Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Þór/KA 1-2 | Karen María tryggði gestunum sigur Einar Kárason skrifar 4. maí 2021 20:30 Karen María skoraði sigurmark KA/Þórs í dag. Vísir/Vilhelm Boltinn fór loksins að rúlla aftur í Pepsi Max deild kvenna þegar ÍBV tók á móti Þór/KA í Vestmannaeyjum. Fór það svo að gestirnir unnu 2-1 sigur. Vel viðraði og létt gola lék um leikmenn á Hásteinsvelli í kvöld. Leikurinn fór skemmtilega af stað og áttu bæði lið færi á upphafsmínútunum. Eyjastúlkur sóttu ívið meira og dró til tíðinda strax eftir tíu mínútna leik þegar Kristjana Sigurz átti frábæra fyrirgjöf inn í teig af hægri kantinum, beint á kollinn á Delaney Baie Pridham sem skallaði boltann framhjá Hörpu Jóhannsdóttur í marki Þór/KA. D.B. Pridham hefði átt að tvöfalda og jafnvel þrefalda forskot ÍBV stuttu síðar en hún fékk tvö afbragðsfæri. Fyrst skaut hún framhjá en í seinna skiptið sá Harpa vel við henni af stuttu færi. Liðin sóttu til skiptis og var þetta eins og borðtennisleikur lengst af í fyrri hálfleiknum en þegar flautað var til hálfleiks leiddu heimastúlkur 1-0. ÍBV hóf síðari hálfleikinn eins og þær spiluðu í þeim fyrri en þær sóttu og sóttu án árangurs þrátt fyrir fín færi. Harpa stóð vaktina vel ásamt því að boltinn hafnaði nokkrum sinnum í þverslánni. Gestirnir komu sér hægt og rólega inn í leikinn í síðari hálfleiknum og eftir rúman klukkustundar leik náðu þær að jafna leikinn. Þar var að verki Hulda Ósk Jónsdóttir sem skoraði glæsilegt mark þegar hún fékk boltann úti á vinstri kantinum, lék á eina, tvær, þrjár Eyjastúlkur áður en hún skaut boltanum í netið úr þröngu færi, framhjá Auði Sveinbjörnsdóttur Scheving í marki ÍBV. Staðan orðin 1-1 og gestirnir komnir með blóð á tennurnar. Bæði lið áttu tilraunir að marki næstu mínútur en það voru Akureyringar sem uppskáru eftir góðan kafla. Helena Jónsdóttir, sem annars átti mjög góðan leik, átti þá misheppnaða hreinsun undir pressu frá Kareni Maríu Sigurgeirsdóttur. Boltinn datt fyrir Kareni sem var óvænt komin alein gegn Auði í markinu sem kom engum vörnum við þegar Karen skaut að marki. Boltinn alveg úti við stöng og Þór/KA komnar yfir. Lítið gerðist síðustu fimm mínúturnar en þrátt fyrir að ÍBV væri með boltann nánast allan tímann náðu þær ekki að ógna marki gestanna. Leik lauk því með 1-2 endurkomu sigri Þórs/KA sem fögnuðu vel og innilega. Andri Ólafs: Sáttur með okkar leik Andri Ólafsson (fyrir miðju) var sáttur með frammistöðu leikmanna sinna í kvöld.Vísir/Elín Björg ,,Geggjað að vera komin af stað, frábærar aðstæður," sagði Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, eftir leik. ,,Ég er mjög sáttur með okkar leik, fyrir utan það að við klúðrum ansi mörgum færum svo að niðurstaðan er hrikalega svekkjandi." ,,Við héldum þeim nokkurnveginn allan fyrri hálfleikinn. Fyrri hálfleikur var hrikalega góður hjá okkur. Við byrjum seinni hálfleikinn nokkuð vel og fáum nóg af færum til að klára leikinn eða koma okkur tveimur mörkum yfir. Á meðan það er bara eitt mark þá er þetta hættan sem er fyrir hendi." ,,Við fórum yfir fyrir leikinn að það koma slæmir kaflar hjá okkur sem standa yfir í kannski eina mínútu. Eins og í fyrra markinu þar sem það eru líklega fjórtán mistök áður en markið kemur. Í öðru markinu ætlum við að spila út frá markmanni og við stöndum bara og föllum með því." ,,Það er klárlega eitthvað að byggja á en við verðum að nýta færin og bara áfram gakk," sagði Andri að lokum. Pepsi Max-deild kvenna ÍBV Þór Akureyri KA
