Óskar Hrafn: Gjafmildir, mjúkir og grófum okkur holu Sindri Sverrisson skrifar 8. maí 2021 21:45 Óskar Hrafn Þorvaldsson bíður eftir fyrsta sigri sumarsins. VÍSIR/VILHELM „Ég er bara sáttur með stigið,“ voru fyrstu viðbrögð Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Breiðabliks, eftir 3-3 jafntefli við nýliða Leiknis í Breiðholti í kvöld, í 2. umferð Pepsi Max deildar karla. Eftir 2-0 tap gegn KR í fyrsta leik lenti Breiðablik, sem spáð var Íslandsmeistaratitli, 3-1 undir gegn Leikni í kvöld. Jason Daði Svanþórsson náði hins vegar að bjarga Blikum um stig með tveimur mörkum á síðustu tuttugu mínútum leiksins: „Við vorum undir og komum til baka, svo úr því sem komið var er ég sáttur með stigið. Það er bara ljóst að við erum staddir þar sem við erum. Við grófum okkur holu en endum leikinn ágætlega,“ sagði Óskar. Gáfum þeim frumkvæðið Staðan var 1-1 í hálfleik eftir að Leiknismenn jöfnuðu metin í uppbótartíma. „Mér fannst við stjórna fyrri hálfleiknum ágætlega, kannski fyrir utan fyrstu tíu mínúturnar, en svo gáfum við þeim þetta mark undir lok hálfleiksins. Það gaf þeim blóð á tennurnar. Fyrri hluta seinni hálfleiks fannst mér við vera helvíti gjafmildir og einhvern veginn mjúkir. Við gáfum þeim frumkvæðið,“ sagði Óskar. „Svo náðum við að koma til baka og síðustu tuttugu mínúturnar var bara eitt lið á vellinum. Við að reyna að sækja á þá og þeir að reyna að halda sínu. Ég er ánægður með mína menn að þeir skildu ekki hætta heldur klára leikinn af krafti,“ sagði Óskar. Ætla að vera sáttur með þetta stig Leiknismenn gengu svekktir af velli en eiga kannski síðar meir eftir að meta það að hafa fengið stig í kvöld. „Þeir vörðust vel. Þá þarftu að færa boltann hraðar og það tókst ekki alltaf hjá okkur. Þegar það tókst þá náðum við að opna þá og sennilega hefði maður viljað að það hefði gerst oftar. En við erum bara þar sem við erum. Auðvitað viltu alltaf vinna leiki en ég held að við verðum að horfa raunhæft á þetta. Við byrjuðum illa í fyrsta leiknum og töpuðum honum. Svo komum við okkur í holu hér en sýnum karakter með því að jafna. Ég ætla bara að vera sáttur með þetta stig,“ sagði Óskar. Jason staðið undir öllum væntingum og jafnvel meira en það Ljósasti punkturinn hjá Blikum var frammistaða fyrrnefnds Jasons Daða: „Jason stóð sig vel. Hann spilaði vel, skoraði tvö góð mörk og var flottur,“ sagði Óskar um hinn 21 árs gamla Jason sem kom frá Aftureldingu í vetur, en var honum strax ætlað stórt hlutverk? „Ég sá ákveðna eiginleika sem hann hefur og hann hefur staðið undir öllum þeim væntingum sem við höfum gert til hans, og jafnvel enn meira,“ sagði Óskar. Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira
Eftir 2-0 tap gegn KR í fyrsta leik lenti Breiðablik, sem spáð var Íslandsmeistaratitli, 3-1 undir gegn Leikni í kvöld. Jason Daði Svanþórsson náði hins vegar að bjarga Blikum um stig með tveimur mörkum á síðustu tuttugu mínútum leiksins: „Við vorum undir og komum til baka, svo úr því sem komið var er ég sáttur með stigið. Það er bara ljóst að við erum staddir þar sem við erum. Við grófum okkur holu en endum leikinn ágætlega,“ sagði Óskar. Gáfum þeim frumkvæðið Staðan var 1-1 í hálfleik eftir að Leiknismenn jöfnuðu metin í uppbótartíma. „Mér fannst við stjórna fyrri hálfleiknum ágætlega, kannski fyrir utan fyrstu tíu mínúturnar, en svo gáfum við þeim þetta mark undir lok hálfleiksins. Það gaf þeim blóð á tennurnar. Fyrri hluta seinni hálfleiks fannst mér við vera helvíti gjafmildir og einhvern veginn mjúkir. Við gáfum þeim frumkvæðið,“ sagði Óskar. „Svo náðum við að koma til baka og síðustu tuttugu mínúturnar var bara eitt lið á vellinum. Við að reyna að sækja á þá og þeir að reyna að halda sínu. Ég er ánægður með mína menn að þeir skildu ekki hætta heldur klára leikinn af krafti,“ sagði Óskar. Ætla að vera sáttur með þetta stig Leiknismenn gengu svekktir af velli en eiga kannski síðar meir eftir að meta það að hafa fengið stig í kvöld. „Þeir vörðust vel. Þá þarftu að færa boltann hraðar og það tókst ekki alltaf hjá okkur. Þegar það tókst þá náðum við að opna þá og sennilega hefði maður viljað að það hefði gerst oftar. En við erum bara þar sem við erum. Auðvitað viltu alltaf vinna leiki en ég held að við verðum að horfa raunhæft á þetta. Við byrjuðum illa í fyrsta leiknum og töpuðum honum. Svo komum við okkur í holu hér en sýnum karakter með því að jafna. Ég ætla bara að vera sáttur með þetta stig,“ sagði Óskar. Jason staðið undir öllum væntingum og jafnvel meira en það Ljósasti punkturinn hjá Blikum var frammistaða fyrrnefnds Jasons Daða: „Jason stóð sig vel. Hann spilaði vel, skoraði tvö góð mörk og var flottur,“ sagði Óskar um hinn 21 árs gamla Jason sem kom frá Aftureldingu í vetur, en var honum strax ætlað stórt hlutverk? „Ég sá ákveðna eiginleika sem hann hefur og hann hefur staðið undir öllum þeim væntingum sem við höfum gert til hans, og jafnvel enn meira,“ sagði Óskar.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira