Finnur Tómas hefur verið utan hóps hjá sænska félaginu í síðustu leikjum en KR-ingar fá þarna góðan liðstyrk.
Fótbolti.net segir frá því að Finnur lendi á Íslandi í dag og að hann komi til með að auka breiddina í varnarlínu Vesturbæjarliðsins.
Lítið grínast í Vesturbæhttps://t.co/j8peTBKBzM
— Sæbjörn Steinke (@saebjornth) May 6, 2021
Finnur Tómas er tvítugur síðan í febrúar og varð Íslandsmeistari með KR-ingum sumarið árið 2019 þegar hann sló í gegn á sínu fyrsta tímabili í meistaraflokki félagsins.
Finnur Tómas Pálmason fór frá KR til sænska félagsins í janúar og skrifaði undir samning út árið 2024.
Næstu leikir KR eru á móti KA á morgun og svo á móti Fylki á miðvikudaginn. KR vann 2-0 sigur á Breiðabliki í fyrstu umferðinni og byrjaði því mótið frábærlega.