„Kom rosalega auðveldlega til mín“ Stefán Árni Pálsson skrifar 3. maí 2021 16:31 Selma fór um víðan völl í viðtalinu við þau Svavar Örn og Evu Laufey. Selma Björnsdóttir frumflutti nýtt lag í útvarpsþættinum Bakaríið á Bylgjunni á laugardaginn. Þetta er fyrsta lagið sem Selma gefur út í tíu ár. Í viðtalinu fór Selma einnig yfir síðastliðið ár sem var aðeins öðruvísi hjá henni vegna samkomutakmarkana. Hún hafði samt sem áður nóg að gera og var til að mynda að vinna umtalsvert fyrir Netflix, hún sá um leikaraval fyrir Ófærð 3 og Kötlu. Selma lék einnig í sjónvarpsþáttaröðinni Verbúðin. Í framhaldinu kviknaði hugmyndin að gleðileiknum Bíddu bara. „Þetta lag samdi ég um leið og við vorum búnar að ákveða að semja sjálfar,“ segir Selma. Selma, Björk Jakobsdóttir og Salka Sól Eyfeld sömdu gleðileikinn, bæði handrit og lögin. Ekkert gefið út í tíu ár „Við sömdum öll lögin sjálf og fengum Karl Olgeirsson með okkur. Ég settist niður með ukulele-ið mitt og ákvað að semja. Ég hef ekki gefið neitt út í tíu ár og hef meira og minna verið í leikhúsinu. Það var eitt af markmiðunum sem ég setti mér fyrir þetta ár, að gefa út nokkur lög.“ Selma segir að það hafi því verið frábært að fá pressuna að verða semja fyrir leiksýninguna. „Lagið kom rosalega auðveldlega til mín og í raun bara í einni beit.“ Lagið heitir Undir stjörnum en hér að ofan má hlusta á lagið. Að neðan er spjallið við Selmu í heild sinni. Undir lokin mætti Hvítvínskonan sjálf og ræddi við þáttastjórnendur og Selmu. Óhætt er að segja að samtalið hafi breyst með komu Hjálmars Arnar grínista í hlutverki hvítvínsdrekkandi konu. Tónlist Leikhús Bakaríið Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Sjá meira
Í viðtalinu fór Selma einnig yfir síðastliðið ár sem var aðeins öðruvísi hjá henni vegna samkomutakmarkana. Hún hafði samt sem áður nóg að gera og var til að mynda að vinna umtalsvert fyrir Netflix, hún sá um leikaraval fyrir Ófærð 3 og Kötlu. Selma lék einnig í sjónvarpsþáttaröðinni Verbúðin. Í framhaldinu kviknaði hugmyndin að gleðileiknum Bíddu bara. „Þetta lag samdi ég um leið og við vorum búnar að ákveða að semja sjálfar,“ segir Selma. Selma, Björk Jakobsdóttir og Salka Sól Eyfeld sömdu gleðileikinn, bæði handrit og lögin. Ekkert gefið út í tíu ár „Við sömdum öll lögin sjálf og fengum Karl Olgeirsson með okkur. Ég settist niður með ukulele-ið mitt og ákvað að semja. Ég hef ekki gefið neitt út í tíu ár og hef meira og minna verið í leikhúsinu. Það var eitt af markmiðunum sem ég setti mér fyrir þetta ár, að gefa út nokkur lög.“ Selma segir að það hafi því verið frábært að fá pressuna að verða semja fyrir leiksýninguna. „Lagið kom rosalega auðveldlega til mín og í raun bara í einni beit.“ Lagið heitir Undir stjörnum en hér að ofan má hlusta á lagið. Að neðan er spjallið við Selmu í heild sinni. Undir lokin mætti Hvítvínskonan sjálf og ræddi við þáttastjórnendur og Selmu. Óhætt er að segja að samtalið hafi breyst með komu Hjálmars Arnar grínista í hlutverki hvítvínsdrekkandi konu.
Tónlist Leikhús Bakaríið Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Sjá meira