Anníe Mist: Það fallegasta í heiminum er að vera þú sjálfur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2021 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir er að reyna að tryggja sér þáttökurétt á heimsleikunum í CrossFit í haust en hún hefur tíu sinnum keppt um heimsmeistaratitilinn. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir er brautryðjandi í sögu CrossFit á Íslandi og þeim árangri hefði hún ekki náð nema að hafa trú á sjálfri og á því að feta nýja slóð. Anníe Mist heldur áfram að tala kjark og þor í fylgjendur sína sem eru yfir 1,3 milljónir talsins á Instagram. Anníe leggur áherslu á það í síðustu færslu sinni að hversu mikilvægt það sé að læra að hvíla sig en hætta ekki. Anníe kom sjálf til baka eftir erfið bakmeiðsli og hún er núna að snúa aftur eftir að hafa eignast stúlkubarn í ágústmánuði síðastliðnum. Það hefur reynt á en um leið hefur hún enn á ný tekið að sér hlutverk fyrirmyndarinnar og leyft öllum heiminum að fylgjast náið með ferlinu. Anníe Mist hefur tvisvar unnið heimsmeistaratitilinn í CrossFit og fimm sinnum komist á verðlaunpall á heimsleikunum. Núna hefur hún sett stefnuna á því að komast á sína elleftu heimsleika á ferlinum. Hún varð efst íslensku stelpnanna í átta manna úrslitunum en keppir á sínu undanúrslitamótin í júní. „Ef þú verður þreyttur, lærðu að hvíla þig en ekki að hætta,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir í færslu á Instagram síðu sinni en þar skrifar um hluti sem enginn má gleyma. „Eina leiðin til að ná árangri er að vera stöðugur. Vöxtur er vöxtur, sama hve lítill hann er,“ skrifaði Anníe. „Samanburður við aðra stelur af þér ánægjunni,“ skrifaði Anníe eða „Comparison is the THIEF of joy,“ upp á ensku. Hún endar síðan með því að leggja áherslu á að hver og einn eigi að standa með sjálfum sér en ekki að reyna að vera einhver annar. „Það fallegasta í heimi er að vera þú sjálfur,“ skrifaði Anníe Mist en það má sjá færslu hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Handbolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Sjá meira
Anníe Mist heldur áfram að tala kjark og þor í fylgjendur sína sem eru yfir 1,3 milljónir talsins á Instagram. Anníe leggur áherslu á það í síðustu færslu sinni að hversu mikilvægt það sé að læra að hvíla sig en hætta ekki. Anníe kom sjálf til baka eftir erfið bakmeiðsli og hún er núna að snúa aftur eftir að hafa eignast stúlkubarn í ágústmánuði síðastliðnum. Það hefur reynt á en um leið hefur hún enn á ný tekið að sér hlutverk fyrirmyndarinnar og leyft öllum heiminum að fylgjast náið með ferlinu. Anníe Mist hefur tvisvar unnið heimsmeistaratitilinn í CrossFit og fimm sinnum komist á verðlaunpall á heimsleikunum. Núna hefur hún sett stefnuna á því að komast á sína elleftu heimsleika á ferlinum. Hún varð efst íslensku stelpnanna í átta manna úrslitunum en keppir á sínu undanúrslitamótin í júní. „Ef þú verður þreyttur, lærðu að hvíla þig en ekki að hætta,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir í færslu á Instagram síðu sinni en þar skrifar um hluti sem enginn má gleyma. „Eina leiðin til að ná árangri er að vera stöðugur. Vöxtur er vöxtur, sama hve lítill hann er,“ skrifaði Anníe. „Samanburður við aðra stelur af þér ánægjunni,“ skrifaði Anníe eða „Comparison is the THIEF of joy,“ upp á ensku. Hún endar síðan með því að leggja áherslu á að hver og einn eigi að standa með sjálfum sér en ekki að reyna að vera einhver annar. „Það fallegasta í heimi er að vera þú sjálfur,“ skrifaði Anníe Mist en það má sjá færslu hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Handbolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Sjá meira