Sakfelld fyrir að drepa fjögur börn sín en óskar eftir náðun Sylvía Hall skrifar 6. maí 2021 22:20 Kathleen Folbigg afplánað 18 ár af þrjátíu ára fangelsisdómi sínum. EPA/Joel Carrett Hin 53 ára gamla Kathleen Folbigg hefur óskað eftir því hjá ríkisstjóra Nýja-Suður Wales-fylki í Ástralía að hún verði náðuð eftir árangurslausan málarekstur fyrir áfrýjunardómstólum. Folbigg afplánar nú þrjátíu ára fangelsisdóm eftir að hafa verið sakfelld fyrir að drepa fjögur börn sín á tíunda áratug síðustu aldar. Beiðni Folbigg nýtur mikils stuðnings, en um níutíu vísindamenn og læknar hafa lýst því yfir að börnin hafi látist af eðlilegum orsökum og Folbigg sé mögulega fórnarlamb mikils óréttlætis. Frumburður Folbigg, Caleb, fæddist árið 1989 og lést aðeins 19 dögum síðar. Tveimur árum síðar eignaðist hún soninn Patrick sem lést aðeins átján mánaða gamall. Dóttir hennar Sarah fæddist svo tveimur árum eftir andlát Patrick, en hún lést tíu mánaða. Fjórða barn Folbigg, Laura, lést árið 1999 þá 19 mánaða gömul. Erfðarannsóknir hafa leitt í ljós að báðar stúlkurnar erfðu nýuppgötvaðan erfðabreytileika frá móður sinni, sem er þekktur fyrir að valda hjartastoppi, meðal annars hjá sofandi ungabörnum. Folbigg leggur inn beiðnina á grundvelli nýrra gagna sem hún segir sanna að læknisfræðilegir þættir hafi leitt til andláta barna hennar. Hún hefur þó áður látið reyna á málið fyrir áfrýjunardómstól með litlum árangri, en kröfu hennar var síðast vísað frá í lok mars. Í yfirlýsingu frá vinkonu Folbigg í kjölfar frávísunarinnar sagði hún niðurstöðuna varpa fram fleiri spurningum en svörum. Málið hefði nú hlotið heimsathygli og margir væru undrandi yfir niðurstöðunni. „Augu fólks um allan heim eru nú á þessu máli og það eru fleiri Ástralir réttilega að spyrja sig hvers vegna Kath er enn í fangelsi eftir átján ár þegar það benda sífellt fleiri vísindaleg sönnunargögn til þess að hún sé saklaus.“ Forseti áströlsku vísindaakademíunnar hefur sakað dómara dómstólsins um að draga rangar ályktanir af gögnum sem sýni skýrlega fram á erfðafræðilegar vísbendingar sem gætu útskýrt andlátin. Ástralía Erlend sakamál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Beiðni Folbigg nýtur mikils stuðnings, en um níutíu vísindamenn og læknar hafa lýst því yfir að börnin hafi látist af eðlilegum orsökum og Folbigg sé mögulega fórnarlamb mikils óréttlætis. Frumburður Folbigg, Caleb, fæddist árið 1989 og lést aðeins 19 dögum síðar. Tveimur árum síðar eignaðist hún soninn Patrick sem lést aðeins átján mánaða gamall. Dóttir hennar Sarah fæddist svo tveimur árum eftir andlát Patrick, en hún lést tíu mánaða. Fjórða barn Folbigg, Laura, lést árið 1999 þá 19 mánaða gömul. Erfðarannsóknir hafa leitt í ljós að báðar stúlkurnar erfðu nýuppgötvaðan erfðabreytileika frá móður sinni, sem er þekktur fyrir að valda hjartastoppi, meðal annars hjá sofandi ungabörnum. Folbigg leggur inn beiðnina á grundvelli nýrra gagna sem hún segir sanna að læknisfræðilegir þættir hafi leitt til andláta barna hennar. Hún hefur þó áður látið reyna á málið fyrir áfrýjunardómstól með litlum árangri, en kröfu hennar var síðast vísað frá í lok mars. Í yfirlýsingu frá vinkonu Folbigg í kjölfar frávísunarinnar sagði hún niðurstöðuna varpa fram fleiri spurningum en svörum. Málið hefði nú hlotið heimsathygli og margir væru undrandi yfir niðurstöðunni. „Augu fólks um allan heim eru nú á þessu máli og það eru fleiri Ástralir réttilega að spyrja sig hvers vegna Kath er enn í fangelsi eftir átján ár þegar það benda sífellt fleiri vísindaleg sönnunargögn til þess að hún sé saklaus.“ Forseti áströlsku vísindaakademíunnar hefur sakað dómara dómstólsins um að draga rangar ályktanir af gögnum sem sýni skýrlega fram á erfðafræðilegar vísbendingar sem gætu útskýrt andlátin.
Ástralía Erlend sakamál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira