Grétar bróðir þakklátur fyrir óvænt tækifæri hjá KR Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. maí 2021 10:32 Grétar Snær Gunnarsson mundar vinstri fótinn. vísir/vilhelm Grétar Snær Gunnarsson lék vel í miðri vörn KR þegar liðið vann Breiðablik, 0-2, á Kópavogsvelli í 1. umferð Pepsi Max-deildar karla á sunnudaginn. Hann kann einkar vel við sig í KR og ætlar að nýta tækifærið, sem kom nokkuð óvænt, til hins ítrasta eftir að hafa verið á flakki í nokkur ár. „Við erum mjög sáttir. Það unnu allir sína vinnu og þetta var mjög gott,“ sagði Grétar í samtali við Vísi í gær. Hann er uppalinn FH-ingur en tókst ekki að brjóta sér leið inn í byrjunarliðið þar. Hann lék sem lánsmaður með HK 2017, undir stjórn Heimis Guðjónssonar hjá HB í Færeyjum 2018, með Víkingi Ó. 2019 og Fjölni í fyrra. Hann hefur því farið víða þrátt fyrir að vera aðeins 24 ára. Fjölnismenn unnu ekki leik í Pepsi Max-deildinni og féllu. Þrátt fyrir það gerði Grétar nóg til að heilla forráðamenn KR sem föluðust eftir kröftum hans eftir tímabilið. „Markmiðið hefur alltaf verið að komast í toppfélögin á Íslandi þannig ég var alveg himinlifandi þegar ég heyrði í KR,“ sagði Grétar. Hann viðurkennir að hafa ekki búist við áhuga úr þeirri átt. „Já, ég get alveg sagt það. Það kom alveg á óvart. Ég bjóst ekki við því og þess vegna var þetta kannski sætara,“ sagði Grétar. Grétar Snær í leik með Fjölni í fyrra.vísir/vilhelm Í fyrra lék hann bæði á miðjunni og í vörninni en hjá KR hefur hann nánast eingöngu verið notaður í stöðu miðvarðar. „Ég átti að spila báðar stöður en kannski meira í miðverði þar sem Finnur [Tómas Pálmason] var líklega að fara. Það var því kannski líklegri staða,“ sagði Grétar. Hann er þakklátur fyrir traustið sem Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hefur sýnt honum. „Hann gaf mér tækifæri. Það voru meiðsli, Aron [Bjarki Jósepsson] var frá, og svo var Finnur að fara þannig að voru kannski ekki margir eftir. Það lá því beint við að ég fengi tækifæri til að standa mig. Hægt og rólega kom ég mér inn í þessa stöðu.“ Grétar hefur engan áhuga að gefa stöðu sína eftir. „Ég væri helst til í að halda henni,“ sagði hann léttur. KR hefur haft gott tak á Breiðabliki undanfarin ár og unnið sex leiki í röð gegn Kópavogsliðinu.vísir/vilhelm Í vetur og í leiknum gegn Breiðabliki lék Grétar í miðri vörn KR með Arnóri Sveini Aðalsteinssyni. Hann segir afar þægilegt að leika við hlið hans. „Það er geðveikt. Hann er ótrúlega rólegur, klár og þægilegur í að stýra. Hann kann þetta allt. Hann stýrir mér allan leikinn og ef ég gleymi mér eitthvað kallar hann í mig. Hann kennir mér þetta allt með hverjum leiknum,“ sagði Grétar. Dyggir hlustendur hlaðvarpsins Steve Dagskrá kannast kannski við Grétar sem Grétar bróður. En annar stjórnandi þáttarins, Andri Geir Gunnarsson, er einmitt bróðir Grétars. Hann kvartar ekki yfir viðurnefninu og segir að það sé ekki nýtt af nálinni. „Ég er alls ekki pirraður á þessu. Þetta er bara fyndið. Þetta hefur verið heillengi og fyrir Steve Dagskrá,“ sagði Grétar en fjölmargir þekkja hann sem Grétar bróðir án þess að kunna frekari deili á honum. „Það eru eiginlega alltof margir sem þekkja mig bara undir því. Þeir mega eiga það, Steve Dagskrá, að þeir hafa fengið þetta í gegn.“ Félagarnir í Steve Dagskrá, Andri Geir Gunnarsson og Vilhjálmur Freyr Hallsson, fylgjst með leik með Grétari bróður síðasta sumar.stöð 2 sport Sem fyrr sagði hefur Grétar verið á nokkru flakki síðustu ár og farið lengri leiðina á toppinn. Af þeim sökum kann hann enn betur að meta tækifærið sem hann fékk hjá KR. „Ég var í FH og það var erfitt fyrir mig að komast að þannig ég þurfti að fara á lán og spila. Allir staðirnir sem ég hef verið á voru mikilvægir fyrir mig í að verða betri og öðlast reynslu. Ég hef þurft að taka þetta í skrefum,“ sagði Grétar. „Maður hefur þurft að vinna fyrir þessu sem maður vildi. Eftir að hafa verið á léttu flakki er þetta klárlega aðeins sætara.“ Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir „Arnór er besti miðvörður deildarinnar að mínu mati" Rúnar Kristinsson þjálfari KR var hæstánægður með sitt lið eftir 2-0 sigur á Breiðabliki í 1.umferð Pepsi Max-deildar karla í knattspyrnu. 2. maí 2021 21:57 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 0-2 | KR-grýla Blika lifir enn góðu lífi KR vann góðan 2-0 útisigur á Breiðablik í 1.umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. Óskar Örn Hauksson og Kennie Chopart skoruðu mörk KR en bæði mörkin komu á fyrstu fimmtán mínútum leiksins. 2. maí 2021 22:30 Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Sjá meira
