Stærðarmunur á forsetahjónum vekur furðu Kjartan Kjartansson skrifar 4. maí 2021 15:01 Myndin sem vakti kátínu og furðu netverja, frá vinstri: Jill Biden, Jimmy Carter, Rosalynn Carter og Joe Biden. Hvíta húsið/Carter-miðstöðin Mynd af forsetahjónum Bandaríkjanna með Jimmy Carter, fyrrverandi forseta, og Rosalynn eiginkonu hans, hefur vakið mikla furðu og kátínu á samfélagsmiðlum. Á henni virðast Biden-hjónin eins og risar við hlið Carter-hjónanna en allt á það sér þó einfaldari skýringar. Joe og Jill Biden, núverandi forsetahjón Bandaríkjanna, heimsóttu Carter-hjónin á heimili þeirra í Georgíu fyrir helgi. Eftir heimsóknina birtu Hvíta húsið og Carter-miðstöðin mynd sem var tekin af því tilefni þar sem Biden-hjónin krjúpa við hlið Carter-hjónanna sem sitja í hægindastólum. Á henni virðast Biden-hjónin gnæfa yfir nær dvergvöxnum Carter-hjónunum. Netverjar og aðrir gárungar furðuðu sig fljótt á stærðarmuninum. Washington Post segir að í morgun hafi fleiri en þrettán þúsund manns deilt myndinni á samfélagsmiðlinum Twitter með spurningum um hvort að Biden-hjónin séu risar, Carter-hjónin agnarsmá og hvort að myndin hafi verið tekin í leikmyndinni fyrir kvikmyndirnar um Hobbitana, ættbálk smávaxins mannfólks í söguheimi Hringadróttinssögu eftir J.R.R. Tolkien. Joe and Jill Biden this afternoon pic.twitter.com/tPngeKaB7V— Mike Scollins (@mikescollins) May 4, 2021 Bandaríska blaðið bendir þó á að svarið sé einfaldara en svo. Hæðarmunur er á Biden-hjónunum og Carter-hjónunum en þau fyrrnefndu eru þó nokkuð hærri. Þá eru Carter-hjónin eldri en núverandi forsetahjónin. Jimmy Carter er 96 ára og Rosalynn er 93 ára. Þekkt er að fólk skreppur saman með aldrinum. Fleira spilar þó inn í sem tengist myndatökunni sjálfri. Bæði virðist myndin hafa verið tekin með víðri linsu og miklu blossaljósi. Þrátt fyrir að Biden forseti krjúpi töluvert fyrir framan Rosalynn Carter dragi blossaljósið úr skuggum sem leika lykilhlutverk í dýptarskynjum á ljósmyndum. Þannig virðast þau hlið við hlið á myndinni. Víð linsan, sem líklega var notuð til að ná hjónunum saman í þröngu rými á einni mynd, ýkir þau áhrif. There. I fixed it. pic.twitter.com/dmjLiX3oXk— Deonardo La Vinci (@DeonardoLeVinci) May 4, 2021 Bandaríkin Jimmy Carter Joe Biden Grín og gaman Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Joe og Jill Biden, núverandi forsetahjón Bandaríkjanna, heimsóttu Carter-hjónin á heimili þeirra í Georgíu fyrir helgi. Eftir heimsóknina birtu Hvíta húsið og Carter-miðstöðin mynd sem var tekin af því tilefni þar sem Biden-hjónin krjúpa við hlið Carter-hjónanna sem sitja í hægindastólum. Á henni virðast Biden-hjónin gnæfa yfir nær dvergvöxnum Carter-hjónunum. Netverjar og aðrir gárungar furðuðu sig fljótt á stærðarmuninum. Washington Post segir að í morgun hafi fleiri en þrettán þúsund manns deilt myndinni á samfélagsmiðlinum Twitter með spurningum um hvort að Biden-hjónin séu risar, Carter-hjónin agnarsmá og hvort að myndin hafi verið tekin í leikmyndinni fyrir kvikmyndirnar um Hobbitana, ættbálk smávaxins mannfólks í söguheimi Hringadróttinssögu eftir J.R.R. Tolkien. Joe and Jill Biden this afternoon pic.twitter.com/tPngeKaB7V— Mike Scollins (@mikescollins) May 4, 2021 Bandaríska blaðið bendir þó á að svarið sé einfaldara en svo. Hæðarmunur er á Biden-hjónunum og Carter-hjónunum en þau fyrrnefndu eru þó nokkuð hærri. Þá eru Carter-hjónin eldri en núverandi forsetahjónin. Jimmy Carter er 96 ára og Rosalynn er 93 ára. Þekkt er að fólk skreppur saman með aldrinum. Fleira spilar þó inn í sem tengist myndatökunni sjálfri. Bæði virðist myndin hafa verið tekin með víðri linsu og miklu blossaljósi. Þrátt fyrir að Biden forseti krjúpi töluvert fyrir framan Rosalynn Carter dragi blossaljósið úr skuggum sem leika lykilhlutverk í dýptarskynjum á ljósmyndum. Þannig virðast þau hlið við hlið á myndinni. Víð linsan, sem líklega var notuð til að ná hjónunum saman í þröngu rými á einni mynd, ýkir þau áhrif. There. I fixed it. pic.twitter.com/dmjLiX3oXk— Deonardo La Vinci (@DeonardoLeVinci) May 4, 2021
Bandaríkin Jimmy Carter Joe Biden Grín og gaman Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira