Gríðarleg hækkun álverðs bætir hag Landsvirkjunar Kristján Már Unnarsson skrifar 12. maí 2021 23:59 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar: Raforkukerfið stefnir í að verða fullnýtt innan skamms. Sigurjón Ólason Gríðarlegar verðhækkanir á málmum, bæði áli og kísli, stórbæta afkomu Landsvirkjunar en álverð hefur hækkað um áttatíu prósent á einu ári. Raforkukaupendur hafa samtímis aukið notkun sína og stefnir í að raforkukerfið verði fullnýtt. Álverin þrjú á Íslandi, Ísal í Straumsvík, Norðurál á Grundartanga og Alcoa á Reyðarfirði, eru stærstu orkukaupendur landsins og afkoma þeirra hefur mikil áhrif á íslenskt efnahagslíf. Það er því sérlega áhugavert að sjá verðþróun áls á heimsmarkaði undanfarna tólf mánuði en um hana var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Í maímánuði í fyrra fór álverð niður undir 1.400 dollara á tonnið en hefur í þessum mánuði farið vel yfir 2.500 dollara. Hækkunin á einu ári er um áttatíu prósent. Álverð er komið yfir 2.500 dollara tonnið og hefur ekki verið hærra í tíu ár.Grafík/Sigrún Hrefna Lýðsdóttir Hjá Landsvirkjun sér forstjórinn fram á hærri tekjur fyrirtækisins en orkusamningar við Alcoa og Rio Tinto eru tengdir álverði. „Þetta munar miklu. Þetta eru stórir samningar. Þetta eru tveir okkar stærstu samningar sem eru tengdir þessu. Og ef magnið eykst líka þá aukast tekjurnar,“ segir Hörður Arnarson. „Svo er þriðji samningurinn, við Norðurál. Hann er tengdur raforkuverði í Evrópu og þar hafa verið mjög miklar hækkanir á raforkuverði, í öðrum löndum.“ Framleiðendur kísilmálms eru einnig stórir kaupendur íslenskrar raforku. Kísilver PCC á Bakka við Húsavík hefur verið ræst á ný.Arnar Halldórsson „Það er bæði uppi á Grundartanga og síðan á Bakka. Við höfum séð sömu verðþróun þar – að verð hafa verið að hækka og eftirspurn verið að aukast. Það er mjög ánægjulegt líka að kísilverið á Bakka er tekið til starfa. Þeir stoppuðu alveg í þessari kreppu sem var í fyrra en eru núna komnir í gang.“ Og skyndilega er raforkan orðin eftirsóttari. Háspennulína milli Búrfells og Sultartanga flytur raforku frá aflstöðvum Landsvirkjunar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu.Stöð 2/Arnar Halldórsson „Í fyrra var ákveðin umræða um að það væri ónýtt raforka í raforkukerfinu. Það hefur breyst mjög hratt á þessu ári. Aðilar eru að kalla eftir fullnýtingu á samningum sínum og meira að segja nokkrir þeirra eru komnir umfram núverandi samninga sem þeir eru að nýta. Og svo erum við að sjá líka í gagnaverunum, sem eru svona kvikari starfsemi, þar erum við að sjá mikinn vöxt. Þannig að raforkukerfið er að verða mjög vel nýtt og stefnir í að verða fullnýtt innan skamms,“ segir forstjóri Landsvirkjunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landsvirkjun Áliðnaður Orkumál Efnahagsmál Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Álverð rýkur upp og búið að hækka um 59 prósent Heimsmarkaðsverð á áli hefur hækkað hratt á undanförnum vikum og fór í dag í 2.330 dollara tonnið. Það er 59 prósenta hækkun á ellefu mánuðum en um miðjan maí í fyrra fór verðið niður undir 1.460 dollara. Hækkunin frá því í byrjun febrúar nemur átján prósentum. 15. apríl 2021 16:33 Mikill gleðidagur í Straumsvík og léttir að óvissu um ÍSAL var eytt Óvissu um framtíð álversins í Straumsvík var eytt í dag með nýjum raforkusamningi Landsvirkjunar og Rio Tinto og verður álframleiðslan sett á fulla ferð að nýju. Rannveig Rist forstjóri segir þetta mikinn gleðidag. 15. febrúar 2021 20:50 Segir fjörutíu prósenta hækkun álverðs gríðarlega mikilvæga fyrir efnahagslífið Heimsmarkaðsverð á áli hefur rokið upp á undanförnum mánuðum og hækkað um ríflega fjörutíu prósent frá því verðið var lægst síðastliðið vor. Stjórnarformaður Samáls segir þetta gríðarlega mikilvægt fyrir efnahag landsins. 5. janúar 2021 21:50 Landsvirkjun greiðir sex milljarða króna arð til ríkisins Landsvirkjun mun greiða 6,34 milljarða króna arðgreiðslu til íslenska ríkisins fyrir árið 2020. Eigendur samþykktu tillögu stjórnar þess efnis á aðalfundi Landsvirkjunar sem haldinn var í dag. Arðurinn er ákvarðaður í Bandaríkjadölum og nemur hann 50 milljónum dala í ár. 15. apríl 2021 17:25 Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Sjá meira
