Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að það verði austlæg eða breytileg átt á morgun, gola eða kaldi.
„Víða skúraleiðingar, en að mestu þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 3 til 9 stig.
Á föstudag er útlit fyrir svipað veður áfram.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag (uppstigningardagur) og föstudag: Austlæg eða breytileg átt 3-10 m/s og skúrir eða slydduél, en yfirleitt þurrt á NA- og A-landi. Hiti 2 til 8 stig.
Á laugardag: Norðaustan 5-13 m/s. Skýjað og sums staðar dálítil él á N- og A-landi, en bjart með köflum S- og V-lands. Hiti 1 til 9 stig yfir daginn, mildast SV-til en víða næturfrost.
Á sunnudag: Norðaustan, skýjað og lítilsháttar rigning eða slydda á NA- og A-landi. Hiti breytist lítið.
Á mánudag og þriðjudag: Norðaustanátt með rigningu eða slyddu N- og A-lands, en úrkomulítið á þriðjudag.