Grískur Evrópuþingmaður sviptur friðhelgi og handtekinn Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2021 17:44 Ioannis Lagos þegar dómur féll í máli Gullinnar dögunar í Grikklandi í október. Hann var ekki handtekinn þá þar sem hann naut friðhelgi sem Evrópuþingmaður. Þingið svipti hann henni í dag. Vísir/EPA Belgíska lögreglan handtók Ioannis Lagos, grískan Evrópuþingmann, sem var sakfelldur fyrir aðild að hægriöfgaflokknum Gullinni dögun í heimalandi sínu í dag. Lagos á yfir höfði sér þrettán ára fangelsisvist. Grískur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu að nýnasistahreyfingin Gullin dögun væru skipulögð glæpasamtök og sakfelldi sjö leiðtoga hennar. Flokkurinn hefur verið einn sá stærsti á gríska þinginu undanfarin ár en hann náði fyrst vinsældum í kjölfar efnahagskreppunnar 2008. Lagos var kosinn á Evrópuþingið fyrir hönd Gullinnar dögunar árið 2019 en sveik lit aðeins nokkrum vikum síðar og hefur setið á þinginu sem óháður þingmaður. Hann var ekki handtekinn í haust þar sem hann naut friðhelgi sem Evrópuþingmaður. Þeirri friðhelgi ákvað yfirgnæfandi meirihluti Evrópuþingmanna svipta hann í dag. Í kjölfarið var Lagos handtekinn í Belgíu. Breska ríkisútvarpið BBC segir ekki ljóst hvort að hann ætli sér að berjast gegn því að vera framseldur til Grikklands. Hann var allt annað en sáttur við handtökuna á Twitter. „Þjófarnir, guðleysingjarnir, andgrikkirnir eru að fara með mig í fangelsi,“ tísti Lagos. Sakamálarannsókn hófst á Gullinni dögun þegar stuðningsmaður flokksins myrti Pavlos Fyssas, hiphop-tónlistarmann og andfasískan aðgerðasinna í Keratsini, vestur af Aþenu árið 2013. Lagos var þingmaður á gríska þinginu og foringi í Gullinni dögun í Píraeus, nærri þeim slóðum sem Fyssas var myrtur. Grikkland Evrópusambandið Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Sjá meira
Grískur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu að nýnasistahreyfingin Gullin dögun væru skipulögð glæpasamtök og sakfelldi sjö leiðtoga hennar. Flokkurinn hefur verið einn sá stærsti á gríska þinginu undanfarin ár en hann náði fyrst vinsældum í kjölfar efnahagskreppunnar 2008. Lagos var kosinn á Evrópuþingið fyrir hönd Gullinnar dögunar árið 2019 en sveik lit aðeins nokkrum vikum síðar og hefur setið á þinginu sem óháður þingmaður. Hann var ekki handtekinn í haust þar sem hann naut friðhelgi sem Evrópuþingmaður. Þeirri friðhelgi ákvað yfirgnæfandi meirihluti Evrópuþingmanna svipta hann í dag. Í kjölfarið var Lagos handtekinn í Belgíu. Breska ríkisútvarpið BBC segir ekki ljóst hvort að hann ætli sér að berjast gegn því að vera framseldur til Grikklands. Hann var allt annað en sáttur við handtökuna á Twitter. „Þjófarnir, guðleysingjarnir, andgrikkirnir eru að fara með mig í fangelsi,“ tísti Lagos. Sakamálarannsókn hófst á Gullinni dögun þegar stuðningsmaður flokksins myrti Pavlos Fyssas, hiphop-tónlistarmann og andfasískan aðgerðasinna í Keratsini, vestur af Aþenu árið 2013. Lagos var þingmaður á gríska þinginu og foringi í Gullinni dögun í Píraeus, nærri þeim slóðum sem Fyssas var myrtur.
Grikkland Evrópusambandið Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Sjá meira