Enn skolar líkum upp á árbakka Ganges Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. maí 2021 16:47 Talið er að líkin hafi endað í ánni eftir misheppnaðar bálfarir við árbakkana. Getty/Ritesh Shukla Tugi líka til viðbótar skolaði upp á árbakka Ganges árinnar í norðurhluta Indlands í dag. Meira en fimmtíu líkum skolað á land í Gahmar síðustu daga og talið er að um fórnarlömb kórónuveirunnar sé að ræða. Minnst fjörutíu líkum skolaði á land um 55 km niður eftir ánni frá Gahmar í gær. Óvíst er hvernig líkin enduðu í ánni en héraðsstjórn telur að gerð hafi verið tilraun til að brenna líkin í bálför við árbakkana sem hafi ekki farið betur en svo að þau hafi endað í ánni. Talið er að líkin séu öll af fórnarlömbum Covid en enn hafa ekki verið borin kennsl á þau. Blaðamaður á svæðinu sagði í samtali við breska ríkisútvarpið í dag að líkum hafi nú skolað upp á land í Gahmar í nokkra daga. Íbúar segja að þeir hafi kvartað undan nálykt í nokkra daga en að yfirvöld á svæðinu hafi ekki brugðist við fyrr en fréttir um líkfund í Bihar, suður af Gahmar, hafi borist í gær. Lögreglan í Gahmar hefur verið önnum kafin í dag við að veiða lík upp úr ánni og hefur dregið um 25-30 lík úr henni frá því á miðnætti. Líkin hafa öll verið grafin. Rannsókn er hafin á því hvernig líkin enduðu í ánni og hvaðan þau koma. Ástandið á Indlandi er enn mjög slæmt. Tæplega 330 þúsund greindust smitaðir af veirunni á síðasta sólarhringi. Þetta er annar dagurinn í röð sem fjöldi smita er undir 400 þúsund en þar á undan var hann yfir 400 þúsund fjóra daga í röð. Alls hafa 22.992.517 greinst með kórónuveiruna á Indlandi og 249.992 látist svo vitað sé. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Enn greinast hundruð þúsunda á Indlandi: Indverska afbrigðið á gátlista WHO Síðasta sólahring greindust 329.942 með Covid-19 á Indlandi. Þetta er annar dagurinn í röð þar sem fjöldi smita er undir 400 þúsund en þar á undan var hann yfir 400 þúsund fjóra daga í röð. 11. maí 2021 08:59 Afbrigðið sem geisar um Indland skilgreint sem alþjóðlegt áhyggjuefni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur gefið út að það afbrigði kórónuveirunnar sem farið hefur eins og eldur í sinu um Indland sé áhyggjuefni á alþjóðavísu. Rannsóknir sýna að afbrigðið kunni að vera meira smitandi en upprunaleg afbrigði veirunnar. 10. maí 2021 20:15 Líkum skolar upp á árbakka Ganges Minnst fjörutíu líkum hefur skolað upp á árbakka Ganges-árinnar í norðurhluta Indlands. Ekki er vitað hvaðan líkin koma en indverskir fjölmiðlar hafa leitt að því líkum að um fórnarlömb kórónuveirufaraldursins sé að ræða. 10. maí 2021 16:42 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Sjá meira
Minnst fjörutíu líkum skolaði á land um 55 km niður eftir ánni frá Gahmar í gær. Óvíst er hvernig líkin enduðu í ánni en héraðsstjórn telur að gerð hafi verið tilraun til að brenna líkin í bálför við árbakkana sem hafi ekki farið betur en svo að þau hafi endað í ánni. Talið er að líkin séu öll af fórnarlömbum Covid en enn hafa ekki verið borin kennsl á þau. Blaðamaður á svæðinu sagði í samtali við breska ríkisútvarpið í dag að líkum hafi nú skolað upp á land í Gahmar í nokkra daga. Íbúar segja að þeir hafi kvartað undan nálykt í nokkra daga en að yfirvöld á svæðinu hafi ekki brugðist við fyrr en fréttir um líkfund í Bihar, suður af Gahmar, hafi borist í gær. Lögreglan í Gahmar hefur verið önnum kafin í dag við að veiða lík upp úr ánni og hefur dregið um 25-30 lík úr henni frá því á miðnætti. Líkin hafa öll verið grafin. Rannsókn er hafin á því hvernig líkin enduðu í ánni og hvaðan þau koma. Ástandið á Indlandi er enn mjög slæmt. Tæplega 330 þúsund greindust smitaðir af veirunni á síðasta sólarhringi. Þetta er annar dagurinn í röð sem fjöldi smita er undir 400 þúsund en þar á undan var hann yfir 400 þúsund fjóra daga í röð. Alls hafa 22.992.517 greinst með kórónuveiruna á Indlandi og 249.992 látist svo vitað sé.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Enn greinast hundruð þúsunda á Indlandi: Indverska afbrigðið á gátlista WHO Síðasta sólahring greindust 329.942 með Covid-19 á Indlandi. Þetta er annar dagurinn í röð þar sem fjöldi smita er undir 400 þúsund en þar á undan var hann yfir 400 þúsund fjóra daga í röð. 11. maí 2021 08:59 Afbrigðið sem geisar um Indland skilgreint sem alþjóðlegt áhyggjuefni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur gefið út að það afbrigði kórónuveirunnar sem farið hefur eins og eldur í sinu um Indland sé áhyggjuefni á alþjóðavísu. Rannsóknir sýna að afbrigðið kunni að vera meira smitandi en upprunaleg afbrigði veirunnar. 10. maí 2021 20:15 Líkum skolar upp á árbakka Ganges Minnst fjörutíu líkum hefur skolað upp á árbakka Ganges-árinnar í norðurhluta Indlands. Ekki er vitað hvaðan líkin koma en indverskir fjölmiðlar hafa leitt að því líkum að um fórnarlömb kórónuveirufaraldursins sé að ræða. 10. maí 2021 16:42 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Sjá meira
Enn greinast hundruð þúsunda á Indlandi: Indverska afbrigðið á gátlista WHO Síðasta sólahring greindust 329.942 með Covid-19 á Indlandi. Þetta er annar dagurinn í röð þar sem fjöldi smita er undir 400 þúsund en þar á undan var hann yfir 400 þúsund fjóra daga í röð. 11. maí 2021 08:59
Afbrigðið sem geisar um Indland skilgreint sem alþjóðlegt áhyggjuefni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur gefið út að það afbrigði kórónuveirunnar sem farið hefur eins og eldur í sinu um Indland sé áhyggjuefni á alþjóðavísu. Rannsóknir sýna að afbrigðið kunni að vera meira smitandi en upprunaleg afbrigði veirunnar. 10. maí 2021 20:15
Líkum skolar upp á árbakka Ganges Minnst fjörutíu líkum hefur skolað upp á árbakka Ganges-árinnar í norðurhluta Indlands. Ekki er vitað hvaðan líkin koma en indverskir fjölmiðlar hafa leitt að því líkum að um fórnarlömb kórónuveirufaraldursins sé að ræða. 10. maí 2021 16:42