Stefna brasilískum yfirvöldum fyrir meiðyrði vegna Spútnik V Kjartan Kjartansson skrifar 29. apríl 2021 23:17 Rússar samþykktu notkun á Spútnik V á leifturhraða í fyrra. Vestrænar þjóðir hafa hikað við að veita leyfi fyrir notkun þess og brasilísk höfnuðu því í vikunni. Vísir/EPA Framleiðandi rússneska kórónuveirubóluefnisins Spútnik V ætlar að stefna brasilísku heilbrigðiseftirlitsstofnuninni sem hafnaði beiðni nokkurra ríkja um að flytja efnið inn fyrir meiðyrði. Stjórnendur stofnunarinnar vísa ásökununum um meiðyrði á bug. Fjórtán brasilísk ríki óskuðu eftir heimild til þess að flytja tugi milljóna skammta af Spútnik V inn. Því hafnaði Anvisa, eftirlitsstofnun Brasilíu í heilbrigðismálum, og vísaði til þess sem hún taldi alvarlegs galla á efninu og vandamálum með gæðastjórnun við framleiðsluna á því. Gustavo Mendes, yfirmaður lyfjaeftirlits Anvisa, segir að vísbendingar séu um að svonefndar eitlaveirur sem voru notaðar til að framleiða Spútnik V gætu fjölgað sér og valdið aukaverkunum í fólki. Eitlaveirur er tegund veira sem eru stundum notaðar sem svonefndar veirugenaferjur í bóluefnum sem eiga að kalla fram ónæmisviðbragð. Ekki á að nota veirur sem geta fjölgað sér í þessum tilgangi, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þessu hafnar Denis Logunov sem þróaði Spútnik V hjá Gamaleja-stofnuninni í Rússlandi. Á opinberum Twitter-reikningi Spútnik V var Anvisa sakað um að setja fram rangar og misvísandi yfirlýsingar án þess að hafa gert tilraunir með bóluefnið sjálft. Í því ljósi ætluðu framleiðendur bóluefnisins að höfða meiðyrðamál gegn Anvisa í Brasilíu. Anvisa brást við yfirlýsingum frá Rússlandi með því að benda á að Gamaleja-stofnunin hafi sjálf bent á að hlutfall eitlaveira sem gæti fjölgað sér væri mögulega hættulega hátt í Spútnik V í rannsókn sinni. Hlutfallið sé 300 sinnum hærra en miðað sé við í reglugerðum. Rússland Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Brasilía hafnar rússneska bóluefninu Lyfjayfirvöld í Brasilíu synjuðu nokkrum þarlendum ríkjum um heimild til þess að flytja inn rússneska bóluefnið Spútnik V gegn kórónuveirunni. Þau telja trúverðug gögn um virkni bóluefnisins skorta og vísa til galla á tilraunum með það. Rússar segja pólitík búa að baki synjuninni. 28. apríl 2021 21:54 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Fjórtán brasilísk ríki óskuðu eftir heimild til þess að flytja tugi milljóna skammta af Spútnik V inn. Því hafnaði Anvisa, eftirlitsstofnun Brasilíu í heilbrigðismálum, og vísaði til þess sem hún taldi alvarlegs galla á efninu og vandamálum með gæðastjórnun við framleiðsluna á því. Gustavo Mendes, yfirmaður lyfjaeftirlits Anvisa, segir að vísbendingar séu um að svonefndar eitlaveirur sem voru notaðar til að framleiða Spútnik V gætu fjölgað sér og valdið aukaverkunum í fólki. Eitlaveirur er tegund veira sem eru stundum notaðar sem svonefndar veirugenaferjur í bóluefnum sem eiga að kalla fram ónæmisviðbragð. Ekki á að nota veirur sem geta fjölgað sér í þessum tilgangi, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þessu hafnar Denis Logunov sem þróaði Spútnik V hjá Gamaleja-stofnuninni í Rússlandi. Á opinberum Twitter-reikningi Spútnik V var Anvisa sakað um að setja fram rangar og misvísandi yfirlýsingar án þess að hafa gert tilraunir með bóluefnið sjálft. Í því ljósi ætluðu framleiðendur bóluefnisins að höfða meiðyrðamál gegn Anvisa í Brasilíu. Anvisa brást við yfirlýsingum frá Rússlandi með því að benda á að Gamaleja-stofnunin hafi sjálf bent á að hlutfall eitlaveira sem gæti fjölgað sér væri mögulega hættulega hátt í Spútnik V í rannsókn sinni. Hlutfallið sé 300 sinnum hærra en miðað sé við í reglugerðum.
Rússland Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Brasilía hafnar rússneska bóluefninu Lyfjayfirvöld í Brasilíu synjuðu nokkrum þarlendum ríkjum um heimild til þess að flytja inn rússneska bóluefnið Spútnik V gegn kórónuveirunni. Þau telja trúverðug gögn um virkni bóluefnisins skorta og vísa til galla á tilraunum með það. Rússar segja pólitík búa að baki synjuninni. 28. apríl 2021 21:54 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Brasilía hafnar rússneska bóluefninu Lyfjayfirvöld í Brasilíu synjuðu nokkrum þarlendum ríkjum um heimild til þess að flytja inn rússneska bóluefnið Spútnik V gegn kórónuveirunni. Þau telja trúverðug gögn um virkni bóluefnisins skorta og vísa til galla á tilraunum með það. Rússar segja pólitík búa að baki synjuninni. 28. apríl 2021 21:54