Vilja ræða við vini sína sem grunaðir eru um ofbeldi Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. maí 2021 13:15 Þorsteinn V. Einarsson heldur úti verkefninu Karlmennskan á samfélagsmiðlum. Kynjafræðingur, sem sagt hefur „eitraðri karlmennsku“ stríð á hendur, segist aldrei hafa fundið fyrir eins miklum vilja karlmanna til að horfast í augu við kynferðisofbeldi sem þeir hafa beitt eins og nú. Margir karlmenn hafi sett sig í samband við hann eftir nýja MeToo-bylgju sem hófst í síðustu viku. Samkvæmt tölum úr árskýrslum Stígamóta síðustu ár eru langflestir þeirra sem beita kynferðisofbeldi karlmenn, eða rúm níutíu prósent. Borið hefur á því á samfélagsmiðlum eftir að nýjasta bylgja MeToo hófst hér á landi að karlmenn lýsi yfir vilja til betrun - og gangist jafnvel við kynferðisofbeldi sem þeir hafa beitt. View this post on Instagram A post shared by karlmennskan (@karlmennskan) Þorsteinn V. Einarsson, kynjafræðingur og aðgerðasinni sem heldur úti verkefni á samfélagsmiðlum undir merkjum Karlmennskunnar, segir að allnokkrir karlmenn hafi sett sig í samband við hann í eftir að MeToo-bylgjan hófst. „Ýmist deilt sögunni sinni, hvernig þeir hafa beitt ofbeldi og einhvern veginn kannski reynt að varpa frá sér sektarkenndinni eða skömminni sem þeir eru að bera, vilja rjúfa þögnina um ofbeldið sem þeir hafa beitt.“ Finnur fyrir miklum vilja Þorsteinn varar þó gerendur við því að stíga fram án samráðs við þolendur sína. „En á sama tíma er ótrúlega mikilvægt að við horfumst í augu við gjörðir okkar eða horfumst í augu við það hvernig við höfum sleppt því að skipta okkur af aðstæðum sem eru skaðlegar eða næra einhvers konar ofbeldi, mismunun eða áreitni.“ Þá kveðst Þorsteinn aldrei hafa fundið fyrir jafnmiklum vilja karlmanna til að horfast í augu við ofbeldi sem þeir hafa beitt. „Ég finn það að menn vilja núna vakna, vilja gera eitthvað gagn og láta til sín taka. Ég hef líka fengið skilaboð frá mönnum sem spyrja: „Hvernig get ég talað við vin minn um ofbeldi? Ég hef heyrt að hann hafi beitt ofbeldi, mig grunar að hann hafi beitt ofbeldi, hvernig á ég að tala við hann um þetta?“ Og mér finnst það dásamlegt, ég held að það sé einmitt það sem við eigum að gera, að tala við vini okkar um ofbeldið og tala um viðhorfin okkar og fortíðina okkar.“ MeToo Kynferðisofbeldi Jafnréttismál Tengdar fréttir Hvað hefur þú að fela strákur? Í kvöld fórum við hjónin og sáum hina ótextuðu Promising Young Woman í Laugarásbíó. Hún var ótextuð líklega vegna þess að “einhverjum” hefur þótt viðeigandi að setja hana skyndilega í sýningu í kjölfar atburða og stemningu liðinar viku. Og viti menn, vægast sagt viðeigandi. Rosaleg ræma sem tikkar í öll boxin, allt það sem ég hef lesið í fjölmiðlum þessa viku kemur þarna fram. 10. maí 2021 11:20 „Mikil mistök“ að hafa snúist til varnar fyrir Sölva Tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson segir að hann hafi gert mistök þegar hann brást til varnar Sölva Tryggvasyni fjölmiðlamanni, eftir að Sölvi hafði gefið það út á netinu að hann væri saklaus af ásökunum um ofbeldi. 9. maí 2021 10:32 „Við þurfum að halda áfram að hlusta, læra og gera betur“ Dómsmálaráðherra segir að Metoo byltingin sé sem betur fer komin til að vera. Áfram þurfi að veita þolendum skjól og segir hún að mörg verkefni séu framundan til að bæta stöðu málaflokksins. 8. maí 2021 13:48 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Samkvæmt tölum úr árskýrslum Stígamóta síðustu ár eru langflestir þeirra sem beita kynferðisofbeldi karlmenn, eða rúm níutíu prósent. Borið hefur á því á samfélagsmiðlum eftir að nýjasta bylgja MeToo hófst hér á landi að karlmenn lýsi yfir vilja til betrun - og gangist jafnvel við kynferðisofbeldi sem þeir hafa beitt. View this post on Instagram A post shared by karlmennskan (@karlmennskan) Þorsteinn V. Einarsson, kynjafræðingur og aðgerðasinni sem heldur úti verkefni á samfélagsmiðlum undir merkjum Karlmennskunnar, segir að allnokkrir karlmenn hafi sett sig í samband við hann í eftir að MeToo-bylgjan hófst. „Ýmist deilt sögunni sinni, hvernig þeir hafa beitt ofbeldi og einhvern veginn kannski reynt að varpa frá sér sektarkenndinni eða skömminni sem þeir eru að bera, vilja rjúfa þögnina um ofbeldið sem þeir hafa beitt.“ Finnur fyrir miklum vilja Þorsteinn varar þó gerendur við því að stíga fram án samráðs við þolendur sína. „En á sama tíma er ótrúlega mikilvægt að við horfumst í augu við gjörðir okkar eða horfumst í augu við það hvernig við höfum sleppt því að skipta okkur af aðstæðum sem eru skaðlegar eða næra einhvers konar ofbeldi, mismunun eða áreitni.“ Þá kveðst Þorsteinn aldrei hafa fundið fyrir jafnmiklum vilja karlmanna til að horfast í augu við ofbeldi sem þeir hafa beitt. „Ég finn það að menn vilja núna vakna, vilja gera eitthvað gagn og láta til sín taka. Ég hef líka fengið skilaboð frá mönnum sem spyrja: „Hvernig get ég talað við vin minn um ofbeldi? Ég hef heyrt að hann hafi beitt ofbeldi, mig grunar að hann hafi beitt ofbeldi, hvernig á ég að tala við hann um þetta?“ Og mér finnst það dásamlegt, ég held að það sé einmitt það sem við eigum að gera, að tala við vini okkar um ofbeldið og tala um viðhorfin okkar og fortíðina okkar.“
MeToo Kynferðisofbeldi Jafnréttismál Tengdar fréttir Hvað hefur þú að fela strákur? Í kvöld fórum við hjónin og sáum hina ótextuðu Promising Young Woman í Laugarásbíó. Hún var ótextuð líklega vegna þess að “einhverjum” hefur þótt viðeigandi að setja hana skyndilega í sýningu í kjölfar atburða og stemningu liðinar viku. Og viti menn, vægast sagt viðeigandi. Rosaleg ræma sem tikkar í öll boxin, allt það sem ég hef lesið í fjölmiðlum þessa viku kemur þarna fram. 10. maí 2021 11:20 „Mikil mistök“ að hafa snúist til varnar fyrir Sölva Tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson segir að hann hafi gert mistök þegar hann brást til varnar Sölva Tryggvasyni fjölmiðlamanni, eftir að Sölvi hafði gefið það út á netinu að hann væri saklaus af ásökunum um ofbeldi. 9. maí 2021 10:32 „Við þurfum að halda áfram að hlusta, læra og gera betur“ Dómsmálaráðherra segir að Metoo byltingin sé sem betur fer komin til að vera. Áfram þurfi að veita þolendum skjól og segir hún að mörg verkefni séu framundan til að bæta stöðu málaflokksins. 8. maí 2021 13:48 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Hvað hefur þú að fela strákur? Í kvöld fórum við hjónin og sáum hina ótextuðu Promising Young Woman í Laugarásbíó. Hún var ótextuð líklega vegna þess að “einhverjum” hefur þótt viðeigandi að setja hana skyndilega í sýningu í kjölfar atburða og stemningu liðinar viku. Og viti menn, vægast sagt viðeigandi. Rosaleg ræma sem tikkar í öll boxin, allt það sem ég hef lesið í fjölmiðlum þessa viku kemur þarna fram. 10. maí 2021 11:20
„Mikil mistök“ að hafa snúist til varnar fyrir Sölva Tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson segir að hann hafi gert mistök þegar hann brást til varnar Sölva Tryggvasyni fjölmiðlamanni, eftir að Sölvi hafði gefið það út á netinu að hann væri saklaus af ásökunum um ofbeldi. 9. maí 2021 10:32
„Við þurfum að halda áfram að hlusta, læra og gera betur“ Dómsmálaráðherra segir að Metoo byltingin sé sem betur fer komin til að vera. Áfram þurfi að veita þolendum skjól og segir hún að mörg verkefni séu framundan til að bæta stöðu málaflokksins. 8. maí 2021 13:48