Íslenski boltinn

Gary Martin gengur til liðs við Sel­foss

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gary Martin í leik með Val.
Gary Martin í leik með Val. VÍSIR/DANÍEL

Enski sóknarmaðurinn hefur samið við Selfoss og mun leika með liðinu í Lengjudeildinni í sumar sem og á næsta ári. 

Selfyssingar eru nýliðar eftir að hafa komið upp úr 2. deildinni síðasta sumar. Knattspyrnudeild félagsins gaf frá sér tilkynningu þess efnis nú rétt í þessu.

„Gary þarf vart að kynna fyrir knattspyrnuáhugamönnum en hann hefur leikið fyrir ÍA, KR, Víking R, Val og nú síðast ÍBV. Gary er markaskorari að af guðs náð og kemur til með að styrkja okkar lið mikið,“ segir í tilkynningunni.

„Ég er mjög spenntur fyrir þessum nýja kafla á mínum ferli og fullur tilhlökkunar. Ég þekki Dean [Martin, þjálfara liðsins] og ég veit að hann mun ná því besta út úr mér. Það eru spennandi tímar í fótboltanum á Selfossi, liðið er nýkomið upp og er að stefna í rétta átt,” sagði Gary um vistaskiptin.

„Mér finnst Selfoss liðið sjálft spennandi. Leikmennirnir í liðinu eru hæfileikaríkir og það eru margir ungir leikmenn í liðinu sem vilja ná langt,” sagði sóknarmaðurinn að endingu.

Gary Martin var á dögunum rekinn frá ÍBV í kjölfar agabrots. Sá kærði Gary fyrir að taka mynd af sér nöktum og dreifa henni í kjölfarið en myndin var send á liðsfélaga þeirra tveggja.

Nú er ljóst að Gary verður áfram í Lengjudeildinni og mun því mæta ÍBV í sumar. Selfyssingar byrja mótið hins vegar á heimaleik gegn Vestra þann 8. maí.

Framherjinn Gary Martin hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss. Gary þarf vart að kynna...

Posted by Selfoss Fótbolti on Friday, April 30, 2021

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×