Fimm milljarða baðlón á Kársnesi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. apríl 2021 19:09 Sky Lagoon opnar á Kársnesi í Kópavogi Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Fimm milljarða króna baðlón verður opnað á Kársnesi á morgun. Framkvæmdastjóri segir þetta stærstu fjárfestingu í afþreyingu á höfuðborgarsvæðinu hingað til. Lónið sem nefnist Sky lagoon stendur yst á Kársnesi. Mikið hefur verið lagt í verkið og svokallaðar klömbruhleðslur prýða bygginguna. Framkvæmdin hófst í byrjun síðasta árs og er metin á um fimm milljarða króna. Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Sky lagoon.vísir/Egill „Og þar með stærsta fjárfesting í afþreyingarupplifun á höfuðborgarsvæðinu, þannig að við erum mjög spennt fyrir framtíðinni,“ segir Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Sky lagoon, en fyrirtækið Nature Resort stendur að baki framkvæmdinni auk erlendra fjárfesta. Klettar umvefja lónið og þegar komið er út úr helli við innganginn blasir við laug með sjávarútsýni. „Þetta er mjög flókin framkvæmd. Hér er 3.200 fermetra bygging og þar með talið 600 fermetra tæknirými, þannig þetta er mjög flókið en er búið að ganga vel og það eru margir sem hafa þurft að koma að þessu til þess að þetta gangi allt saman upp.“ Þarna má sjá kaldan pott sem gestum er beint í áður en þeir fara í gufu.vísir/Vilhelm Ýmsar nýjungar eru í heilsulind lónsins. Regndropar falla á gesti í einu rýminu og í gufubaðinu er víst stærsta rúða landsins sem vegur um 2,2 tonn. Verðið í lónið er á bilinu um sex til tíu þúsund krónur á tilboði. Hvað skýrir þetta verð? „Framkvæmdin og fjárfestingarkostnaður gerir það. Og það er mikill kostnaður á bak við það að búa þetta allt saman til, en við ætlum að gera vel í þjónustu og öðru,“ segir Dagný. Í lóninu er bar þar sem þyrstir gestir geta nælt sér í drykki.vísir/Vilhelm Starfsmenn eru þegar orðnir sextíu en gert er ráð fyrir að þeir verði 110 þegar starfsemin eykst með ferðamannastraumi. Hún segist bjarstýn þrátt fyrir opnun í miðjum heimsfaraldri. „Við erum að vonast til þess að það séu bjartir dagar framundan. Við ætlum bara að fara rólega af stað og erum fegin að gera það næstu tvo mánuði eða svo og bjóða heimamenn bara velkomna,“ segir Dagný. Sundlaugar Kópavogur Sky Lagoon Tengdar fréttir Svona var klömbruhleðsla notuð til að gera aðstöðu baðlónsins í Kársnesi Baðlónið Sky Lagoon á Kársnesi verður opnað á föstudag en baðlónið á að skapa 110 ný störf. 28. apríl 2021 12:31 Baðlónið á Kársnesi komið með nafn Baðlón sem nú rís á Kársnesi í Kópavogi og hefur fengið nafnið Sky Lagoon. Áætlað er að lónið verði opnað á vordögum 2021. 11. júní 2020 08:08 Svona er aðstaðan í Sky lagoon baðlóninu á Kársnesi Á morgun opnar nýtt baðlón á höfuðborgarsvæðinu og Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis kíkti við þar í dag og myndaði aðstöðuna. 29. apríl 2021 19:17 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Sjá meira
Lónið sem nefnist Sky lagoon stendur yst á Kársnesi. Mikið hefur verið lagt í verkið og svokallaðar klömbruhleðslur prýða bygginguna. Framkvæmdin hófst í byrjun síðasta árs og er metin á um fimm milljarða króna. Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Sky lagoon.vísir/Egill „Og þar með stærsta fjárfesting í afþreyingarupplifun á höfuðborgarsvæðinu, þannig að við erum mjög spennt fyrir framtíðinni,“ segir Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Sky lagoon, en fyrirtækið Nature Resort stendur að baki framkvæmdinni auk erlendra fjárfesta. Klettar umvefja lónið og þegar komið er út úr helli við innganginn blasir við laug með sjávarútsýni. „Þetta er mjög flókin framkvæmd. Hér er 3.200 fermetra bygging og þar með talið 600 fermetra tæknirými, þannig þetta er mjög flókið en er búið að ganga vel og það eru margir sem hafa þurft að koma að þessu til þess að þetta gangi allt saman upp.“ Þarna má sjá kaldan pott sem gestum er beint í áður en þeir fara í gufu.vísir/Vilhelm Ýmsar nýjungar eru í heilsulind lónsins. Regndropar falla á gesti í einu rýminu og í gufubaðinu er víst stærsta rúða landsins sem vegur um 2,2 tonn. Verðið í lónið er á bilinu um sex til tíu þúsund krónur á tilboði. Hvað skýrir þetta verð? „Framkvæmdin og fjárfestingarkostnaður gerir það. Og það er mikill kostnaður á bak við það að búa þetta allt saman til, en við ætlum að gera vel í þjónustu og öðru,“ segir Dagný. Í lóninu er bar þar sem þyrstir gestir geta nælt sér í drykki.vísir/Vilhelm Starfsmenn eru þegar orðnir sextíu en gert er ráð fyrir að þeir verði 110 þegar starfsemin eykst með ferðamannastraumi. Hún segist bjarstýn þrátt fyrir opnun í miðjum heimsfaraldri. „Við erum að vonast til þess að það séu bjartir dagar framundan. Við ætlum bara að fara rólega af stað og erum fegin að gera það næstu tvo mánuði eða svo og bjóða heimamenn bara velkomna,“ segir Dagný.
Sundlaugar Kópavogur Sky Lagoon Tengdar fréttir Svona var klömbruhleðsla notuð til að gera aðstöðu baðlónsins í Kársnesi Baðlónið Sky Lagoon á Kársnesi verður opnað á föstudag en baðlónið á að skapa 110 ný störf. 28. apríl 2021 12:31 Baðlónið á Kársnesi komið með nafn Baðlón sem nú rís á Kársnesi í Kópavogi og hefur fengið nafnið Sky Lagoon. Áætlað er að lónið verði opnað á vordögum 2021. 11. júní 2020 08:08 Svona er aðstaðan í Sky lagoon baðlóninu á Kársnesi Á morgun opnar nýtt baðlón á höfuðborgarsvæðinu og Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis kíkti við þar í dag og myndaði aðstöðuna. 29. apríl 2021 19:17 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Sjá meira
Svona var klömbruhleðsla notuð til að gera aðstöðu baðlónsins í Kársnesi Baðlónið Sky Lagoon á Kársnesi verður opnað á föstudag en baðlónið á að skapa 110 ný störf. 28. apríl 2021 12:31
Baðlónið á Kársnesi komið með nafn Baðlón sem nú rís á Kársnesi í Kópavogi og hefur fengið nafnið Sky Lagoon. Áætlað er að lónið verði opnað á vordögum 2021. 11. júní 2020 08:08
Svona er aðstaðan í Sky lagoon baðlóninu á Kársnesi Á morgun opnar nýtt baðlón á höfuðborgarsvæðinu og Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis kíkti við þar í dag og myndaði aðstöðuna. 29. apríl 2021 19:17