„Þetta er stórt skref fyrir mig en lítið fyrir samfélagið allt“ Atli Ísleifsson skrifar 6. maí 2021 10:13 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands í Laugardalshöll. Vísir/Vilhelm „Ég fann eiginlega ekkert fyrir þessu, þannig að núna er ég bara kátur og glaður með að hafa fengið mína bólusetningu. Þetta er stórt skref fyrir mig en lítið fyrir samfélagið allt.“ Þetta sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti eftir að hafa fengið bóluefnasprautu í Laugardalshöllinni í morgun. Bólusett er með AstraZeneca í dag og er um að ræða stærsta bólusetningardaginn til þessa. Guðni segir að sér þyki hafa tekist alveg einstaklega vel til við bólusetningarnar. „Mér finnst við sjá hér í hnotskurn hvernig það gerist að okkur tekst að vinna bug á þessum vágesti. Ég man svo vel eftir óttanum, áhyggjunum, uggnum fyrir rúmu ári. „Hvað er að gerast? Hvernig mun okkur takast að bregðast við?“ Nú höfum við séð hér í sameiningu mátt samvinnu, mátt vísindanna og almenna skynsemi Íslendinga.“ Vísir/Vilhelm Lífið allt útreiknuð áhætta Forseti segist hafa verið spurður að því áður hvort að hann vildi ekki ganga á undan með góðu fordæmi, fá bóluefni á undan fjöldanum og sýna fólki fram á að nú þyftum við öll að láta bólusetja okkur. „Þess þurfti bara ekki. Íslendingar upp til hópa eru skynsamt fólk. Þeim hefur tekist að vega og meta áhættu sem fylgir því að láta bólusetja sig sem er svo agnarsmá að niðurstaðan er augljós. Allt okkar líf er útreiknuð áhætta og nú fagna ég því að fá bóluefni sem ver mig og samfélagið allt gegn þessum vágesti. Svona mun okkur takast að hafa betur. Þannig að ég er bara kátur og reifur.“ Sjá má viðtalið í heild sinni að neðan. Ferðast innanlands Guðni segir að þetta ekki endilega hafa mikil áhrif á hans plön í sumar. Fjölskyldan fari hægt og rólega inn í sumarið og þau sjái fyrir sig að ferðast innanlands í sumar. „Auðvitað er það samt þannig að þegar okkur hefur tekist að bólusetja sem flesta þá er okkur fleiri vegir færir.“ Vísir/Vilhelm Guðni sagði jafnframt frá því að hann hafi fylgst með blöndun bóluefnisins í morgun og sagðist heillaður af skipulaginu þar og í sjálfum bólusetningarsalnum. „Þar er fólk sem er ekki eins mikið í sviðsljósinu en vinnur nauðsynlegan þátt þessa starfs alls saman. Enn ein sönnun þess að það eru margar hendur sem vinna þetta verk og engin keðja sterkari en veikasti hlekkurinn og það er hvergi veikan blett að finna í þessari keðju,“ segir Guðni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Forseti Íslands Tengdar fréttir Guðni forseti bólusettur í HÚ!-bolnum sínum Guðni Th. Jóhannesson forseti var bólusettur í Laugardalshöllinni í morgun. Hann var bólusettur með bóluefni AstraZeneca. 6. maí 2021 09:12 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Bólusett er með AstraZeneca í dag og er um að ræða stærsta bólusetningardaginn til þessa. Guðni segir að sér þyki hafa tekist alveg einstaklega vel til við bólusetningarnar. „Mér finnst við sjá hér í hnotskurn hvernig það gerist að okkur tekst að vinna bug á þessum vágesti. Ég man svo vel eftir óttanum, áhyggjunum, uggnum fyrir rúmu ári. „Hvað er að gerast? Hvernig mun okkur takast að bregðast við?“ Nú höfum við séð hér í sameiningu mátt samvinnu, mátt vísindanna og almenna skynsemi Íslendinga.“ Vísir/Vilhelm Lífið allt útreiknuð áhætta Forseti segist hafa verið spurður að því áður hvort að hann vildi ekki ganga á undan með góðu fordæmi, fá bóluefni á undan fjöldanum og sýna fólki fram á að nú þyftum við öll að láta bólusetja okkur. „Þess þurfti bara ekki. Íslendingar upp til hópa eru skynsamt fólk. Þeim hefur tekist að vega og meta áhættu sem fylgir því að láta bólusetja sig sem er svo agnarsmá að niðurstaðan er augljós. Allt okkar líf er útreiknuð áhætta og nú fagna ég því að fá bóluefni sem ver mig og samfélagið allt gegn þessum vágesti. Svona mun okkur takast að hafa betur. Þannig að ég er bara kátur og reifur.“ Sjá má viðtalið í heild sinni að neðan. Ferðast innanlands Guðni segir að þetta ekki endilega hafa mikil áhrif á hans plön í sumar. Fjölskyldan fari hægt og rólega inn í sumarið og þau sjái fyrir sig að ferðast innanlands í sumar. „Auðvitað er það samt þannig að þegar okkur hefur tekist að bólusetja sem flesta þá er okkur fleiri vegir færir.“ Vísir/Vilhelm Guðni sagði jafnframt frá því að hann hafi fylgst með blöndun bóluefnisins í morgun og sagðist heillaður af skipulaginu þar og í sjálfum bólusetningarsalnum. „Þar er fólk sem er ekki eins mikið í sviðsljósinu en vinnur nauðsynlegan þátt þessa starfs alls saman. Enn ein sönnun þess að það eru margar hendur sem vinna þetta verk og engin keðja sterkari en veikasti hlekkurinn og það er hvergi veikan blett að finna í þessari keðju,“ segir Guðni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Forseti Íslands Tengdar fréttir Guðni forseti bólusettur í HÚ!-bolnum sínum Guðni Th. Jóhannesson forseti var bólusettur í Laugardalshöllinni í morgun. Hann var bólusettur með bóluefni AstraZeneca. 6. maí 2021 09:12 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Guðni forseti bólusettur í HÚ!-bolnum sínum Guðni Th. Jóhannesson forseti var bólusettur í Laugardalshöllinni í morgun. Hann var bólusettur með bóluefni AstraZeneca. 6. maí 2021 09:12