Rjúfa þarf vítahring átaka og hungurs Heimsljós 6. maí 2021 12:11 gunnisal Að minnsta kosti 155 milljónir manna búa við alvarlegan matarskort í heiminum. „Átök og hungur eru tvær hliðar á sama peningnum. Því þarf samtímis að ráðast gegn átökum og hungri. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að binda endi á þennan vítahring. Það er forsenda stöðugleika og friðar,“ segir António Guterres framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í formála nýrrar skýrslu um fæðuóöryggi í heiminum á síðasta ári. Þá bjuggu að minnsta kosti 155 milljónir manna við alvarlegan matarskort, fleiri en síðustu fimm árin. Sameinuðu þjóðirnar gefa árlega út í samstarfi við Evrópubandalagið og ýmsar alþjóðastofnanir skýrslu um fæðuóöryggi og samkvæmt nýju skýrslunni fjölgaði hungruðum á síðasta ári um 20 milljónir manna frá árinu 2019. Meginástæðurnar eru sem fyrr vopnuð átök og öfgar í veðurfari en á síðasta ári leiddi líka efnahagssamdráttur vegna COVID-19 til fjölgunar þeirra sem vart höfðu til hnífs og skeiðar. Hungraðir voru hlutfallslega flestir í Afríkuríkjum. Vopnuð átök voru meginskýring á sulti 100 milljóna manna, 40 milljónir bjuggu við alvarlegan matarskort vegna efnahagsáfalla og öfgar í veðurfari skýrðu alvarlegan fæðuskort hjá 16 milljónum Afríkubúa. Verst var ástandið í Burkina Fasó og Suður-Súdan en í öðrum heimshlutum voru Jemen, Afganistan, Sýrland og Haítí í hópi ríkja með hátt hlutfall hungraðra. Í skýrslunni kemur fram að stríðsátök verði áfram meginástæða matvælaskorts á þessu ári. Ýmiss neikvæð áhrif í tengslum við COVID-19 og öfgar í veðurfari skýri þó áfram alvarlegan matarskort í mörgum ríkjum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent
„Átök og hungur eru tvær hliðar á sama peningnum. Því þarf samtímis að ráðast gegn átökum og hungri. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að binda endi á þennan vítahring. Það er forsenda stöðugleika og friðar,“ segir António Guterres framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í formála nýrrar skýrslu um fæðuóöryggi í heiminum á síðasta ári. Þá bjuggu að minnsta kosti 155 milljónir manna við alvarlegan matarskort, fleiri en síðustu fimm árin. Sameinuðu þjóðirnar gefa árlega út í samstarfi við Evrópubandalagið og ýmsar alþjóðastofnanir skýrslu um fæðuóöryggi og samkvæmt nýju skýrslunni fjölgaði hungruðum á síðasta ári um 20 milljónir manna frá árinu 2019. Meginástæðurnar eru sem fyrr vopnuð átök og öfgar í veðurfari en á síðasta ári leiddi líka efnahagssamdráttur vegna COVID-19 til fjölgunar þeirra sem vart höfðu til hnífs og skeiðar. Hungraðir voru hlutfallslega flestir í Afríkuríkjum. Vopnuð átök voru meginskýring á sulti 100 milljóna manna, 40 milljónir bjuggu við alvarlegan matarskort vegna efnahagsáfalla og öfgar í veðurfari skýrðu alvarlegan fæðuskort hjá 16 milljónum Afríkubúa. Verst var ástandið í Burkina Fasó og Suður-Súdan en í öðrum heimshlutum voru Jemen, Afganistan, Sýrland og Haítí í hópi ríkja með hátt hlutfall hungraðra. Í skýrslunni kemur fram að stríðsátök verði áfram meginástæða matvælaskorts á þessu ári. Ýmiss neikvæð áhrif í tengslum við COVID-19 og öfgar í veðurfari skýri þó áfram alvarlegan matarskort í mörgum ríkjum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent