Sjáðu flugeldasýningu United og hvernig Saka kom Arsenal úr miklu klandri Sindri Sverrisson skrifar 30. apríl 2021 09:00 Edinson Cavani hleypur til Paul Pogba og fagnar marki gegn Roma í 6-2 sigri Manchester United í gær. AP/Jon Super Manchester United bauð upp á flugeldasýningu í seinni hálfleik gegn Roma í gær og Bukayo Saka bjargaði Arsenal úr afar erfiðri stöðu gegn Villarreal á Spáni. Mörkin og rauðu spjöldin má sjá hér á Vísi. United vann leikinn gegn Roma 6-2 eftir að hafa verið 2-1 undir í hálfleik. Edinson Cavani skoraði tvö mörk fyrir United, átti tvær stoðsendingar og fiskaði víti. Arsenal lenti 2-0 undir gegn Villarreal og missti Dani Ceballos af velli með rautt spjald en leikurinn endaði þó 2-1. Klippa: Mörkin úr leik Man. Utd og Roma Bruno Fernandes kom United yfir með snotru marki eftir sendingu Cavanis. Roma náði hins vegar að jafna metin eftir að víti var dæmt á Paul Pogba fyrir að fá boltann í höndina. Lorenzo Pellegrini skoraði úr spyrnunni. Roma komst svo yfir með marki Edins Dzeko og útlitið dökkt fyrir United í hálfleik. Snemma í seinni hálfleik skoraði Cavani hins vegar tvö mörk og kom United yfir. Gamli United-maðurinn, Chris Smalling, fékk svo dæmda á sig vítaspyrnu fyrir brot á Cavani og Fernandes skoraði úr spyrnunni. Paul Pogba skoraði fimmta mark United með skalla eftir sendingu Fernandes, og Mason Greenwood innsiglaði öruggan sigur etir sendingu frá Cavani. Klippa: Mörkin úr leik Villarreal og Arsenal Manu Trigueros og Raul Albiol komu Villarreal í 2-0 á fyrsta hálftímanum gegn Arsenal. Staða enska liðsins versnaði svo enn þegar Dani Ceballos fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 57. mínútu. Bukayo Saka lagaði stöðu Arsenal hins vegar til muna þegar hann náði í vítaspyrnu sem Nicolas Pepe skoraði úr, á 73. mínútu. Jafnt varð í liðum skömmu síðar þegar Etienne Capoue var rekinn af velli fyrir brot á Saka en fleiri mörk voru ekki skoruð. Seinni undanúrslitaleikirnir eru næsta fimmtudagskvöld. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Evrópudeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Sjá meira
United vann leikinn gegn Roma 6-2 eftir að hafa verið 2-1 undir í hálfleik. Edinson Cavani skoraði tvö mörk fyrir United, átti tvær stoðsendingar og fiskaði víti. Arsenal lenti 2-0 undir gegn Villarreal og missti Dani Ceballos af velli með rautt spjald en leikurinn endaði þó 2-1. Klippa: Mörkin úr leik Man. Utd og Roma Bruno Fernandes kom United yfir með snotru marki eftir sendingu Cavanis. Roma náði hins vegar að jafna metin eftir að víti var dæmt á Paul Pogba fyrir að fá boltann í höndina. Lorenzo Pellegrini skoraði úr spyrnunni. Roma komst svo yfir með marki Edins Dzeko og útlitið dökkt fyrir United í hálfleik. Snemma í seinni hálfleik skoraði Cavani hins vegar tvö mörk og kom United yfir. Gamli United-maðurinn, Chris Smalling, fékk svo dæmda á sig vítaspyrnu fyrir brot á Cavani og Fernandes skoraði úr spyrnunni. Paul Pogba skoraði fimmta mark United með skalla eftir sendingu Fernandes, og Mason Greenwood innsiglaði öruggan sigur etir sendingu frá Cavani. Klippa: Mörkin úr leik Villarreal og Arsenal Manu Trigueros og Raul Albiol komu Villarreal í 2-0 á fyrsta hálftímanum gegn Arsenal. Staða enska liðsins versnaði svo enn þegar Dani Ceballos fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 57. mínútu. Bukayo Saka lagaði stöðu Arsenal hins vegar til muna þegar hann náði í vítaspyrnu sem Nicolas Pepe skoraði úr, á 73. mínútu. Jafnt varð í liðum skömmu síðar þegar Etienne Capoue var rekinn af velli fyrir brot á Saka en fleiri mörk voru ekki skoruð. Seinni undanúrslitaleikirnir eru næsta fimmtudagskvöld. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Sjá meira