Röðin aldrei lengri í pylsupartýið í Laugardalshöll Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. maí 2021 16:49 Stemmningunni í Laugardalshöll í dag hefur verið líkt við pylsupartý enda voru karlmenn í miklum meirihluta eftir því sem leið á daginn. Vísir/Vilhelm Aldrei hafa fleiri verið bólusettir fyrir Covid-19 í Laugardalshöll og í dag. Um fjórtán þúsund manns voru boðaðir í sprautu og stefnir í að 12800 verði sprautaðir með bóluefni AstraZeneca á þessum sólríka degi í höfuðborginni. Stemmningunni í Laugardalshöll í dag hefur verið lýst sem pylsupartýi vegna þess að langflestir sem fengu sprautu í dag eru karlmenn. Ástæðan er sú að konur yngri en 55 ára fá ekki bóluefni AstraZeneca sem er bóluefnið sem notað var í dag. „Þetta var Svandís og strákarnir,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var á meðal þeirra sem bólusett voru fyrir hádegi. Eftir hádegi má segja að karlarnir hafi átt sviðið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fékk sprautu með bóluefni AstraZeneca í dag.Vísir/vilhelm Ragnheiður Ósk var að blanda í síðustu sprauturnar nú á fimmta tímanum og á leiðinni niður í Laugardalshöll. Þar verða þau þar til sprauta númer 12800 hefur verið gefin á eftir. „Þetta er langstærsti dagurinn,“ segir Ragnheiður Ósk en aldrei hafa fleiri verið bólusettir. Nú síðdegis var röðin inn í Laugardalshöll orðin lengri en nokkru sinni fyrr eins og sjá má á myndinni að ofan. Vísir/Vilhelm „Þetta hefur gengið rosalega vel, eins og smurð vél.“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fékk sprautu í morgun og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sömuleiðis síðar í dag. Astra komið á sinn stað. Gaman að sjá framkvæmdina í Laugardalshöll, allt til fyrirmyndar. Það birtir til.Posted by Bjarni Benediktsson on Thursday, May 6, 2021 Á morgun verður rólegra að gera í Laugardalshöll en þá verða um þrjú þúsund manns með undirliggjandi sjúkdóma sprautaðir með bóluefni Moderna. Mikil stemmning var í Laugardalshöllinni í dag eins og undanfarna daga en Daddi disco þeytir skífum með hressandi tónlist allan liðlangan daginn. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Daddi Disco þeytir skífum í Laugardalshöllinni „Ég er í miðri skiptingu á lagi. Þetta er geggjað, Guðni forseti var hérna áðan eins og hans árgangur,“ segir Kjartan Guðbergsson, betur þekktur sem Daddi Disco, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 6. maí 2021 12:30 Svandís bólusett: „Þetta er smá eins og söngleikur, allt svo vel skipulagt“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var bólusett gegn kórónuveirunni í Laugardalshöll í morgun. Ráðherrann hefur staðið í ströngu síðasta rúma árið vegna baráttunnar við kórónuveiruna og var mjög ánægð með að fá bóluefnasprautuna í morgun. „Þetta er bara æðislegt. Ég er bara svo hrærð,“ sagði ráðherrann. 6. maí 2021 11:47 „Þetta er stórt skref fyrir mig en lítið fyrir samfélagið allt“ „Ég fann eiginlega ekkert fyrir þessu, þannig að núna er ég bara kátur og glaður með að hafa fengið mína bólusetningu. Þetta er stórt skref fyrir mig en lítið fyrir samfélagið allt.“ Þetta sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti eftir að hafa fengið bóluefnasprautu í Laugardalshöllinni í morgun. 