Barcelona tókst ekki að tylla sér í topp­sætið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Börsungar hentu sigrinum frá sér í kvöld.
Börsungar hentu sigrinum frá sér í kvöld. EPA-EFE/Juan Carlos Cardenas

Lionel Messi og félagar byrjuðu af krafti í kvöldi og Argentínumaðurinn kom gestunum yfir á 25. mínútu þegar hann klippti boltann snyrtilega í netið. Aðeins tíu mínútum siðar var staðan orðin 2-0. Ungstirnið Pedri með markið eftir sendingu Ousmane Dembélé.

Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og Börsungar með örugga forystu. Á þriggja mínútna kafla í síðari hálfleiktókst heimamönnum hins vegar að jafna metin. Gonzalo Melero minnkaði muninn í 2-1 og Jose Luis Morales jafnaði metin á 59. mínútu.

Aðeins fimm mínútum síðar kom Dembélé gestunum yfir á nýjan leik en Sergio Leon jafnaði metin á 83. mínútu og þar við sat. Lokatölur 3-3 og Barcelona mistókst því að hirða toppsætið af Atlético Madríd.

Atlético er sem stendur á toppi deildarinnar með 77 stig eftir 35 leiki en Barcelona er í 2. sæti með 76 stig. Þá er Real Madríd í 3. sæti með 75 stig eftir 35 leiki.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira