Aldrei fleiri dauðsföll á einum degi Sylvía Hall skrifar 2. maí 2021 11:14 Heilbrigðisstofnanir á Indlandi eru komnar að þolmörkum. Getty/Sonu Mehta Alls létust 3.689 manns úr kórónuveirunni á Indlandi í gær. Er þetta mesti fjöldi sem hefur látist í landinu á einum degi frá því að faraldurinn hófst og fundaði forsætisráðherra landsins með heilbrigðisráðherranum í morgun til að fara yfir stöðu mála. Faraldurinn hefur verið í miklum vexti á Indlandi undanfarnar vikur og mánuði og er staðan á sjúkrahúsum landsins þung. Heilbrigðisstarfsmenn reyna eftir bestu getu að sinna sjúklingum á sama tíma og þeir horfa fram á mikinn skort á súrefni og sjúkrarúmum. Líkhús og líkbrennslur eru nú yfirfullar en fyrr í vikunni óskaði lögreglan í Nýju-Delí, höfuðborg Indlands, eftir því að borgaryfirvöld myndu útvega fleiri lóðir og aðstöðu fyrir líkbrennslur þar sem ekki væri útlit fyrir að núverandi fjöldi gæti staðið undir álaginu. Á sjúkrahúsum hafa ættingjar grátbeðið um aðstoð fyrir ástvini sína, en í gær létust tólf á Batra-sjúkrahúsinu eftir að súrefnið kláraðist í annað skiptið í vikunni. Talið er að mikill fjöldi fólks hafi látist eingöngu vegna þess að ekki er nægilegt súrefni á sjúkrahúsum. Yfirvöld hafa hrundið af stað bólusetningarátaki og býðst nú öllum fullorðnum bólusetning. Nokkur svæði hafa þó lýst yfir áhyggjum af því að ekki sé nóg af bóluefni fyrir alla og hefur verið ákveðið að fresta útflutningi á bóluefni AstraZeneca, sem framleitt er í landinu, til þess að mæta innlendri eftirspurn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Tengdar fréttir Sjá fram á skort á bóluefni og súrefni samhliða versnandi stöðu faraldursins Tæplega 3.600 létust af völdum Covid-19 á Indlandi síðastliðinn sólarhring. 400 þúsund greindust með veiruna á einum degi, en er það í fyrsta skipti sem það gerist í einu landi. Indland hefur farið einna verst út úr kórónuveirufaraldrinum, en rúmlega 19 milljónir hafa greinst með veiruna þar í landi frá upphafi faraldursins. 1. maí 2021 12:32 Takmarka ferðalög frá Indlandi til Bandaríkjanna Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að takmarka ferðalög frá Indlandi til Bandaríkjanna vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi í næstu viku. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna er sögð hafa mælt með aðgerðunum til að koma í veg fyrir að smit berist til Bandaríkjanna. 30. apríl 2021 18:45 Skortur á bóluefnum í héruðum Indlands Nokkur ríki Indlands eru uppiskroppa með bóluefni, degi áður en bólusetningarátak á að hefjast í landinu. Samkvæmt opinberum tölum hafa 7,7 milljónir manna fengið Covid-19 í síðustu tveimur mánuðum. Áður tók það nærri því hálft ár að greina 7,7 smitaða á Indlandi. 30. apríl 2021 15:50 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Faraldurinn hefur verið í miklum vexti á Indlandi undanfarnar vikur og mánuði og er staðan á sjúkrahúsum landsins þung. Heilbrigðisstarfsmenn reyna eftir bestu getu að sinna sjúklingum á sama tíma og þeir horfa fram á mikinn skort á súrefni og sjúkrarúmum. Líkhús og líkbrennslur eru nú yfirfullar en fyrr í vikunni óskaði lögreglan í Nýju-Delí, höfuðborg Indlands, eftir því að borgaryfirvöld myndu útvega fleiri lóðir og aðstöðu fyrir líkbrennslur þar sem ekki væri útlit fyrir að núverandi fjöldi gæti staðið undir álaginu. Á sjúkrahúsum hafa ættingjar grátbeðið um aðstoð fyrir ástvini sína, en í gær létust tólf á Batra-sjúkrahúsinu eftir að súrefnið kláraðist í annað skiptið í vikunni. Talið er að mikill fjöldi fólks hafi látist eingöngu vegna þess að ekki er nægilegt súrefni á sjúkrahúsum. Yfirvöld hafa hrundið af stað bólusetningarátaki og býðst nú öllum fullorðnum bólusetning. Nokkur svæði hafa þó lýst yfir áhyggjum af því að ekki sé nóg af bóluefni fyrir alla og hefur verið ákveðið að fresta útflutningi á bóluefni AstraZeneca, sem framleitt er í landinu, til þess að mæta innlendri eftirspurn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Tengdar fréttir Sjá fram á skort á bóluefni og súrefni samhliða versnandi stöðu faraldursins Tæplega 3.600 létust af völdum Covid-19 á Indlandi síðastliðinn sólarhring. 400 þúsund greindust með veiruna á einum degi, en er það í fyrsta skipti sem það gerist í einu landi. Indland hefur farið einna verst út úr kórónuveirufaraldrinum, en rúmlega 19 milljónir hafa greinst með veiruna þar í landi frá upphafi faraldursins. 1. maí 2021 12:32 Takmarka ferðalög frá Indlandi til Bandaríkjanna Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að takmarka ferðalög frá Indlandi til Bandaríkjanna vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi í næstu viku. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna er sögð hafa mælt með aðgerðunum til að koma í veg fyrir að smit berist til Bandaríkjanna. 30. apríl 2021 18:45 Skortur á bóluefnum í héruðum Indlands Nokkur ríki Indlands eru uppiskroppa með bóluefni, degi áður en bólusetningarátak á að hefjast í landinu. Samkvæmt opinberum tölum hafa 7,7 milljónir manna fengið Covid-19 í síðustu tveimur mánuðum. Áður tók það nærri því hálft ár að greina 7,7 smitaða á Indlandi. 30. apríl 2021 15:50 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Sjá fram á skort á bóluefni og súrefni samhliða versnandi stöðu faraldursins Tæplega 3.600 létust af völdum Covid-19 á Indlandi síðastliðinn sólarhring. 400 þúsund greindust með veiruna á einum degi, en er það í fyrsta skipti sem það gerist í einu landi. Indland hefur farið einna verst út úr kórónuveirufaraldrinum, en rúmlega 19 milljónir hafa greinst með veiruna þar í landi frá upphafi faraldursins. 1. maí 2021 12:32
Takmarka ferðalög frá Indlandi til Bandaríkjanna Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að takmarka ferðalög frá Indlandi til Bandaríkjanna vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi í næstu viku. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna er sögð hafa mælt með aðgerðunum til að koma í veg fyrir að smit berist til Bandaríkjanna. 30. apríl 2021 18:45
Skortur á bóluefnum í héruðum Indlands Nokkur ríki Indlands eru uppiskroppa með bóluefni, degi áður en bólusetningarátak á að hefjast í landinu. Samkvæmt opinberum tölum hafa 7,7 milljónir manna fengið Covid-19 í síðustu tveimur mánuðum. Áður tók það nærri því hálft ár að greina 7,7 smitaða á Indlandi. 30. apríl 2021 15:50