Geta búist við fleiri smitum fyrir norðan Kjartan Kjartansson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 9. maí 2021 11:40 Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Staðfest er nú að sex manns séu smitaðir af kórónuveirunni á Sauðárkróki og í Skagafirði og segir sveitarstjórinn þar að búast megi við því að fleiri greinist smitaðir á næstu dögum. Þá er viðbúið að fólki í sóttkví fjölgi talsvert mikið í dag. Fjórir greindust smitaðir af veirunni á föstudag og bættust tveir í hópinn í gær. Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar, segir að verið sé að rannsaka betur tvö sýni til viðbótar. Alls fóru um tvö hundruð manns í sýnatöku á Sauðárkróki í gær. „Þetta er eitthvað sem við gátum búist við miðað við fjöldann sem fór í sýnatöku í gær. Við getum alveg búist við fleiri smitum á næstu dögum,“ segir sveitarstjórinn. Löng biðröð fólks á leið í sýnatöku er nú fyrir utan Heilbrigðisstofnun Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Þá segir Sigfús Ingi að búast megi við því að fólki í sóttkví fjölgi verulega í dag. Hann hafi ekki tölu yfir fólk í sóttkví en rakningarteymi vinni nú að því að hringja út eftir rakningu síðustu daga. „Þetta eru þannig smit að þetta getur haft áhrif víðar þannig að það er verið að reyna að ná utan um öll þessi tengsl,“ segir hann. Aðgerðastjórn almannavarna fundar klukkan 14:00 í dag og segir Sigfús Ingi að ákvörðun verði tekin um takmarkanir á svæðinu að honum loknum. Augu yfirvalda beinist þar meðal annars að skólastarfi. „Þetta eru vonbrigði að þetta hafi gerst núna en mér finnst samt baráttuhugur í fólki að takast á við þetta saman og klára þetta mál. Þannig að fólk er að þjappa sér saman,“ segir sveitarstjórinn um hljóðið í bæjarbúum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skagafjörður Tengdar fréttir Tveir smitaðir fyrir norðan og einn í sóttkví Tvö ný kórónuveirusmit hafa verið staðfest hér á landi síðasta sólarhringinn en annar einstaklinganna var í sóttkví samkvæmt upplýsingum almannavarna. Bæði smitin greindust í Skagafirði. Enginn greindist smitaður á landamærunum þrátt fyrir metfjöldi flugvéla hafi komið til landsins frá því að faraldurinn hófst. 9. maí 2021 11:00 Gætu gripið til þess að loka skólum Hátt í 200 Skagfirðingar voru skimaðir fyrir kórónuveirunni í dag eftir að fjórir greindust með veiruna á svæðinu. Lögregla biðlar til fólks að halda sig til hlés en óvíst er með skólahald í næstu viku. 8. maí 2021 18:39 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Fjórir greindust smitaðir af veirunni á föstudag og bættust tveir í hópinn í gær. Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar, segir að verið sé að rannsaka betur tvö sýni til viðbótar. Alls fóru um tvö hundruð manns í sýnatöku á Sauðárkróki í gær. „Þetta er eitthvað sem við gátum búist við miðað við fjöldann sem fór í sýnatöku í gær. Við getum alveg búist við fleiri smitum á næstu dögum,“ segir sveitarstjórinn. Löng biðröð fólks á leið í sýnatöku er nú fyrir utan Heilbrigðisstofnun Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Þá segir Sigfús Ingi að búast megi við því að fólki í sóttkví fjölgi verulega í dag. Hann hafi ekki tölu yfir fólk í sóttkví en rakningarteymi vinni nú að því að hringja út eftir rakningu síðustu daga. „Þetta eru þannig smit að þetta getur haft áhrif víðar þannig að það er verið að reyna að ná utan um öll þessi tengsl,“ segir hann. Aðgerðastjórn almannavarna fundar klukkan 14:00 í dag og segir Sigfús Ingi að ákvörðun verði tekin um takmarkanir á svæðinu að honum loknum. Augu yfirvalda beinist þar meðal annars að skólastarfi. „Þetta eru vonbrigði að þetta hafi gerst núna en mér finnst samt baráttuhugur í fólki að takast á við þetta saman og klára þetta mál. Þannig að fólk er að þjappa sér saman,“ segir sveitarstjórinn um hljóðið í bæjarbúum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skagafjörður Tengdar fréttir Tveir smitaðir fyrir norðan og einn í sóttkví Tvö ný kórónuveirusmit hafa verið staðfest hér á landi síðasta sólarhringinn en annar einstaklinganna var í sóttkví samkvæmt upplýsingum almannavarna. Bæði smitin greindust í Skagafirði. Enginn greindist smitaður á landamærunum þrátt fyrir metfjöldi flugvéla hafi komið til landsins frá því að faraldurinn hófst. 9. maí 2021 11:00 Gætu gripið til þess að loka skólum Hátt í 200 Skagfirðingar voru skimaðir fyrir kórónuveirunni í dag eftir að fjórir greindust með veiruna á svæðinu. Lögregla biðlar til fólks að halda sig til hlés en óvíst er með skólahald í næstu viku. 8. maí 2021 18:39 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Tveir smitaðir fyrir norðan og einn í sóttkví Tvö ný kórónuveirusmit hafa verið staðfest hér á landi síðasta sólarhringinn en annar einstaklinganna var í sóttkví samkvæmt upplýsingum almannavarna. Bæði smitin greindust í Skagafirði. Enginn greindist smitaður á landamærunum þrátt fyrir metfjöldi flugvéla hafi komið til landsins frá því að faraldurinn hófst. 9. maí 2021 11:00
Gætu gripið til þess að loka skólum Hátt í 200 Skagfirðingar voru skimaðir fyrir kórónuveirunni í dag eftir að fjórir greindust með veiruna á svæðinu. Lögregla biðlar til fólks að halda sig til hlés en óvíst er með skólahald í næstu viku. 8. maí 2021 18:39