Álverin þrjú á Íslandi, Ísal í Straumsvík, Norðurál á Grundartanga og Alcoa á Reyðarfirði, eru stærstu orkukaupendur landsins og afkoma þeirra hefur mikil áhrif á íslenskt efnahagslíf. Það er því sérlega áhugavert að sjá verðþróun áls á heimsmarkaði undanfarna tólf mánuði en um hana var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Í maímánuði í fyrra fór álverð niður undir 1.400 dollara á tonnið en hefur í þessum mánuði farið vel yfir 2.500 dollara. Hækkunin á einu ári er um áttatíu prósent. Álverð er komið yfir 2.500 dollara tonnið og hefur ekki verið hærra í tíu ár.Grafík/Sigrún Hrefna Lýðsdóttir Hjá Landsvirkjun sér forstjórinn fram á hærri tekjur fyrirtækisins en orkusamningar við Alcoa og Rio Tinto eru tengdir álverði. „Þetta munar miklu. Þetta eru stórir samningar. Þetta eru tveir okkar stærstu samningar sem eru tengdir þessu. Og ef magnið eykst líka þá aukast tekjurnar,“ segir Hörður Arnarson. „Svo er þriðji samningurinn, við Norðurál. Hann er tengdur raforkuverði í Evrópu og þar hafa verið mjög miklar hækkanir á raforkuverði, í öðrum löndum.“ Framleiðendur kísilmálms eru einnig stórir kaupendur íslenskrar raforku. Kísilver PCC á Bakka við Húsavík hefur verið ræst á ný.Arnar Halldórsson „Það er bæði uppi á Grundartanga og síðan á Bakka. Við höfum séð sömu verðþróun þar – að verð hafa verið að hækka og eftirspurn verið að aukast. Það er mjög ánægjulegt líka að kísilverið á Bakka er tekið til starfa. Þeir stoppuðu alveg í þessari kreppu sem var í fyrra en eru núna komnir í gang.“ Og skyndilega er raforkan orðin eftirsóttari. Háspennulína milli Búrfells og Sultartanga flytur raforku frá aflstöðvum Landsvirkjunar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu.Stöð 2/Arnar Halldórsson „Í fyrra var ákveðin umræða um að það væri ónýtt raforka í raforkukerfinu. Það hefur breyst mjög hratt á þessu ári. Aðilar eru að kalla eftir fullnýtingu á samningum sínum og meira að segja nokkrir þeirra eru komnir umfram núverandi samninga sem þeir eru að nýta. Og svo erum við að sjá líka í gagnaverunum, sem eru svona kvikari starfsemi, þar erum við að sjá mikinn vöxt. Þannig að raforkukerfið er að verða mjög vel nýtt og stefnir í að verða fullnýtt innan skamms,“ segir forstjóri Landsvirkjunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landsvirkjun Áliðnaður Orkumál Efnahagsmál Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Álverð rýkur upp og búið að hækka um 59 prósent Heimsmarkaðsverð á áli hefur hækkað hratt á undanförnum vikum og fór í dag í 2.330 dollara tonnið. Það er 59 prósenta hækkun á ellefu mánuðum en um miðjan maí í fyrra fór verðið niður undir 1.460 dollara. Hækkunin frá því í byrjun febrúar nemur átján prósentum. 15. apríl 2021 16:33 Mikill gleðidagur í Straumsvík og léttir að óvissu um ÍSAL var eytt Óvissu um framtíð álversins í Straumsvík var eytt í dag með nýjum raforkusamningi Landsvirkjunar og Rio Tinto og verður álframleiðslan sett á fulla ferð að nýju. Rannveig Rist forstjóri segir þetta mikinn gleðidag. 15. febrúar 2021 20:50 Segir fjörutíu prósenta hækkun álverðs gríðarlega mikilvæga fyrir efnahagslífið Heimsmarkaðsverð á áli hefur rokið upp á undanförnum mánuðum og hækkað um ríflega fjörutíu prósent frá því verðið var lægst síðastliðið vor. Stjórnarformaður Samáls segir þetta gríðarlega mikilvægt fyrir efnahag landsins. 5. janúar 2021 21:50 Landsvirkjun greiðir sex milljarða króna arð til ríkisins Landsvirkjun mun greiða 6,34 milljarða króna arðgreiðslu til íslenska ríkisins fyrir árið 2020. Eigendur samþykktu tillögu stjórnar þess efnis á aðalfundi Landsvirkjunar sem haldinn var í dag. Arðurinn er ákvarðaður í Bandaríkjadölum og nemur hann 50 milljónum dala í ár. 15. apríl 2021 17:25 Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Sjá meira
Álverð rýkur upp og búið að hækka um 59 prósent Heimsmarkaðsverð á áli hefur hækkað hratt á undanförnum vikum og fór í dag í 2.330 dollara tonnið. Það er 59 prósenta hækkun á ellefu mánuðum en um miðjan maí í fyrra fór verðið niður undir 1.460 dollara. Hækkunin frá því í byrjun febrúar nemur átján prósentum. 15. apríl 2021 16:33
Mikill gleðidagur í Straumsvík og léttir að óvissu um ÍSAL var eytt Óvissu um framtíð álversins í Straumsvík var eytt í dag með nýjum raforkusamningi Landsvirkjunar og Rio Tinto og verður álframleiðslan sett á fulla ferð að nýju. Rannveig Rist forstjóri segir þetta mikinn gleðidag. 15. febrúar 2021 20:50
Segir fjörutíu prósenta hækkun álverðs gríðarlega mikilvæga fyrir efnahagslífið Heimsmarkaðsverð á áli hefur rokið upp á undanförnum mánuðum og hækkað um ríflega fjörutíu prósent frá því verðið var lægst síðastliðið vor. Stjórnarformaður Samáls segir þetta gríðarlega mikilvægt fyrir efnahag landsins. 5. janúar 2021 21:50
Landsvirkjun greiðir sex milljarða króna arð til ríkisins Landsvirkjun mun greiða 6,34 milljarða króna arðgreiðslu til íslenska ríkisins fyrir árið 2020. Eigendur samþykktu tillögu stjórnar þess efnis á aðalfundi Landsvirkjunar sem haldinn var í dag. Arðurinn er ákvarðaður í Bandaríkjadölum og nemur hann 50 milljónum dala í ár. 15. apríl 2021 17:25