„Við erum mjög sáttir. Það unnu allir sína vinnu og þetta var mjög gott,“ sagði Grétar í samtali við Vísi í gær. Hann er uppalinn FH-ingur en tókst ekki að brjóta sér leið inn í byrjunarliðið þar. Hann lék sem lánsmaður með HK 2017, undir stjórn Heimis Guðjónssonar hjá HB í Færeyjum 2018, með Víkingi Ó. 2019 og Fjölni í fyrra. Hann hefur því farið víða þrátt fyrir að vera aðeins 24 ára. Fjölnismenn unnu ekki leik í Pepsi Max-deildinni og féllu. Þrátt fyrir það gerði Grétar nóg til að heilla forráðamenn KR sem föluðust eftir kröftum hans eftir tímabilið. „Markmiðið hefur alltaf verið að komast í toppfélögin á Íslandi þannig ég var alveg himinlifandi þegar ég heyrði í KR,“ sagði Grétar. Hann viðurkennir að hafa ekki búist við áhuga úr þeirri átt. „Já, ég get alveg sagt það. Það kom alveg á óvart. Ég bjóst ekki við því og þess vegna var þetta kannski sætara,“ sagði Grétar. Grétar Snær í leik með Fjölni í fyrra.vísir/vilhelm Í fyrra lék hann bæði á miðjunni og í vörninni en hjá KR hefur hann nánast eingöngu verið notaður í stöðu miðvarðar. „Ég átti að spila báðar stöður en kannski meira í miðverði þar sem Finnur [Tómas Pálmason] var líklega að fara. Það var því kannski líklegri staða,“ sagði Grétar. Hann er þakklátur fyrir traustið sem Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, hefur sýnt honum. „Hann gaf mér tækifæri. Það voru meiðsli, Aron [Bjarki Jósepsson] var frá, og svo var Finnur að fara þannig að voru kannski ekki margir eftir. Það lá því beint við að ég fengi tækifæri til að standa mig. Hægt og rólega kom ég mér inn í þessa stöðu.“ Grétar hefur engan áhuga að gefa stöðu sína eftir. „Ég væri helst til í að halda henni,“ sagði hann léttur. KR hefur haft gott tak á Breiðabliki undanfarin ár og unnið sex leiki í röð gegn Kópavogsliðinu.vísir/vilhelm Í vetur og í leiknum gegn Breiðabliki lék Grétar í miðri vörn KR með Arnóri Sveini Aðalsteinssyni. Hann segir afar þægilegt að leika við hlið hans. „Það er geðveikt. Hann er ótrúlega rólegur, klár og þægilegur í að stýra. Hann kann þetta allt. Hann stýrir mér allan leikinn og ef ég gleymi mér eitthvað kallar hann í mig. Hann kennir mér þetta allt með hverjum leiknum,“ sagði Grétar. Dyggir hlustendur hlaðvarpsins Steve Dagskrá kannast kannski við Grétar sem Grétar bróður. En annar stjórnandi þáttarins, Andri Geir Gunnarsson, er einmitt bróðir Grétars. Hann kvartar ekki yfir viðurnefninu og segir að það sé ekki nýtt af nálinni. „Ég er alls ekki pirraður á þessu. Þetta er bara fyndið. Þetta hefur verið heillengi og fyrir Steve Dagskrá,“ sagði Grétar en fjölmargir þekkja hann sem Grétar bróðir án þess að kunna frekari deili á honum. „Það eru eiginlega alltof margir sem þekkja mig bara undir því. Þeir mega eiga það, Steve Dagskrá, að þeir hafa fengið þetta í gegn.“ Félagarnir í Steve Dagskrá, Andri Geir Gunnarsson og Vilhjálmur Freyr Hallsson, fylgjst með leik með Grétari bróður síðasta sumar.stöð 2 sport Sem fyrr sagði hefur Grétar verið á nokkru flakki síðustu ár og farið lengri leiðina á toppinn. Af þeim sökum kann hann enn betur að meta tækifærið sem hann fékk hjá KR. „Ég var í FH og það var erfitt fyrir mig að komast að þannig ég þurfti að fara á lán og spila. Allir staðirnir sem ég hef verið á voru mikilvægir fyrir mig í að verða betri og öðlast reynslu. Ég hef þurft að taka þetta í skrefum,“ sagði Grétar. „Maður hefur þurft að vinna fyrir þessu sem maður vildi. Eftir að hafa verið á léttu flakki er þetta klárlega aðeins sætara.“
Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir „Arnór er besti miðvörður deildarinnar að mínu mati" Rúnar Kristinsson þjálfari KR var hæstánægður með sitt lið eftir 2-0 sigur á Breiðabliki í 1.umferð Pepsi Max-deildar karla í knattspyrnu. 2. maí 2021 21:57 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 0-2 | KR-grýla Blika lifir enn góðu lífi KR vann góðan 2-0 útisigur á Breiðablik í 1.umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. Óskar Örn Hauksson og Kennie Chopart skoruðu mörk KR en bæði mörkin komu á fyrstu fimmtán mínútum leiksins. 2. maí 2021 22:30 Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Sjá meira
„Arnór er besti miðvörður deildarinnar að mínu mati" Rúnar Kristinsson þjálfari KR var hæstánægður með sitt lið eftir 2-0 sigur á Breiðabliki í 1.umferð Pepsi Max-deildar karla í knattspyrnu. 2. maí 2021 21:57
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 0-2 | KR-grýla Blika lifir enn góðu lífi KR vann góðan 2-0 útisigur á Breiðablik í 1.umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. Óskar Örn Hauksson og Kennie Chopart skoruðu mörk KR en bæði mörkin komu á fyrstu fimmtán mínútum leiksins. 2. maí 2021 22:30