Smitum hefur fjölgað mikið síðustu vikur sem aðallega skýrist af miklum uppgangi faraldursins á Indlandi.
Tölur yfir dagleg smit á heimsvísu eru nú tvöfalt fleiri en í febrúar.
Eftir aðra bylgju faraldursins, frá október og fram í janúar fór smitum að fækka og voru um tíma um 350 þúsund á degi hverjum. Nú smitast hinsvegar rúmlega 800 þúsund daglega.
Síðustu sjö dagana hafa 2,5 milljónir manna greinst á Indlandi.
Enn hafa flestir greinst smitaðir í Bandaríkjunum en Indland kemur þar á eftir og síðan Brasilía. Ef hinsvegar er litið til höfðatölu hafa flestir smitast í Svartfjallalandi, Tékklandi og Slóveníu.