Sara fékk kveðju frá bæði Van Dijk hjá Liverpool og bera Japananum úr BGT Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2021 08:30 Myndavélin var á Söru þegar hún fékk kveðjuna frá Liverpool manninum Virgil van Dijk. Instagram/@sarasigmunds Íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttir hefur nú hafið endurhæfingu sína eftir krossbandsaðgerðina en knattspyrnumaðurinn Virgil van Dijk þekkir þá stöðu vel. Miðvörður Liverpool kom við sögu í nýjasta þættinum af endurkomuþáttarröð Söru en annar þáttur „Road To Recovery“ er kominn í loftið. Krossbandsslit Söru Sigmundsdóttur var henni mikið áfall en hún var fljót að snúa vörn í sókn og ætlar sér að sýna heiminum hversu sterk hún getur komið til baka. Það sem meira er allur heimurinn fær að fylgjast með henni eins og fluga á vegg. Í nýjast þætti „Road To Recovery“ er myndavélin á Söru á meðan hún fær nokkrar athyglisverðar kveðjur utan úr heimi en Sara á sér stuðningsmenn út um allan heim. Fyrsta kveðjan er frá japanska stripparanum og grínistanum herra Uekusa en hann er frægastur fyrir þátttöku sína í Britain's Got Talent. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Sara vissi ekki hvaðan á hana stóð veðrið þegar hún sá herra Uekusa senda henni skilaboðin sín. Þetta voru líka engin venjuleg skilaboð og gætu alveg eins verið atriði úr Britain's Got Talent. Það voru fleiri heimsfrægir sem sendu okkar konu kveðju í þessum öðrum þætti af endurkomuþáttaröðinni. Sara fékk nefnilega líka kveðju frá Liverpool miðverðinum Virgil van Dijk en Sara er mikil stuðningsmaður Liverpool liðsins. Hún er líka aðdáandi Virgil van Dijk og sýndi stolt treyju Hollendingsins sem hún eignaðist í fyrra. Sara og Van Dijk eiga það líka sameiginlegt að hafa slitið krossband á þessu tímabili og misst af miklu. Virgil sleit krossbandið sitt í október og er ekki ennþá byrjaður að spila með Liverpool. „Það er erfið vegferð framundan en þú ert nógu sterk til að klára þetta. Gangi þér vel í endurhæfingunni og vonandi gengur allt vel hjá þér. Heyri í þér fljótlega,“ sagði Virgil van Dijk í kveðjunni sinni. Sara fékk líka kveðjur frá CrossFit fólki og hún átti erfitt með að ráða við tilfinningar sínar þegar hún horfið á myndböndin. Það má sjá brot af þessu hér fyrir ofan og svo allan þáttinn hér fyrir neðan. watch on YouTube CrossFit Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Fleiri fréttir Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sjá meira
Miðvörður Liverpool kom við sögu í nýjasta þættinum af endurkomuþáttarröð Söru en annar þáttur „Road To Recovery“ er kominn í loftið. Krossbandsslit Söru Sigmundsdóttur var henni mikið áfall en hún var fljót að snúa vörn í sókn og ætlar sér að sýna heiminum hversu sterk hún getur komið til baka. Það sem meira er allur heimurinn fær að fylgjast með henni eins og fluga á vegg. Í nýjast þætti „Road To Recovery“ er myndavélin á Söru á meðan hún fær nokkrar athyglisverðar kveðjur utan úr heimi en Sara á sér stuðningsmenn út um allan heim. Fyrsta kveðjan er frá japanska stripparanum og grínistanum herra Uekusa en hann er frægastur fyrir þátttöku sína í Britain's Got Talent. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Sara vissi ekki hvaðan á hana stóð veðrið þegar hún sá herra Uekusa senda henni skilaboðin sín. Þetta voru líka engin venjuleg skilaboð og gætu alveg eins verið atriði úr Britain's Got Talent. Það voru fleiri heimsfrægir sem sendu okkar konu kveðju í þessum öðrum þætti af endurkomuþáttaröðinni. Sara fékk nefnilega líka kveðju frá Liverpool miðverðinum Virgil van Dijk en Sara er mikil stuðningsmaður Liverpool liðsins. Hún er líka aðdáandi Virgil van Dijk og sýndi stolt treyju Hollendingsins sem hún eignaðist í fyrra. Sara og Van Dijk eiga það líka sameiginlegt að hafa slitið krossband á þessu tímabili og misst af miklu. Virgil sleit krossbandið sitt í október og er ekki ennþá byrjaður að spila með Liverpool. „Það er erfið vegferð framundan en þú ert nógu sterk til að klára þetta. Gangi þér vel í endurhæfingunni og vonandi gengur allt vel hjá þér. Heyri í þér fljótlega,“ sagði Virgil van Dijk í kveðjunni sinni. Sara fékk líka kveðjur frá CrossFit fólki og hún átti erfitt með að ráða við tilfinningar sínar þegar hún horfið á myndböndin. Það má sjá brot af þessu hér fyrir ofan og svo allan þáttinn hér fyrir neðan. watch on YouTube
CrossFit Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Fleiri fréttir Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sjá meira