6. maí 2021 10:13 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Stemmningunni í Laugardalshöll í dag hefur verið lýst sem pylsupartýi vegna þess að langflestir sem fengu sprautu í dag eru karlmenn. Ástæðan er sú að konur yngri en 55 ára fá ekki bóluefni AstraZeneca sem er bóluefnið sem notað var í dag. „Þetta var Svandís og strákarnir,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var á meðal þeirra sem bólusett voru fyrir hádegi. Eftir hádegi má segja að karlarnir hafi átt sviðið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fékk sprautu með bóluefni AstraZeneca í dag.Vísir/vilhelm Ragnheiður Ósk var að blanda í síðustu sprauturnar nú á fimmta tímanum og á leiðinni niður í Laugardalshöll. Þar verða þau þar til sprauta númer 12800 hefur verið gefin á eftir. „Þetta er langstærsti dagurinn,“ segir Ragnheiður Ósk en aldrei hafa fleiri verið bólusettir. Nú síðdegis var röðin inn í Laugardalshöll orðin lengri en nokkru sinni fyrr eins og sjá má á myndinni að ofan. Vísir/Vilhelm „Þetta hefur gengið rosalega vel, eins og smurð vél.“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fékk sprautu í morgun og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sömuleiðis síðar í dag. Astra komið á sinn stað. Gaman að sjá framkvæmdina í Laugardalshöll, allt til fyrirmyndar. Það birtir til.Posted by Bjarni Benediktsson on Thursday, May 6, 2021 Á morgun verður rólegra að gera í Laugardalshöll en þá verða um þrjú þúsund manns með undirliggjandi sjúkdóma sprautaðir með bóluefni Moderna. Mikil stemmning var í Laugardalshöllinni í dag eins og undanfarna daga en Daddi disco þeytir skífum með hressandi tónlist allan liðlangan daginn.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Daddi Disco þeytir skífum í Laugardalshöllinni „Ég er í miðri skiptingu á lagi. Þetta er geggjað, Guðni forseti var hérna áðan eins og hans árgangur,“ segir Kjartan Guðbergsson, betur þekktur sem Daddi Disco, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 6. maí 2021 12:30 Svandís bólusett: „Þetta er smá eins og söngleikur, allt svo vel skipulagt“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var bólusett gegn kórónuveirunni í Laugardalshöll í morgun. Ráðherrann hefur staðið í ströngu síðasta rúma árið vegna baráttunnar við kórónuveiruna og var mjög ánægð með að fá bóluefnasprautuna í morgun. „Þetta er bara æðislegt. Ég er bara svo hrærð,“ sagði ráðherrann. 6. maí 2021 11:47 „Þetta er stórt skref fyrir mig en lítið fyrir samfélagið allt“ „Ég fann eiginlega ekkert fyrir þessu, þannig að núna er ég bara kátur og glaður með að hafa fengið mína bólusetningu. Þetta er stórt skref fyrir mig en lítið fyrir samfélagið allt.“ Þetta sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti eftir að hafa fengið bóluefnasprautu í Laugardalshöllinni í morgun. 6. maí 2021 10:13 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Daddi Disco þeytir skífum í Laugardalshöllinni „Ég er í miðri skiptingu á lagi. Þetta er geggjað, Guðni forseti var hérna áðan eins og hans árgangur,“ segir Kjartan Guðbergsson, betur þekktur sem Daddi Disco, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 6. maí 2021 12:30
Svandís bólusett: „Þetta er smá eins og söngleikur, allt svo vel skipulagt“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var bólusett gegn kórónuveirunni í Laugardalshöll í morgun. Ráðherrann hefur staðið í ströngu síðasta rúma árið vegna baráttunnar við kórónuveiruna og var mjög ánægð með að fá bóluefnasprautuna í morgun. „Þetta er bara æðislegt. Ég er bara svo hrærð,“ sagði ráðherrann. 6. maí 2021 11:47
„Þetta er stórt skref fyrir mig en lítið fyrir samfélagið allt“ „Ég fann eiginlega ekkert fyrir þessu, þannig að núna er ég bara kátur og glaður með að hafa fengið mína bólusetningu. Þetta er stórt skref fyrir mig en lítið fyrir samfélagið allt.“ Þetta sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti eftir að hafa fengið bóluefnasprautu í Laugardalshöllinni í morgun. 6. maí 2021 10:13