Tökur hafnar á House of the Dragon Samúel Karl Ólason skrifar 29. apríl 2021 13:34 HBO Tökur eru hafnar á þáttunum House of the Dragon, sem er úr smiðjum HBO og byggja á bókum George RR Martin, A Song of Ice and Fire og öðrum. Það eru sömu bækur og þættirnir vinsælu Game of Thrones byggðu á. Nánar tiltekið gerast þættirnir um 300 árum fyrir Game of Thrones og fjalla um tímabil þar sem borgarastyrjöld geisaði innan Targaryen ættarinnar. Borgarastyrjöld þessi kallast Drekadansinn (Dance og Dragons). Handrit þáttanna er skrifað af George RR Martin, Ryan Condal og Miguel Sapochnik en sá síðastnefndi leikstýrði stærstu orrustum Game of Thrones þáttaraðarinnar og mun meðal annars leikstýra fyrsta þætti þessarar þáttaraðar. Þá mun Ramin Djawadi snúa aftur og gera tónlist fyrir House of the Dragon. Alls verða tíu þættir í þáttaröðinni. Fregnir bárust af því í síðasta mánuði að HBO væri með minnst þrjár þáttaraðir úr söguheimi Game of Thrones í vinnslu, til viðbótar við House of the Dragon. Hinar þáttaraðirnar bera titlana 9 Voygaes, Flea Bottom og 10.0000 Ships. Frekari upplýsingar um þær má finna hér að neðan. Tilkynnt var í byrjun vikunnar að framleiðsla House of the Dragon væri formlega hafin og voru birtar myndir af leikurum þáttaraðarinnar á Twittersíðu hennar. Þeirra á meðal eru Paddy Considine sem leikur konunginn Viserys Tagaryen, Emma D’Arcy sem leikur prinsessuna Rhaenyra Targaryen og Matt Smith sem leikur Daemon Targaryen. Frekari upplýsingar um helstu persónur þáttanna má finna hér á vef HBO. Fire will reign #HouseoftheDragon is officially in production. Follow @HouseofDragon for all updates. pic.twitter.com/lc3dhIcm5u— Game of Thrones (@GameOfThrones) April 26, 2021 Myndir náðust í gær af leikurum þáttanna og tökuliði nærri Newquay í Cornwall í Bretlandi. Þar mátti meðal annars sjá leikarana Matt Smith og Emmu d‘Arcy í fullum skrúða. BBC segir að tökulið hafi einnig sést á St Michael's Mount, sem er einnig í Cornwall, og talið er að þau tengist House of the Dragon sömuleiðis. Til stendur að frumsýna þættina á næstu ári. The first images from the set of House of the Dragon featuring Rhaenyra Targaryen (Emma d'Arcy) and Daemon Targaryen (Matt Smith). #HouseoftheDragon pic.twitter.com/b4dWcIYcNZ— House of the Dragon (@houseofdragontv) April 28, 2021 Game of Thrones Bíó og sjónvarp Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Nánar tiltekið gerast þættirnir um 300 árum fyrir Game of Thrones og fjalla um tímabil þar sem borgarastyrjöld geisaði innan Targaryen ættarinnar. Borgarastyrjöld þessi kallast Drekadansinn (Dance og Dragons). Handrit þáttanna er skrifað af George RR Martin, Ryan Condal og Miguel Sapochnik en sá síðastnefndi leikstýrði stærstu orrustum Game of Thrones þáttaraðarinnar og mun meðal annars leikstýra fyrsta þætti þessarar þáttaraðar. Þá mun Ramin Djawadi snúa aftur og gera tónlist fyrir House of the Dragon. Alls verða tíu þættir í þáttaröðinni. Fregnir bárust af því í síðasta mánuði að HBO væri með minnst þrjár þáttaraðir úr söguheimi Game of Thrones í vinnslu, til viðbótar við House of the Dragon. Hinar þáttaraðirnar bera titlana 9 Voygaes, Flea Bottom og 10.0000 Ships. Frekari upplýsingar um þær má finna hér að neðan. Tilkynnt var í byrjun vikunnar að framleiðsla House of the Dragon væri formlega hafin og voru birtar myndir af leikurum þáttaraðarinnar á Twittersíðu hennar. Þeirra á meðal eru Paddy Considine sem leikur konunginn Viserys Tagaryen, Emma D’Arcy sem leikur prinsessuna Rhaenyra Targaryen og Matt Smith sem leikur Daemon Targaryen. Frekari upplýsingar um helstu persónur þáttanna má finna hér á vef HBO. Fire will reign #HouseoftheDragon is officially in production. Follow @HouseofDragon for all updates. pic.twitter.com/lc3dhIcm5u— Game of Thrones (@GameOfThrones) April 26, 2021 Myndir náðust í gær af leikurum þáttanna og tökuliði nærri Newquay í Cornwall í Bretlandi. Þar mátti meðal annars sjá leikarana Matt Smith og Emmu d‘Arcy í fullum skrúða. BBC segir að tökulið hafi einnig sést á St Michael's Mount, sem er einnig í Cornwall, og talið er að þau tengist House of the Dragon sömuleiðis. Til stendur að frumsýna þættina á næstu ári. The first images from the set of House of the Dragon featuring Rhaenyra Targaryen (Emma d'Arcy) and Daemon Targaryen (Matt Smith). #HouseoftheDragon pic.twitter.com/b4dWcIYcNZ— House of the Dragon (@houseofdragontv) April 28, 2021
Game of Thrones Bíó og sjónvarp Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira