José á hugmyndina á bakvið myndbandið og leikstýrir því í samstarfi við tökumanninn og ljósmyndarann Patrik Ontkovic. Í myndbandinu er tekist á við nýjan veruleika og þörfina fyrir snertingu og nánd, í samhengi við heimsfaraldur. Pólska leikkonan Magdalena Tworek leikur á móti José í myndbandinu.
Platan Noche er gefin út á Íslandi og pródúseruð af hinum færeyska Sakaris Emil Joensen, sem hlaut íslensku tónlistarverðlaunin 2016 fyrir samstarf með Arnóri Dan og er einn nánasti samstarfsmaður Janusar Rasmussen sem tilnefndur var til Norrænu tónlistarverðlaunanna 2020. Andervel hefur vakið athygli í heimalandinu og hafa stórir miðlar á borð við Al Día og El Universal fjallað um útgáfuna.
Platan er unnin í nánu samstarfi við Sóley Stefánsdóttur tónlistarkonu, en hún var leiðbeinandi José á tónsmíðabraut við Listaháskóla Íslands.