði við þjónustu við sjúklinga verði ekki endurgreiddur læknum sem leggja sérstakt gjald ofan á þjónustu sína.Vísir/Vilhelm „Þetta teljum við vera algerlega óásættanlega stöðu. Þannig að við erum að gera þá tillögu í þessum drögum að reglugerð að við endurgreiðum í raun bara þeim læknum sem eru ekki með þetta sérgjald. Við sjáum hvergi hvað þetta er mikið, hversu algengt þetta er og svo framvegis. Þannig að þetta er ekki staða sem við viljum sjá, að vera með svona tvöfalt kerfi,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Umsóknarferli um nýja reglugerð heilbrigðisráðherra um endurgreiðslur til lækna er nýliðið og ráðherra mun því væntanlega gefa út nýja reglugerð á næstunni. Þar verður einnig kveðið á um að læknar verði að framvísa afritum af öllum reikningum til sjúklinga þannig að sjá megi hvort þeir innheimti sérstakt gjald af sjúklingum umfram sjúkratrygginguna. „En það standa auðvitað yfir samskipti núna milli Sjúkratrygginga og sérfræðilækna. Þannig að ég vonast auðvitað til þess að það sjái fyrir endan á þeim viðræðum,“ segir Svandís. Deilurnar snúist ekki um hugmyndafræði heldur vilji ríkið sem kaupandi þjónustunnar fyrir hönd almennings setja ákveðin skilyrði, sjá tiltekna forgangsröðun í kerfinu og dreifingu á þjónustunni um landið. „Það sé ekki einfaldlega þannig að þjónustan sé skipulögð af þeim sem hana veita.“ Hún verði þvert á móti skipulögð eftir þörfum þeirra sem njóta þjónustunnar. Gagnrýnendur þínir segja að þín heitasta ósk sé að allir læknar verði í opinbera kerfinu? „Það er nú kannski einum of mikið sagt. Mín ósk er heitust sú að þetta verði allt saman gagnsætt. Að við sjáum nákvæmlega hvaða þjónustu er verið að veita. Við sjáum það núna þegar við erum að fara í gegnum forgangsröðun bólusetninga og svo framvegis hversu mikilvægt er að heilbrigðiskerfið sé allt skráð í miðlægu kerfi. Að allir sjái hvað hinir eru að gera og svo framvegis," segir Svandís Svavardóttir.
Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Segir lækna beita sjúklingum fyrir sig hætti þeir að hafa milligöngu um greiðslur Formaður Læknafélags Reykjavíkur segir að verið sé að kanna hvort stofulæknar hætti að hafa milligöngu um greiðslur frá Sjúkratryggingum Íslands fyrir hönd skjólstæðinga sinna. Heilbrigðisráðherra segist vera hissa á að læknar ætli að beita sjúklingum fyrir sig. 13. mars 2021 19:44 Segir tvöfalt heilbrigðiskerfi á Íslandi Formaður Velferðarnefndar alþingis segir að tvöfalt heilbrigðiskerfi sé í landinu og að margir hafi hreinlega ekki efni á því að sækja sér læknisþjónustu. Sérfræðilæknar hafa í mörgum tilfellum rukkað sjúklinga sína um aukagjald eftir að samningur við Sjúkratryggingar Íslands rann út. 1. nóvember 2019 21:29 Sjúklingar borga meira úr eigin vasa Margir sérfræðilæknar eru farnir að rukka sjúklinga sína um nokkur þúsund króna aukagjald. Þeir telja sér ekki annað fært þar sem þeir hafa verið samningslausir síðan um áramótin. Forstjóri Sjúkratrygginga segir lækna með þessu sækja sér fé beint í vasa sjúklinga án greiðsluþátttöku hins opinbera. 31. október 2019 18:45 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Segir lækna beita sjúklingum fyrir sig hætti þeir að hafa milligöngu um greiðslur Formaður Læknafélags Reykjavíkur segir að verið sé að kanna hvort stofulæknar hætti að hafa milligöngu um greiðslur frá Sjúkratryggingum Íslands fyrir hönd skjólstæðinga sinna. Heilbrigðisráðherra segist vera hissa á að læknar ætli að beita sjúklingum fyrir sig. 13. mars 2021 19:44
Segir tvöfalt heilbrigðiskerfi á Íslandi Formaður Velferðarnefndar alþingis segir að tvöfalt heilbrigðiskerfi sé í landinu og að margir hafi hreinlega ekki efni á því að sækja sér læknisþjónustu. Sérfræðilæknar hafa í mörgum tilfellum rukkað sjúklinga sína um aukagjald eftir að samningur við Sjúkratryggingar Íslands rann út. 1. nóvember 2019 21:29
Sjúklingar borga meira úr eigin vasa Margir sérfræðilæknar eru farnir að rukka sjúklinga sína um nokkur þúsund króna aukagjald. Þeir telja sér ekki annað fært þar sem þeir hafa verið samningslausir síðan um áramótin. Forstjóri Sjúkratrygginga segir lækna með þessu sækja sér fé beint í vasa sjúklinga án greiðsluþátttöku hins opinbera. 31. október 2019 18:45