Sigurvegarar síðasta sumars: Atli reyndi oftast að skjóta á markið fyrir utan teig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2021 16:01 Atli Sigurjónsson í leik með KR á móti Breiðabliki síðasta sumar. Vísir/Bára Atli Sigurjónsson lét vaða á markið í Pepsi Max deildinni síðasta sumar. Pepsi Max deild karla í fótbolta hefst á föstudaginn kemur en fram að því ætlum við á Vísi að skoða nokkra athyglisverða tölfræðilista frá því á síðasta tímabili. Þú skorar ekki nema með því að skjóta á markið og KR-ingurinn Atli Sigurjónsson var óhræddur við að láta vaða á mark andstæðinganna í Pepsi Max deildinni í fyrra. Atli var nefnilega sá leikmaður í deildinni sem reyndi flest skot fyrir utan teig. Alls reyndi Atli 38 langskot í leikjunum sautján sem hann spilaði eða meira en tvö í leik. Atli tók fjögur fleiri langskot en næstu menn sem voru þeir Hallgrímur Mar Steingrímsson hjá KA og Hilmar Árni Halldórsson hjá Stjörnunni. Atli var í fjórða sæti yfir flest skot tekin úr öllum færum en þar var meðal liðsfélagi hans Óskar Örn Hauksson með tveimur skotum meira. 38 af 56 skotum Atla voru tekin fyrir utan teig eða 68 prósent skotanna. Atli skoraði sex mörk fyrir KR-liðið í Pepsi Max deildinni síðasta sumar og komu tvö þeirra með skotum fyrir utan vítateiginn. Þrír KR-ingar eru á topp tíu listan yfir flest langskot og KR-ingar skutu oftast á markið fyrir utan teig eða 120 sinnum. Það var fimm sinnum oftar en Blikar (2. sæti) og tólf fleiri en Stjarnan (3. sæti). Leikmenn sem reyndu flest langskot í Pepsi Max deild karla 2020: 1. Atli Sigurjónsson, KR 38 2. Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 34 2. Hilmar Árni Halldórsson, Stjörnunni 34 4. Óttar Magnús Karlsson, Víkingi 31 5. Stefán Teitur Þórðarson, ÍA 25 6. Lasse Petry, Val 23 7. Gísli Eyjólfsson, Breiðabliki 22 7. Óskar Örn Hauksson, KR 22 9. Oliver Sigurjónsson, Breiðabliki 21 10. Ívar Örn Jónsson, HK 16 10. Alex Þór Hauksson, Stjörnunni 16 10. Kennie Knak Chopart, KR 16 Vísir hefur skoðað tölfræði Wyscout úr Pepsi Max deild karla í fótbolta síðasta sumar og komist að því hvaða menn sköruðu fram úr í deildinni í sérstökum tölfræðiþáttum. Í síðustu vikunni fyrir nýtt Íslandsmót er nú ætlunin að skoða eitthvað af þessum topplistum sem fá flestir vanalega ekki mikla athygli í fjölmiðlum en eru mikilvægur þáttur í baráttunni inn á vellinum. Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Sigurvegarar síðasta sumars: Ólafur Örn fór í örast allra í tæklingar Það var fjör í kringum Ólaf Örn Eyjólfsson í Pepsi Max deild karla síðasta sumar. 29. apríl 2021 15:15 Sigurvegarar síðasta sumars: Djair reyndi oftast að sóla menn Djair Parfitt-Williams var óhræddur við það að taka menn á í Pepsi Max deild karla í fótbolta síðasta sumar. 28. apríl 2021 15:31 Sigurvegarar síðasta sumars: Sölvi Geir besti tæklari deildarinnar Pepsi Max deild karla í fótbolta hefst á föstudaginn kemur en fram að því ætlum við á Vísi að skoða nokkra athyglisverða tölfræðilista frá því á síðasta tímabili. 27. apríl 2021 15:31 Mest lesið Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Íslenski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Sjá meira
Pepsi Max deild karla í fótbolta hefst á föstudaginn kemur en fram að því ætlum við á Vísi að skoða nokkra athyglisverða tölfræðilista frá því á síðasta tímabili. Þú skorar ekki nema með því að skjóta á markið og KR-ingurinn Atli Sigurjónsson var óhræddur við að láta vaða á mark andstæðinganna í Pepsi Max deildinni í fyrra. Atli var nefnilega sá leikmaður í deildinni sem reyndi flest skot fyrir utan teig. Alls reyndi Atli 38 langskot í leikjunum sautján sem hann spilaði eða meira en tvö í leik. Atli tók fjögur fleiri langskot en næstu menn sem voru þeir Hallgrímur Mar Steingrímsson hjá KA og Hilmar Árni Halldórsson hjá Stjörnunni. Atli var í fjórða sæti yfir flest skot tekin úr öllum færum en þar var meðal liðsfélagi hans Óskar Örn Hauksson með tveimur skotum meira. 38 af 56 skotum Atla voru tekin fyrir utan teig eða 68 prósent skotanna. Atli skoraði sex mörk fyrir KR-liðið í Pepsi Max deildinni síðasta sumar og komu tvö þeirra með skotum fyrir utan vítateiginn. Þrír KR-ingar eru á topp tíu listan yfir flest langskot og KR-ingar skutu oftast á markið fyrir utan teig eða 120 sinnum. Það var fimm sinnum oftar en Blikar (2. sæti) og tólf fleiri en Stjarnan (3. sæti). Leikmenn sem reyndu flest langskot í Pepsi Max deild karla 2020: 1. Atli Sigurjónsson, KR 38 2. Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 34 2. Hilmar Árni Halldórsson, Stjörnunni 34 4. Óttar Magnús Karlsson, Víkingi 31 5. Stefán Teitur Þórðarson, ÍA 25 6. Lasse Petry, Val 23 7. Gísli Eyjólfsson, Breiðabliki 22 7. Óskar Örn Hauksson, KR 22 9. Oliver Sigurjónsson, Breiðabliki 21 10. Ívar Örn Jónsson, HK 16 10. Alex Þór Hauksson, Stjörnunni 16 10. Kennie Knak Chopart, KR 16 Vísir hefur skoðað tölfræði Wyscout úr Pepsi Max deild karla í fótbolta síðasta sumar og komist að því hvaða menn sköruðu fram úr í deildinni í sérstökum tölfræðiþáttum. Í síðustu vikunni fyrir nýtt Íslandsmót er nú ætlunin að skoða eitthvað af þessum topplistum sem fá flestir vanalega ekki mikla athygli í fjölmiðlum en eru mikilvægur þáttur í baráttunni inn á vellinum.
Leikmenn sem reyndu flest langskot í Pepsi Max deild karla 2020: 1. Atli Sigurjónsson, KR 38 2. Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 34 2. Hilmar Árni Halldórsson, Stjörnunni 34 4. Óttar Magnús Karlsson, Víkingi 31 5. Stefán Teitur Þórðarson, ÍA 25 6. Lasse Petry, Val 23 7. Gísli Eyjólfsson, Breiðabliki 22 7. Óskar Örn Hauksson, KR 22 9. Oliver Sigurjónsson, Breiðabliki 21 10. Ívar Örn Jónsson, HK 16 10. Alex Þór Hauksson, Stjörnunni 16 10. Kennie Knak Chopart, KR 16
Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Sigurvegarar síðasta sumars: Ólafur Örn fór í örast allra í tæklingar Það var fjör í kringum Ólaf Örn Eyjólfsson í Pepsi Max deild karla síðasta sumar. 29. apríl 2021 15:15 Sigurvegarar síðasta sumars: Djair reyndi oftast að sóla menn Djair Parfitt-Williams var óhræddur við það að taka menn á í Pepsi Max deild karla í fótbolta síðasta sumar. 28. apríl 2021 15:31 Sigurvegarar síðasta sumars: Sölvi Geir besti tæklari deildarinnar Pepsi Max deild karla í fótbolta hefst á föstudaginn kemur en fram að því ætlum við á Vísi að skoða nokkra athyglisverða tölfræðilista frá því á síðasta tímabili. 27. apríl 2021 15:31 Mest lesið Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Íslenski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Sjá meira
Sigurvegarar síðasta sumars: Ólafur Örn fór í örast allra í tæklingar Það var fjör í kringum Ólaf Örn Eyjólfsson í Pepsi Max deild karla síðasta sumar. 29. apríl 2021 15:15
Sigurvegarar síðasta sumars: Djair reyndi oftast að sóla menn Djair Parfitt-Williams var óhræddur við það að taka menn á í Pepsi Max deild karla í fótbolta síðasta sumar. 28. apríl 2021 15:31
Sigurvegarar síðasta sumars: Sölvi Geir besti tæklari deildarinnar Pepsi Max deild karla í fótbolta hefst á föstudaginn kemur en fram að því ætlum við á Vísi að skoða nokkra athyglisverða tölfræðilista frá því á síðasta tímabili. 27. apríl 2021 15:31