Bóluefnin eru kröftug og því eðlilegt að margir finni fyrir aukaverkunum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. maí 2021 13:05 vísir/vilhelm Níundi einstaklingurinn greindist smitaður af kórónuveirunni í Skagafirði í gær. Sóttvarnalæknir segir hópsýkinguna þar dreifðari en menn hafi í fyrstu talið. Hann segir að þó margir kvarti yfir aukaverkunum vegna bólusetninga sé það eðlilegt, bóluefnin séu mjög kröftug. Níu hafa nú greinst smitaðir af kórónuveirunni í Skagafirði en nánast allt samfélagið þar er í sóttkví. „Þetta teygir sig aðeins víðar en menn héldu en það var tekið mikið af sýnum þar í gær. Langflest voru neikvæð þannig að vonandi verður þetta ekki meira en það gæti alveg orðið því meðgöngutími veirunnar er það langur,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Þrír eru nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af tveir í gjörgæslu. Þórólfur segir fólkið með breska afbrigði veirunnar. Hann segir að um fjögur prósent þeirra sem hafa veikst af breska afbrigðinu hafi þurft að leggjast inn á spítala en búist var að allt að 10% gætu þurft að leggjast inn þegar afbrigðið barst til landsins. „Það er heldur lægra hlutfall en við bjuggumst við en við höfum ekki verið að greina það marga að það sé marktækt. Þetta gæti átt eftir að breytast í einu vettvangi. Þó hefur Covid-göngudeildin mikil áhrif þ.e. það er gripið strax inn í ef fólk byrjar að fá mikil einkenni,“ segir Þórólfur. Indverska afbrigði kórónuveirunnar er nú komið á gátlista Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. „Það eru fréttir af því að það afbrigði sé meira smitandi en við eigum eftir að fá staðfestingu á því hvort það hegðar sér eitthvað öðruvísi,“ segir hann. Þórólfur segist hafa heyrt af mörgum sem kvarti yfir aukaverkunum eftir að hafa fengið bóluefni gegn Covid -19. Þá hefur Lyfjastofnun borist tæplega þúsund tilkynningar um aukaverkanir. Öll þessi bóluefni eru kröftug og valda kröftugu ónæmisviðbragði. Það var vitað fyrirfram að gætu orðið töluverð einkenni eftir bólusetningu með hita slappleika og beinverki. Það kemur að sjálfu sér ekki á óvart að svo margir kvarti yfir aukaverkunum,“ segir Þórólfur að lokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Bólusetningar Tengdar fréttir Þrír greindust innanlands og tveir utan sóttkvíar Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir af þeim greindust voru utan sóttkvíar, en einn var í sóttkví. 11. maí 2021 10:44 Fáar tilkynningar um aukaverkanir vegna bóluefnis Janssen þrátt fyrir mikil veikindi Þrátt fyrir töluverð veikindi meðal þeirra sem fengu bóluefnið frá Janssen hafa aðeins sjö tilkynningar um aukaverkanir borist Lyfjastofnun. Engar þeirra hafa reynst alvarlegar. 7. maí 2021 11:23 Sextán andlát og 55 alvarleg atvik tilkynnt í kjölfar bólusetninga Sextán tilkynningar um andlát í kjölfar bólusetninga hafa borist Lyfjastofnun það sem af er ári. Í heildina hafa borist 55 tilkynningar um alvarleg atvik í kjölfar bólusetningar með bóluefnum frá Pfizer, Moderna og AstraZeneca. 6. maí 2021 06:47 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Sjá meira
Níu hafa nú greinst smitaðir af kórónuveirunni í Skagafirði en nánast allt samfélagið þar er í sóttkví. „Þetta teygir sig aðeins víðar en menn héldu en það var tekið mikið af sýnum þar í gær. Langflest voru neikvæð þannig að vonandi verður þetta ekki meira en það gæti alveg orðið því meðgöngutími veirunnar er það langur,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Þrír eru nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af tveir í gjörgæslu. Þórólfur segir fólkið með breska afbrigði veirunnar. Hann segir að um fjögur prósent þeirra sem hafa veikst af breska afbrigðinu hafi þurft að leggjast inn á spítala en búist var að allt að 10% gætu þurft að leggjast inn þegar afbrigðið barst til landsins. „Það er heldur lægra hlutfall en við bjuggumst við en við höfum ekki verið að greina það marga að það sé marktækt. Þetta gæti átt eftir að breytast í einu vettvangi. Þó hefur Covid-göngudeildin mikil áhrif þ.e. það er gripið strax inn í ef fólk byrjar að fá mikil einkenni,“ segir Þórólfur. Indverska afbrigði kórónuveirunnar er nú komið á gátlista Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. „Það eru fréttir af því að það afbrigði sé meira smitandi en við eigum eftir að fá staðfestingu á því hvort það hegðar sér eitthvað öðruvísi,“ segir hann. Þórólfur segist hafa heyrt af mörgum sem kvarti yfir aukaverkunum eftir að hafa fengið bóluefni gegn Covid -19. Þá hefur Lyfjastofnun borist tæplega þúsund tilkynningar um aukaverkanir. Öll þessi bóluefni eru kröftug og valda kröftugu ónæmisviðbragði. Það var vitað fyrirfram að gætu orðið töluverð einkenni eftir bólusetningu með hita slappleika og beinverki. Það kemur að sjálfu sér ekki á óvart að svo margir kvarti yfir aukaverkunum,“ segir Þórólfur að lokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Bólusetningar Tengdar fréttir Þrír greindust innanlands og tveir utan sóttkvíar Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir af þeim greindust voru utan sóttkvíar, en einn var í sóttkví. 11. maí 2021 10:44 Fáar tilkynningar um aukaverkanir vegna bóluefnis Janssen þrátt fyrir mikil veikindi Þrátt fyrir töluverð veikindi meðal þeirra sem fengu bóluefnið frá Janssen hafa aðeins sjö tilkynningar um aukaverkanir borist Lyfjastofnun. Engar þeirra hafa reynst alvarlegar. 7. maí 2021 11:23 Sextán andlát og 55 alvarleg atvik tilkynnt í kjölfar bólusetninga Sextán tilkynningar um andlát í kjölfar bólusetninga hafa borist Lyfjastofnun það sem af er ári. Í heildina hafa borist 55 tilkynningar um alvarleg atvik í kjölfar bólusetningar með bóluefnum frá Pfizer, Moderna og AstraZeneca. 6. maí 2021 06:47 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Sjá meira
Þrír greindust innanlands og tveir utan sóttkvíar Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir af þeim greindust voru utan sóttkvíar, en einn var í sóttkví. 11. maí 2021 10:44
Fáar tilkynningar um aukaverkanir vegna bóluefnis Janssen þrátt fyrir mikil veikindi Þrátt fyrir töluverð veikindi meðal þeirra sem fengu bóluefnið frá Janssen hafa aðeins sjö tilkynningar um aukaverkanir borist Lyfjastofnun. Engar þeirra hafa reynst alvarlegar. 7. maí 2021 11:23
Sextán andlát og 55 alvarleg atvik tilkynnt í kjölfar bólusetninga Sextán tilkynningar um andlát í kjölfar bólusetninga hafa borist Lyfjastofnun það sem af er ári. Í heildina hafa borist 55 tilkynningar um alvarleg atvik í kjölfar bólusetningar með bóluefnum frá Pfizer, Moderna og AstraZeneca. 6. maí 2021 06:47