„Smánarblettur sem á ekki að viðgangast“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. maí 2021 12:00 Drífa Snædal, forseti ASÍ. Vísir/Baldur Misskipting gæða og auðlinda er einn helsti vandi sem steðjar nú að íslensku samfélagi, að mati forseta ASÍ. Verkalýðsdagurinn er haldinn hátíðlegur í dag með óheðfbundnu sniði - annað árið í röð. Yfirskrift verkalýðsdagsins hjá Alþýðusambandi Íslands að þessu sinni er „Það er nóg til“. Drífa Snædal forseti ASÍ segir að þetta vísi til þess að enn hafi ekki nást samkomulag um hvernig skipta eigi gæðum samfélagsins. „Það er alltaf einhver undirliggjandi krafa um sátt en til þess að svo megi verða þarf líka að ná sáttum um hvernig eigi að skipta þessum gæðum á milli okkar. Það er ekki sátt í samfélaginu um hvernig launasetning eigi að vera, við búum enn þá við vanmat á kvennastörfum til dæmis og við búum enn þá við það að sumir hafa alls ekki nóg. Og veikindi og í sumum tilvikum aldur er bara ávísun á fátækt og það er smánarblettur sem á ekki að viðgangast í okkar góða samfélagi,“ segir Drífa í samtali við fréttastofu. Ávarp Drífu í tilefni verkalýðsdagsins má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Hún segir að auðlindir landsins eigi ekki að ganga kaupum og sölum - eða seldar orkufrekum stórfyrirtækjum. „Þetta vísar líka í það að við erum vön því í okkar lífi að skipta á milli okkar gæðunum inni á heimilinum og það er ekki þannig að ef við þurfum að skera við nögl að einhver fær þá meira en aðrir minna, þannig að þetta vísar í jöfnuðinn líka.“ Vegna kórónuveirufaraldursins verður fólki ekki stefnt í fjöldafundi eða kröfugöngur í dag, annað árið í röð, og baráttan því að mestu leyti háð á netinu. Alþýðufylkingin boðar hins vegar til útifundar á Ingólfstorgi í dag klukkan tvö innan þeirra marka sem samkomutakmarkanir leyfa, að því er segir í tilkynningu. Fundinum verði einnig streymt á Facebook-síðu fylkingarinnar. Vinnumarkaður Kjaramál Verkalýðsdagurinn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira
Yfirskrift verkalýðsdagsins hjá Alþýðusambandi Íslands að þessu sinni er „Það er nóg til“. Drífa Snædal forseti ASÍ segir að þetta vísi til þess að enn hafi ekki nást samkomulag um hvernig skipta eigi gæðum samfélagsins. „Það er alltaf einhver undirliggjandi krafa um sátt en til þess að svo megi verða þarf líka að ná sáttum um hvernig eigi að skipta þessum gæðum á milli okkar. Það er ekki sátt í samfélaginu um hvernig launasetning eigi að vera, við búum enn þá við vanmat á kvennastörfum til dæmis og við búum enn þá við það að sumir hafa alls ekki nóg. Og veikindi og í sumum tilvikum aldur er bara ávísun á fátækt og það er smánarblettur sem á ekki að viðgangast í okkar góða samfélagi,“ segir Drífa í samtali við fréttastofu. Ávarp Drífu í tilefni verkalýðsdagsins má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Hún segir að auðlindir landsins eigi ekki að ganga kaupum og sölum - eða seldar orkufrekum stórfyrirtækjum. „Þetta vísar líka í það að við erum vön því í okkar lífi að skipta á milli okkar gæðunum inni á heimilinum og það er ekki þannig að ef við þurfum að skera við nögl að einhver fær þá meira en aðrir minna, þannig að þetta vísar í jöfnuðinn líka.“ Vegna kórónuveirufaraldursins verður fólki ekki stefnt í fjöldafundi eða kröfugöngur í dag, annað árið í röð, og baráttan því að mestu leyti háð á netinu. Alþýðufylkingin boðar hins vegar til útifundar á Ingólfstorgi í dag klukkan tvö innan þeirra marka sem samkomutakmarkanir leyfa, að því er segir í tilkynningu. Fundinum verði einnig streymt á Facebook-síðu fylkingarinnar.
Vinnumarkaður Kjaramál Verkalýðsdagurinn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira