Þegar stúlkan mætti í skólann dró hún skotvopn upp úr skólatöskunni sinni og hóf að skjóta. Kennara tókst að yfirbuga hana og hélt henni þar til lögregla mætti á vettvang.
Ástæða árásarinnar liggur ekki fyrir.
Að sögn eins samnemenda stúlkunnar heyrðist hátt hljóð og síðan tvö í viðbót. „Svo var öskrað. Kennarinn okkar fór að athuga málið og fann blóð,“ hefur AP eftir Yandel Rodriguez, 12 ára.
Á blaðamannafundi kom fram að nemendurnir sem urðu fyrir árásinni væru enn á spítala og að einn þyrfti mögulega að gangast undir aðgerð. Annar þeirra var skotinn í tvo útlimi.
Starfsmaðurinn hlaut skotsár en var kominn heim.
Skólum á svæðinu hefur verið lokað fram yfir helgi.