Minnist dóttur sinnar sem jafnaði sig aldrei á nauðgun Snorri Másson skrifar 8. maí 2021 12:20 Elísabet Segler Guðbjörnsdóttir lést árið 2019, eftir að hafa leitað ítrekað til geðdeildar Landspítalans án þess að fá þó innlögn. Henni var nauðgað þegar hún var 16 ára en tapaði málum sínum fyrir íslenskum dómstólum. Instagram „Dóttir mín getur ekki tekið þátt í þessari nýju metoo-bylgju, þrátt fyrir að hafa verið nauðgað. Elísabet er nefnilega dáin,“ skrifar Guðbjörn Guðbjörnsson yfirtollvörður, sem rekur átakanlega sögu dóttur sinnar heitinnar í stöðuuppfærslu á Facebook í dag. Guðbjörn segir að fyrstu niðurstöður í rannsókn embættis Landlæknis sýni að mistök hafi verið gerð í umönnun á dóttur hans, Sólveigu Elísabetu Segler Guðbjörnsdóttur, sem svipti sig lífi árið 2019 eftir að hafa ítrekað leitað til geðdeildar Landspítalans. Guðbjörn Guðbjörnsson yfirtollvörður og söngvari bíður endanlegrar niðurstöðu Landlæknis í máli dóttur hans. „Mér finnst líka óþægilegt, erfitt og sársaukafullt að ræða þessa hluti. Ég er afskaplega þreyttur eftir þessa viku af því að allt rifjast upp fyrir mér,“ skrifar Guðbjörn í færslu í tilefni af mikilli umræðu í samfélaginu um kynferðisbrot undanfarna daga. Elísabet dóttir hans hafði árum saman fyrir andlát sitt glímt við eftirköst nauðgunar sem hún varð fyrir á unglingsaldri. Hún kærði en tapaði málinu fyrir tveimur dómstigum. „Hún jafnaði sig aldrei á nauðguninni og enn síður af sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur og Hæstaréttar Íslands,“ skrifar Guðbjörn, sem veitti Vísi leyfi til þess að fjalla um færslu hans. Guðbjörn gagnrýnir ekki aðeins dómskerfið fyrir að hafa ekki trúað dóttur sinni, heldur einnig Landspítalann, sem brást henni þegar hún leitaði hjálpar. „Nóttina sem henni tókst að binda enda á þjáningar sínar var henni hent út af bráðamóttöku LSH snemma morguns og út á bílaplanið. Hún komst heim við illan leik og um tveimur klukkustundum síðar var hún farin frá okkur,“ skrifar Guðbjörn. „Ekki þess virði að hjálpa eða bjarga“ Elísabet tjáði sig opinskátt og opinberlega um sára reynslu sína á sínum tíma, eins og lesa má um í þessari grein. Að sögn föður hennar var hún orðin eins og skuggi af sjálfri sér eftir nauðgunina og veikindi hennar ágerðust. Elísabet reyndi að leita sér hjálpar hjá geðdeild Landspítalans en þar fann hún að sögn Guðbjörns enga hjálp. „Hún var lögð nokkrum sinnum á bráðamóttöku LSB í einhverskonar geðrofi og vandræðum eða eftir sjálfsmorðstilraunir og þar var ekki neina hjálp að finna. Elísabet var að mati geðheilbrigðiskerfisins ekki þess virði að hjálpa eða bjarga, enda að þeirra mati ekki í "viðkvæmum hóp" eða með frægt podcast. Við foreldrarnir og systur hennar reyndum að fá hjálp hjá kerfinu en þar var enga hjálp að fá. Þrátt fyrir að við segðum LSH margsinnis að hún væri í lífshættu var ekki hlustað á okkur. Elísabet sjálf sagði a.m.k. fjórum sinnum á LSH að hún ætlaði að fremja sjálfsmorð en enginn trúði henni. Þetta fór inn um annað eyrað og út um hitt,“ skrifar Guðbjörn. Af þessum sökum sendi Guðbjörn inn kvörtun til Landlæknis um þá meðferð, eða skort á meðferð, sem dóttir hans hlaut. Embættið tók málið til rannsóknar og fyrstu niðurstöður benda að sögn Guðbjörns til þess að mistök hafi átt sér stað. „Ég bíð enn lokaniðurstöðu Landlæknis. Ég er ekki bjartsýnn á að hún verði góð og það er af því að ég er mikill raunsæismaður. Það trúir nefnilega í raun enginn fórnarlömbum kynferðisofbeldis. Fólki finnst óþægilegt að ræða nauðganir eða geðrænan vanda fólks, ekki síst ef þetta fer saman.“ Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Konur rísa upp – aftur Ný #metoo-bylgja er hafin á samfélagsmiðlum. Enn á ný rísa konur upp og greina frá kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni sem þær hafa þurft að þola. Réttarkerfið nær aðeins utan um brotabrot, fæstar konur kæra ofbeldið enda hefur kerfið brugðist konum miklum mun oftar en það hefur reynst þeim vel. 7. maí 2021 14:30 Mikil aðsókn hjá Stígamótum og ný #MeToo bylting hafin Talskona Stígamóta segir að ný #MeToo bylting sé hafin. Margir þolendur kynferðisofbeldis hafa leitað til samtakanna í vikunni. 7. maí 2021 17:35 Reynslusögum af ofbeldi rignir á Twitter Í kjölfar þess að tvær konur kærðu Sölva Tryggvason til lögreglu í gær hefur hver einstaklingurinn á fætur öðrum stigið fram á samfélagsmiðlum og deilt reynslusögum undir myllumerkingu #metoo. 