Gary Martin tók nektarmynd af liðsfélaga sem kærði hann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. apríl 2021 12:20 Gary Martin hefur leikið sinn síðasta leik fyrir ÍBV. Fyrrverandi samherji Garys Martin hjá ÍBV kærði hann fyrir að taka nektarmynd af sér eftir leik liðsins í síðustu viku. ÍBV hefur rift samningi Garys við félagið vegna agabrots. Það felst í nektarmynd sem hann tók af samherja sínum eftir leik ÍBV í síðustu viku. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Gary sjálfum sem 433.is birtir. Þar segist hann hafa tekið mynd af samherja sínum þegar hann var nýkominn úr sturtu og sent á lokaða spjallrás leikmanna ÍBV. Gary segir að tilgangurinn með myndinni hafi verið að reyna að vera fyndinn. Það fannst leikmanninum ekki. Hann kærði Gary til lögreglu og kvartaði yfir honum til ÍBV sem rifti samningi hans. Gary segist margoft hafa reynt að ræða við leikmanninn en án árangurs. Lögmaður enska framherjans segir að besta lausnin í málinu sé sennilega að leysa málið með sáttameðferð hjá lögreglu. Gary segir að nektarmyndir af honum sjálfum hafi birst á spjallrás leikmanna ÍBV en hann hafi engar athugasemdir gert við það. Yfirlýsing Garys Martin Í tilefni af fréttatilkynningu IBV vill ég taka eftirfarandi fram: Ég hef lagt mig 100% fram fyrir félagið frá því ég kom og ávallt gert mitt besta. Það var gagnkvæm ánægja með samstarfið og m.a. þess vegna framlengdum við samningi mínum til ársloka 2022. Við erum 15-20 leikmenn með lokaða spjallrás þar sem við sendum Snapchat, myndir og skilaboð milli okkar. Oftar en ekki hef ég fengið minn skammt af stríðni og myndum og tekið því misvel eins og gengur. Í síðustu viku tók ég mynd inni í klefa eftir sigurleik af leikmanni nýkomnum úr sturtu og sendi með athugasemd sem átti að vera fyndin. Þó að mörgum þætti sendingin fyndin þá þótt leikmanninum sem myndin var af það ekki. Hann kærði mig til lögreglunnar og kvartaði til félagsins sem bregst við með þeim hætti sem fréttatilkynning þeirra sýnir. Ég hef margoft reynt að ná til leikmannsins en hann vill ekki hitta mig. Hef ég sent honum skilaboð þar sem ég bið hann auðmjúklega afsökunar á því að hafa sært hann en hann svarar ekki. Ég hef farið heim til hans en hann vildi ekki tala við mig. Þetta er ekki fyrsta myndin á spjallrás okkar sem sýnir einhvern beran. Það hefur t.a.m. komið mynd þar af mér allsberum í vetur sem ég gerði engar athugasemdir við. Þetta og fleira eru margir leikmenn tilbúnir að staðfesta. En ég virði skoðanir leikmannsins og var alls ekki að reyna að særa hann. Ég var að reyna að vera fyndinn. Og nú er búið að kæra mig til lögreglunnar og rifta samningi mínum við ÍBV sem þýðir að ég er atvinnulaus. Mér er gert að yfirgefa íbúðina mína 1 maí sem er eftir 3 daga. Bæði ég og lögmaður minn erum búnir að reyna að sætta þetta mál en án árangurs. Hann hefur sagt mér að það sé líklega best fyrir alla aðila að leysa þetta mál hjá lögreglu með sáttameðferð því það sé þungt fyrir alla ef þetta fer fyrir dóm. En stjórn ÍBV hefur hafnað sáttum og ég þarf því líklega að sækja minn rétt gagnvart ÍBV og verja mig hjá lögreglu. Ég vil að lokum þakka öllu fólkinu hér í eyjum fyrir frábæran tíma og viðkynningu. Einnig þjálfurum, leikmönnum og forsvarsmönnum ÍBV sem ég óska alls hins besta í framtíðinni. Lengjudeildin ÍBV Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Gary Martin rekinn frá ÍBV vegna agabrots Gary Martin hefur verið rekinn frá ÍBV vegna agabrots. Enski framherjinn hafði leikið með liðinu síðan 2019. 28. apríl 2021 11:23 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
ÍBV hefur rift samningi Garys við félagið vegna agabrots. Það felst í nektarmynd sem hann tók af samherja sínum eftir leik ÍBV í síðustu viku. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Gary sjálfum sem 433.is birtir. Þar segist hann hafa tekið mynd af samherja sínum þegar hann var nýkominn úr sturtu og sent á lokaða spjallrás leikmanna ÍBV. Gary segir að tilgangurinn með myndinni hafi verið að reyna að vera fyndinn. Það fannst leikmanninum ekki. Hann kærði Gary til lögreglu og kvartaði yfir honum til ÍBV sem rifti samningi hans. Gary segist margoft hafa reynt að ræða við leikmanninn en án árangurs. Lögmaður enska framherjans segir að besta lausnin í málinu sé sennilega að leysa málið með sáttameðferð hjá lögreglu. Gary segir að nektarmyndir af honum sjálfum hafi birst á spjallrás leikmanna ÍBV en hann hafi engar athugasemdir gert við það. Yfirlýsing Garys Martin Í tilefni af fréttatilkynningu IBV vill ég taka eftirfarandi fram: Ég hef lagt mig 100% fram fyrir félagið frá því ég kom og ávallt gert mitt besta. Það var gagnkvæm ánægja með samstarfið og m.a. þess vegna framlengdum við samningi mínum til ársloka 2022. Við erum 15-20 leikmenn með lokaða spjallrás þar sem við sendum Snapchat, myndir og skilaboð milli okkar. Oftar en ekki hef ég fengið minn skammt af stríðni og myndum og tekið því misvel eins og gengur. Í síðustu viku tók ég mynd inni í klefa eftir sigurleik af leikmanni nýkomnum úr sturtu og sendi með athugasemd sem átti að vera fyndin. Þó að mörgum þætti sendingin fyndin þá þótt leikmanninum sem myndin var af það ekki. Hann kærði mig til lögreglunnar og kvartaði til félagsins sem bregst við með þeim hætti sem fréttatilkynning þeirra sýnir. Ég hef margoft reynt að ná til leikmannsins en hann vill ekki hitta mig. Hef ég sent honum skilaboð þar sem ég bið hann auðmjúklega afsökunar á því að hafa sært hann en hann svarar ekki. Ég hef farið heim til hans en hann vildi ekki tala við mig. Þetta er ekki fyrsta myndin á spjallrás okkar sem sýnir einhvern beran. Það hefur t.a.m. komið mynd þar af mér allsberum í vetur sem ég gerði engar athugasemdir við. Þetta og fleira eru margir leikmenn tilbúnir að staðfesta. En ég virði skoðanir leikmannsins og var alls ekki að reyna að særa hann. Ég var að reyna að vera fyndinn. Og nú er búið að kæra mig til lögreglunnar og rifta samningi mínum við ÍBV sem þýðir að ég er atvinnulaus. Mér er gert að yfirgefa íbúðina mína 1 maí sem er eftir 3 daga. Bæði ég og lögmaður minn erum búnir að reyna að sætta þetta mál en án árangurs. Hann hefur sagt mér að það sé líklega best fyrir alla aðila að leysa þetta mál hjá lögreglu með sáttameðferð því það sé þungt fyrir alla ef þetta fer fyrir dóm. En stjórn ÍBV hefur hafnað sáttum og ég þarf því líklega að sækja minn rétt gagnvart ÍBV og verja mig hjá lögreglu. Ég vil að lokum þakka öllu fólkinu hér í eyjum fyrir frábæran tíma og viðkynningu. Einnig þjálfurum, leikmönnum og forsvarsmönnum ÍBV sem ég óska alls hins besta í framtíðinni.
Í tilefni af fréttatilkynningu IBV vill ég taka eftirfarandi fram: Ég hef lagt mig 100% fram fyrir félagið frá því ég kom og ávallt gert mitt besta. Það var gagnkvæm ánægja með samstarfið og m.a. þess vegna framlengdum við samningi mínum til ársloka 2022. Við erum 15-20 leikmenn með lokaða spjallrás þar sem við sendum Snapchat, myndir og skilaboð milli okkar. Oftar en ekki hef ég fengið minn skammt af stríðni og myndum og tekið því misvel eins og gengur. Í síðustu viku tók ég mynd inni í klefa eftir sigurleik af leikmanni nýkomnum úr sturtu og sendi með athugasemd sem átti að vera fyndin. Þó að mörgum þætti sendingin fyndin þá þótt leikmanninum sem myndin var af það ekki. Hann kærði mig til lögreglunnar og kvartaði til félagsins sem bregst við með þeim hætti sem fréttatilkynning þeirra sýnir. Ég hef margoft reynt að ná til leikmannsins en hann vill ekki hitta mig. Hef ég sent honum skilaboð þar sem ég bið hann auðmjúklega afsökunar á því að hafa sært hann en hann svarar ekki. Ég hef farið heim til hans en hann vildi ekki tala við mig. Þetta er ekki fyrsta myndin á spjallrás okkar sem sýnir einhvern beran. Það hefur t.a.m. komið mynd þar af mér allsberum í vetur sem ég gerði engar athugasemdir við. Þetta og fleira eru margir leikmenn tilbúnir að staðfesta. En ég virði skoðanir leikmannsins og var alls ekki að reyna að særa hann. Ég var að reyna að vera fyndinn. Og nú er búið að kæra mig til lögreglunnar og rifta samningi mínum við ÍBV sem þýðir að ég er atvinnulaus. Mér er gert að yfirgefa íbúðina mína 1 maí sem er eftir 3 daga. Bæði ég og lögmaður minn erum búnir að reyna að sætta þetta mál en án árangurs. Hann hefur sagt mér að það sé líklega best fyrir alla aðila að leysa þetta mál hjá lögreglu með sáttameðferð því það sé þungt fyrir alla ef þetta fer fyrir dóm. En stjórn ÍBV hefur hafnað sáttum og ég þarf því líklega að sækja minn rétt gagnvart ÍBV og verja mig hjá lögreglu. Ég vil að lokum þakka öllu fólkinu hér í eyjum fyrir frábæran tíma og viðkynningu. Einnig þjálfurum, leikmönnum og forsvarsmönnum ÍBV sem ég óska alls hins besta í framtíðinni.
Lengjudeildin ÍBV Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Gary Martin rekinn frá ÍBV vegna agabrots Gary Martin hefur verið rekinn frá ÍBV vegna agabrots. Enski framherjinn hafði leikið með liðinu síðan 2019. 28. apríl 2021 11:23 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Gary Martin rekinn frá ÍBV vegna agabrots Gary Martin hefur verið rekinn frá ÍBV vegna agabrots. Enski framherjinn hafði leikið með liðinu síðan 2019. 28. apríl 2021 11:23