Boltinn fór loksins að rúlla aftur í Pepsi Max deild kvenna þegar ÍBV tók á móti Þór/KA í Vestmannaeyjum. Fór það svo að gestirnir unnu 2-1 sigur. Vel viðraði og létt gola lék um leikmenn á Hásteinsvelli í kvöld. Leikurinn fór skemmtilega af stað og áttu bæði lið færi á upphafsmínútunum. Eyjastúlkur sóttu ívið meira og dró til tíðinda strax eftir tíu mínútna leik þegar Kristjana Sigurz átti frábæra fyrirgjöf inn í teig af hægri kantinum, beint á kollinn á Delaney Baie Pridham sem skallaði boltann framhjá Hörpu Jóhannsdóttur í marki Þór/KA. D.B. Pridham hefði átt að tvöfalda og jafnvel þrefalda forskot ÍBV stuttu síðar en hún fékk tvö afbragðsfæri. Fyrst skaut hún framhjá en í seinna skiptið sá Harpa vel við henni af stuttu færi. Liðin sóttu til skiptis og var þetta eins og borðtennisleikur lengst af í fyrri hálfleiknum en þegar flautað var til hálfleiks leiddu heimastúlkur 1-0. ÍBV hóf síðari hálfleikinn eins og þær spiluðu í þeim fyrri en þær sóttu og sóttu án árangurs þrátt fyrir fín færi. Harpa stóð vaktina vel ásamt því að boltinn hafnaði nokkrum sinnum í þverslánni. Gestirnir komu sér hægt og rólega inn í leikinn í síðari hálfleiknum og eftir rúman klukkustundar leik náðu þær að jafna leikinn. Þar var að verki Hulda Ósk Jónsdóttir sem skoraði glæsilegt mark þegar hún fékk boltann úti á vinstri kantinum, lék á eina, tvær, þrjár Eyjastúlkur áður en hún skaut boltanum í netið úr þröngu færi, framhjá Auði Sveinbjörnsdóttur Scheving í marki ÍBV. Staðan orðin 1-1 og gestirnir komnir með blóð á tennurnar. Bæði lið áttu tilraunir að marki næstu mínútur en það voru Akureyringar sem uppskáru eftir góðan kafla. Helena Jónsdóttir, sem annars átti mjög góðan leik, átti þá misheppnaða hreinsun undir pressu frá Kareni Maríu Sigurgeirsdóttur. Boltinn datt fyrir Kareni sem var óvænt komin alein gegn Auði í markinu sem kom engum vörnum við þegar Karen skaut að marki. Boltinn alveg úti við stöng og Þór/KA komnar yfir. Lítið gerðist síðustu fimm mínúturnar en þrátt fyrir að ÍBV væri með boltann nánast allan tímann náðu þær ekki að ógna marki gestanna. Leik lauk því með 1-2 endurkomu sigri Þórs/KA sem fögnuðu vel og innilega. Andri Ólafs: Sáttur með okkar leik Andri Ólafsson (fyrir miðju) var sáttur með frammistöðu leikmanna sinna í kvöld.Vísir/Elín Björg ,,Geggjað að vera komin af stað, frábærar aðstæður," sagði Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, eftir leik. ,,Ég er mjög sáttur með okkar leik, fyrir utan það að við klúðrum ansi mörgum færum svo að niðurstaðan er hrikalega svekkjandi." ,,Við héldum þeim nokkurnveginn allan fyrri hálfleikinn. Fyrri hálfleikur var hrikalega góður hjá okkur. Við byrjum seinni hálfleikinn nokkuð vel og fáum nóg af færum til að klára leikinn eða koma okkur tveimur mörkum yfir. Á meðan það er bara eitt mark þá er þetta hættan sem er fyrir hendi." ,,Við fórum yfir fyrir leikinn að það koma slæmir kaflar hjá okkur sem standa yfir í kannski eina mínútu. Eins og í fyrra markinu þar sem það eru líklega fjórtán mistök áður en markið kemur. Í öðru markinu ætlum við að spila út frá markmanni og við stöndum bara og föllum með því." ,,Það er klárlega eitthvað að byggja á en við verðum að nýta færin og bara áfram gakk," sagði Andri að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti