Mörgum milljörðum komið undan: „Þetta er að gerast fyrir framan nefið á okkur“ Birgir Olgeirsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 5. maí 2021 13:49 Theodóra Emilsdóttir, settur skattrannsóknastjóri. Skattrannsóknarstjóri telur að einn milljarður hafi tapast í fyrra vegna nokkurra mála sem eru til rannsóknar sem tengjast skipulögðum glæpahópum. Talið sé að mörgum milljörðum sé komið undan á ári hverju með slíkri svikastarfsemi. Í Kompás er fjallað um skipulagða glæpastarfsemi og margvíslega áhrif hennar á íslenskt samfélag. Lögreglan er á því að þetta sé ein mesta ógn sem steðjar að samfélagi okkar. Skattrannsóknastjóri rannsakar brot sem tengjast skiplögðum glæpum og varða útgáfu tilhæfulausra reikninga þar sem fyrirtæki, jafnvel með engan rekstur á bak við sig, eru nýtt til að koma peningum undan skatti. Í mörgum tilfellum eru leppar hafðir sem eigendur fyrirtækjanna, þeir gefa út reikning á annað fyrirtæki sem greiðir upphæðina. Hún er tekin út í reiðufé og skilað til þeirra sem greiddu reikninginn. Tilhæfulausir reikningar Þegar búið er að þvætta peningana á bílaþvottastöðinni vilja glæpahóparnir koma þeim undan skattinum. Þá stofna þeir annað félag; segjum t.d. sápufyrirtæki, sem er þó með engan rekstur á bak við sig. Sápufyrirtækið er notað í þeim eina tilgangi að gefa út reikninga á bílaþvottastöðina fyrir háar fjárhæðir. Bílaþvottastöðin greiðir sápufyrirtækinu og eigandi sápufyrirtækisins fer í bankann, tekur út upphæðina í reiðufé og skilar henni aftur til eigenda bílaþvottastöðvarinnar. „Sem nota þá í þeim tilgangi að lækka sína skattbyrði. Að greiða út svört laun, til að ná út fjármunum úr rekstrinum. Þetta sjáum við mikið í auknum mæli síðustu árin," segir Theodóra Emilsdóttir, settur skattrannsóknastjóri. Varnaðaráhrifin hafi lítið að segja. „Í skattsvikamálum þá færðu skilorðsbundinn dóm og háar fésektir sem fást ekki greiddar og það er hægt að taka það út í samfélagsþjónustu. Þannig er verið að milda refsinguna til muna." Vilji er fyrir því innan embættisins að geta brugðist strax við grunsamlegu athæfi fyrirtækja en eins og sakir standa geta liðið mörg ár þar til eitthvað sé hægt að gera eins og lagaumhverfið er í dag. „Þetta er að gerast fyrir framan nefið á okkur, við sjáum þetta gerast og það þarf að grípa strax inn í," segir Theodóra Emilsdóttir. Kompás Skattar og tollar Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Í Kompás er fjallað um skipulagða glæpastarfsemi og margvíslega áhrif hennar á íslenskt samfélag. Lögreglan er á því að þetta sé ein mesta ógn sem steðjar að samfélagi okkar. Skattrannsóknastjóri rannsakar brot sem tengjast skiplögðum glæpum og varða útgáfu tilhæfulausra reikninga þar sem fyrirtæki, jafnvel með engan rekstur á bak við sig, eru nýtt til að koma peningum undan skatti. Í mörgum tilfellum eru leppar hafðir sem eigendur fyrirtækjanna, þeir gefa út reikning á annað fyrirtæki sem greiðir upphæðina. Hún er tekin út í reiðufé og skilað til þeirra sem greiddu reikninginn. Tilhæfulausir reikningar Þegar búið er að þvætta peningana á bílaþvottastöðinni vilja glæpahóparnir koma þeim undan skattinum. Þá stofna þeir annað félag; segjum t.d. sápufyrirtæki, sem er þó með engan rekstur á bak við sig. Sápufyrirtækið er notað í þeim eina tilgangi að gefa út reikninga á bílaþvottastöðina fyrir háar fjárhæðir. Bílaþvottastöðin greiðir sápufyrirtækinu og eigandi sápufyrirtækisins fer í bankann, tekur út upphæðina í reiðufé og skilar henni aftur til eigenda bílaþvottastöðvarinnar. „Sem nota þá í þeim tilgangi að lækka sína skattbyrði. Að greiða út svört laun, til að ná út fjármunum úr rekstrinum. Þetta sjáum við mikið í auknum mæli síðustu árin," segir Theodóra Emilsdóttir, settur skattrannsóknastjóri. Varnaðaráhrifin hafi lítið að segja. „Í skattsvikamálum þá færðu skilorðsbundinn dóm og háar fésektir sem fást ekki greiddar og það er hægt að taka það út í samfélagsþjónustu. Þannig er verið að milda refsinguna til muna." Vilji er fyrir því innan embættisins að geta brugðist strax við grunsamlegu athæfi fyrirtækja en eins og sakir standa geta liðið mörg ár þar til eitthvað sé hægt að gera eins og lagaumhverfið er í dag. „Þetta er að gerast fyrir framan nefið á okkur, við sjáum þetta gerast og það þarf að grípa strax inn í," segir Theodóra Emilsdóttir.
Tilhæfulausir reikningar Þegar búið er að þvætta peningana á bílaþvottastöðinni vilja glæpahóparnir koma þeim undan skattinum. Þá stofna þeir annað félag; segjum t.d. sápufyrirtæki, sem er þó með engan rekstur á bak við sig. Sápufyrirtækið er notað í þeim eina tilgangi að gefa út reikninga á bílaþvottastöðina fyrir háar fjárhæðir. Bílaþvottastöðin greiðir sápufyrirtækinu og eigandi sápufyrirtækisins fer í bankann, tekur út upphæðina í reiðufé og skilar henni aftur til eigenda bílaþvottastöðvarinnar.
Kompás Skattar og tollar Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira