Sækir ÍA gull í greipar Vals þriðja árið í röð? | Sjáðu allt það helsta úr leik liðanna í fyrra Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. apríl 2021 15:30 Úr leik liðanna sumarið 2019. Vísir/Daníel Þór Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu hefst klukkan 20.00 í kvöld með leik Vals og ÍA að Hlíðarenda. Fari Skagamenn með sigur af hólmi væri það þriðja árið í röð sem þeir leggja Valsmenn á þeirra eigin heimavelli. Liðunum er spáð gjörólíku gengu í sumar. Á meðan þjálfarar, sérfræðingar og sófakartöflur spá því að ÍA verði í bullandi fallbaráttu frá upphafi til enda reiknum við flest með því að Íslandsmeistarar Vals verði í toppbaráttunni. Sagan er þó með Skagamönnum í kvöld þó lítið annað sé með þeim. Liðin mættust snemma móts sumarið 2019. Óttar Bjarni Guðmundsson og Arnar Már Guðjónsson komu gestunum í 2-0 í fyrri hálfleik. Í þeim síðari minnkaði Gary John Martin muninn fyrir Val úr víti en nær komust heimamenn ekki og lokatölur 2-1 Skagamönnum í vil. Skagamenn gerðu gott betur í fyrra og unnu ótrúlegan 4-1 sigur í einum af skemmtilegri leikjum sumarsins. Heimamenn óðu í færum en gátu ekki skorað á meðan ÍA skoraði úr nær öllum sínum færum og voru mörkin hvert öðru glæsilegra. ÍA var 3-0 yfir í hálfleik þökk sé mörkum Viktor Jónssonar, Tryggva Hrafns Haraldssonar og Bjarka Steins Bjarkasonar. Patrick Pedersen minnkaði muninn í upphafi síðari hálfleiks en Steinar Þorsteinsson gulltryggði sigur Skagamanna með fjórða marki liðsins á 73. mínútu. Tryggvi Hrafn er auðvitað í dag leikmaður Vals en verður ekki með í kvöld vegna meiðsla. Þá hélt Bjarki Steinn til Ítalíu þar sem hann spilar með Venezia. Allt það helsta úr þessum magnaða 4-1 sigri ÍA má sjá í spilaranum hér að neðan. Leikur Vals og ÍA hefst klukkan 20.00 og er fyrsti leikur Pepsi Max-deildar karla sumarið 2021. Hann verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Klippa: Valur 1-4 ÍA Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur ÍA Tengdar fréttir Fylgist með þessum í Pepsi Max-deildinni í sumar Vísir hefur tekið saman tíu unga og efnilega leikmenn í Pepsi Max-deild karla sem fótboltaáhugafólk ætti að fylgjast með í sumar. 30. apríl 2021 13:00 Tvítugur fyrirliði Efra-Breiðholtsins Mikil ábyrgð er á herðum yngsta fyrirliðans í Pepsi Max-deild karla, hinum tvítuga Sævari Atla Magnússyni. Hann er ekki bara fyrirliði heldur mikilvægasti leikmaður Leiknis R. sem er kominn aftur í efstu deild eftir sex ára fjarveru. 30. apríl 2021 11:01 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Sjá meira
Liðunum er spáð gjörólíku gengu í sumar. Á meðan þjálfarar, sérfræðingar og sófakartöflur spá því að ÍA verði í bullandi fallbaráttu frá upphafi til enda reiknum við flest með því að Íslandsmeistarar Vals verði í toppbaráttunni. Sagan er þó með Skagamönnum í kvöld þó lítið annað sé með þeim. Liðin mættust snemma móts sumarið 2019. Óttar Bjarni Guðmundsson og Arnar Már Guðjónsson komu gestunum í 2-0 í fyrri hálfleik. Í þeim síðari minnkaði Gary John Martin muninn fyrir Val úr víti en nær komust heimamenn ekki og lokatölur 2-1 Skagamönnum í vil. Skagamenn gerðu gott betur í fyrra og unnu ótrúlegan 4-1 sigur í einum af skemmtilegri leikjum sumarsins. Heimamenn óðu í færum en gátu ekki skorað á meðan ÍA skoraði úr nær öllum sínum færum og voru mörkin hvert öðru glæsilegra. ÍA var 3-0 yfir í hálfleik þökk sé mörkum Viktor Jónssonar, Tryggva Hrafns Haraldssonar og Bjarka Steins Bjarkasonar. Patrick Pedersen minnkaði muninn í upphafi síðari hálfleiks en Steinar Þorsteinsson gulltryggði sigur Skagamanna með fjórða marki liðsins á 73. mínútu. Tryggvi Hrafn er auðvitað í dag leikmaður Vals en verður ekki með í kvöld vegna meiðsla. Þá hélt Bjarki Steinn til Ítalíu þar sem hann spilar með Venezia. Allt það helsta úr þessum magnaða 4-1 sigri ÍA má sjá í spilaranum hér að neðan. Leikur Vals og ÍA hefst klukkan 20.00 og er fyrsti leikur Pepsi Max-deildar karla sumarið 2021. Hann verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Klippa: Valur 1-4 ÍA
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur ÍA Tengdar fréttir Fylgist með þessum í Pepsi Max-deildinni í sumar Vísir hefur tekið saman tíu unga og efnilega leikmenn í Pepsi Max-deild karla sem fótboltaáhugafólk ætti að fylgjast með í sumar. 30. apríl 2021 13:00 Tvítugur fyrirliði Efra-Breiðholtsins Mikil ábyrgð er á herðum yngsta fyrirliðans í Pepsi Max-deild karla, hinum tvítuga Sævari Atla Magnússyni. Hann er ekki bara fyrirliði heldur mikilvægasti leikmaður Leiknis R. sem er kominn aftur í efstu deild eftir sex ára fjarveru. 30. apríl 2021 11:01 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Sjá meira
Fylgist með þessum í Pepsi Max-deildinni í sumar Vísir hefur tekið saman tíu unga og efnilega leikmenn í Pepsi Max-deild karla sem fótboltaáhugafólk ætti að fylgjast með í sumar. 30. apríl 2021 13:00
Tvítugur fyrirliði Efra-Breiðholtsins Mikil ábyrgð er á herðum yngsta fyrirliðans í Pepsi Max-deild karla, hinum tvítuga Sævari Atla Magnússyni. Hann er ekki bara fyrirliði heldur mikilvægasti leikmaður Leiknis R. sem er kominn aftur í efstu deild eftir sex ára fjarveru. 30. apríl 2021 11:01