6. maí 2021 16:47 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Guðbjörn segir að fyrstu niðurstöður í rannsókn embættis Landlæknis sýni að mistök hafi verið gerð í umönnun á dóttur hans, Sólveigu Elísabetu Segler Guðbjörnsdóttur, sem svipti sig lífi árið 2019 eftir að hafa ítrekað leitað til geðdeildar Landspítalans. Guðbjörn Guðbjörnsson yfirtollvörður og söngvari bíður endanlegrar niðurstöðu Landlæknis í máli dóttur hans. „Mér finnst líka óþægilegt, erfitt og sársaukafullt að ræða þessa hluti. Ég er afskaplega þreyttur eftir þessa viku af því að allt rifjast upp fyrir mér,“ skrifar Guðbjörn í færslu í tilefni af mikilli umræðu í samfélaginu um kynferðisbrot undanfarna daga. Elísabet dóttir hans hafði árum saman fyrir andlát sitt glímt við eftirköst nauðgunar sem hún varð fyrir á unglingsaldri. Hún kærði en tapaði málinu fyrir tveimur dómstigum. „Hún jafnaði sig aldrei á nauðguninni og enn síður af sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur og Hæstaréttar Íslands,“ skrifar Guðbjörn, sem veitti Vísi leyfi til þess að fjalla um færslu hans. Guðbjörn gagnrýnir ekki aðeins dómskerfið fyrir að hafa ekki trúað dóttur sinni, heldur einnig Landspítalann, sem brást henni þegar hún leitaði hjálpar. „Nóttina sem henni tókst að binda enda á þjáningar sínar var henni hent út af bráðamóttöku LSH snemma morguns og út á bílaplanið. Hún komst heim við illan leik og um tveimur klukkustundum síðar var hún farin frá okkur,“ skrifar Guðbjörn. „Ekki þess virði að hjálpa eða bjarga“ Elísabet tjáði sig opinskátt og opinberlega um sára reynslu sína á sínum tíma, eins og lesa má um í þessari grein. Að sögn föður hennar var hún orðin eins og skuggi af sjálfri sér eftir nauðgunina og veikindi hennar ágerðust. Elísabet reyndi að leita sér hjálpar hjá geðdeild Landspítalans en þar fann hún að sögn Guðbjörns enga hjálp. „Hún var lögð nokkrum sinnum á bráðamóttöku LSB í einhverskonar geðrofi og vandræðum eða eftir sjálfsmorðstilraunir og þar var ekki neina hjálp að finna. Elísabet var að mati geðheilbrigðiskerfisins ekki þess virði að hjálpa eða bjarga, enda að þeirra mati ekki í "viðkvæmum hóp" eða með frægt podcast. Við foreldrarnir og systur hennar reyndum að fá hjálp hjá kerfinu en þar var enga hjálp að fá. Þrátt fyrir að við segðum LSH margsinnis að hún væri í lífshættu var ekki hlustað á okkur. Elísabet sjálf sagði a.m.k. fjórum sinnum á LSH að hún ætlaði að fremja sjálfsmorð en enginn trúði henni. Þetta fór inn um annað eyrað og út um hitt,“ skrifar Guðbjörn. Af þessum sökum sendi Guðbjörn inn kvörtun til Landlæknis um þá meðferð, eða skort á meðferð, sem dóttir hans hlaut. Embættið tók málið til rannsóknar og fyrstu niðurstöður benda að sögn Guðbjörns til þess að mistök hafi átt sér stað. „Ég bíð enn lokaniðurstöðu Landlæknis. Ég er ekki bjartsýnn á að hún verði góð og það er af því að ég er mikill raunsæismaður. Það trúir nefnilega í raun enginn fórnarlömbum kynferðisofbeldis. Fólki finnst óþægilegt að ræða nauðganir eða geðrænan vanda fólks, ekki síst ef þetta fer saman.“
Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Konur rísa upp – aftur Ný #metoo-bylgja er hafin á samfélagsmiðlum. Enn á ný rísa konur upp og greina frá kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni sem þær hafa þurft að þola. Réttarkerfið nær aðeins utan um brotabrot, fæstar konur kæra ofbeldið enda hefur kerfið brugðist konum miklum mun oftar en það hefur reynst þeim vel. 7. maí 2021 14:30 Mikil aðsókn hjá Stígamótum og ný #MeToo bylting hafin Talskona Stígamóta segir að ný #MeToo bylting sé hafin. Margir þolendur kynferðisofbeldis hafa leitað til samtakanna í vikunni. 7. maí 2021 17:35 Reynslusögum af ofbeldi rignir á Twitter Í kjölfar þess að tvær konur kærðu Sölva Tryggvason til lögreglu í gær hefur hver einstaklingurinn á fætur öðrum stigið fram á samfélagsmiðlum og deilt reynslusögum undir myllumerkingu #metoo. 6. maí 2021 16:47 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Konur rísa upp – aftur Ný #metoo-bylgja er hafin á samfélagsmiðlum. Enn á ný rísa konur upp og greina frá kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni sem þær hafa þurft að þola. Réttarkerfið nær aðeins utan um brotabrot, fæstar konur kæra ofbeldið enda hefur kerfið brugðist konum miklum mun oftar en það hefur reynst þeim vel. 7. maí 2021 14:30
Mikil aðsókn hjá Stígamótum og ný #MeToo bylting hafin Talskona Stígamóta segir að ný #MeToo bylting sé hafin. Margir þolendur kynferðisofbeldis hafa leitað til samtakanna í vikunni. 7. maí 2021 17:35
Reynslusögum af ofbeldi rignir á Twitter Í kjölfar þess að tvær konur kærðu Sölva Tryggvason til lögreglu í gær hefur hver einstaklingurinn á fætur öðrum stigið fram á samfélagsmiðlum og deilt reynslusögum undir myllumerkingu #metoo. 6. maí 2021 16:47
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels