Sport

Búið að bólusetja Katrínu Tönju

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Katrín Tanja Davíðsdóttir sést hér með æfingafélaga sínum Amöndu Barnhart en þær æfa saman hjá CrossFit New England í Boston.
Katrín Tanja Davíðsdóttir sést hér með æfingafélaga sínum Amöndu Barnhart en þær æfa saman hjá CrossFit New England í Boston. Instagram/@katrintanja

Það er gott fyrir íþróttafólk að búa og æfa í Bandaríkjunum þegar kemur að því að fá bólusetningu við kórónuveirunni.

Tvær íslenskar afrekskonur eru nú meðal þeirra sem eru komin með bólusetningu við COVID-19 en það eru þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir og CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir.

Guðlaug Edda Hannesdóttir sagði frá bólusetningu sinni á samfélagsmiðlum á dögunum og í gær greindi Katrín Tanja síðan frá því að hún hefði fengið bólusetningu á Gillette-leikvangi þeirra New England Patriots í Foxborough í Massachusetts fylki.

Katrín Tanja sagði frá bólusetningunni á Instagram síðu sinni.Instagram/@katrintanja

Guðlaug Edda hefur stundað æfingar í Bandaríkjunum undanfarna mánuði og Katrín Tanja hefur æft í Bandaríkjunum undanfarin ár.

Guðlaug Edda er að reyna að tryggja sig inn á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar en sá eini sem er kominn þangað inn er kærasti hennar, sundmaðurinn Anton Sveinn McKee.

Katrín Tanja er aftur á móti komin í undanúrslitin í undankeppni heimsleikanna og næst á dagskrá hjá henni er að tryggja sér farseðil á heimsleikanna í ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×