Covid-pakki ESB í óvissu vegna erja á finnska stjórnarheimilinu Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2021 23:40 Mikið mæðir nú á Sönnu Marin, forsætisráðherra Finnlands og leiðtoga sósíaldemókrata, að halda lífi í fimm flokka samsteypustjórn landsins. Vísir/EPA Deilur innan finnsku ríkisstjórnarinnar tefla nú efnahagsaðgerðapakka Evrópusambandsins vegna kórónuveirufaraldursins í tvísýnu. Öll aðildarríkin þurfa að samþykkja pakkann en finnska stjórnin er sögð ramba á barmi falls. Flokkarnir fimm af miðju og vinstri væng finnskra stjórnmála sem sitja saman í ríkisstjórn reyna nú að koma sér saman um fjárlög og efnahagsinnspýtingu til að koma hjólum efnahagslífsins á hreyfingu. Viðræður flokkanna hafa nú staðið yfir í viku án árangurs en þær áttu upphaflega aðeins að taka tvo daga, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Annika Saarikko, leiðtogi Miðflokksins og vísinda- og menningarmálaráðherra, er sögð hafa tilkynnt Sönnu Marin, forsætisráðherra, að flokkur hennar ætlaði að slíta stjórnarsamstarfinu nýlega. Marin neitar því að það hafi gerst, þrátt fyrir frásagnir finnskra fjölmiðla þess efnis. Engu að síður hafði Saarikko sagt fjölmiðlum að hún væri að missa trúna á stjórnarsamstarfið. Miðflokknum hefur greint á við samstarfsflokkana um ýmis málefni, þar á meðal atvinnuleysisbætur, sköpun starfa og bætur til móframleiðenda sem hafa tapað spóni úr aski sínum, og hefur hafnað nokkrum tillögum Marin að málamiðlun. Aukinn meirihluti þingmanna á finnska þinginu þarf að samþykkja aðgerðapakka ESB eftir að þingnefnd komst að þeirri niðurstöðu að stjórnarskrá landsins krefðist þess, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Fulltrúar Miðflokksins eru sagðir hafa ráðið úrslitum í nefndinni. Hann er sagður undir þrýstingi frá hægri frá Sönnum Finnum, sem eru gagnrýnir á Evrópusamstarfið, í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga í sumar. Hinir ríkisstjórnarflokkarnir fjórir: Sósíaldemókrataflokkurinn, Vinstribandalagið, Græningjar og Sænski þjóðarflokkurinn, eru sagðir styðja aðgerðapakkann. Óljóst er hver afdrif aðgerðapakka ESB verða falli finnska stjórnin og boða þarf til nýrra kosninga. Finnland Evrópusambandið Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Flokkarnir fimm af miðju og vinstri væng finnskra stjórnmála sem sitja saman í ríkisstjórn reyna nú að koma sér saman um fjárlög og efnahagsinnspýtingu til að koma hjólum efnahagslífsins á hreyfingu. Viðræður flokkanna hafa nú staðið yfir í viku án árangurs en þær áttu upphaflega aðeins að taka tvo daga, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Annika Saarikko, leiðtogi Miðflokksins og vísinda- og menningarmálaráðherra, er sögð hafa tilkynnt Sönnu Marin, forsætisráðherra, að flokkur hennar ætlaði að slíta stjórnarsamstarfinu nýlega. Marin neitar því að það hafi gerst, þrátt fyrir frásagnir finnskra fjölmiðla þess efnis. Engu að síður hafði Saarikko sagt fjölmiðlum að hún væri að missa trúna á stjórnarsamstarfið. Miðflokknum hefur greint á við samstarfsflokkana um ýmis málefni, þar á meðal atvinnuleysisbætur, sköpun starfa og bætur til móframleiðenda sem hafa tapað spóni úr aski sínum, og hefur hafnað nokkrum tillögum Marin að málamiðlun. Aukinn meirihluti þingmanna á finnska þinginu þarf að samþykkja aðgerðapakka ESB eftir að þingnefnd komst að þeirri niðurstöðu að stjórnarskrá landsins krefðist þess, að sögn finnska ríkisútvarpsins YLE. Fulltrúar Miðflokksins eru sagðir hafa ráðið úrslitum í nefndinni. Hann er sagður undir þrýstingi frá hægri frá Sönnum Finnum, sem eru gagnrýnir á Evrópusamstarfið, í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga í sumar. Hinir ríkisstjórnarflokkarnir fjórir: Sósíaldemókrataflokkurinn, Vinstribandalagið, Græningjar og Sænski þjóðarflokkurinn, eru sagðir styðja aðgerðapakkann. Óljóst er hver afdrif aðgerðapakka ESB verða falli finnska stjórnin og boða þarf til nýrra kosninga.
Finnland Evrópusambandið Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira