Fylfullar hryssur geta frestað köstun Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. maí 2021 19:31 Sigurður Ingi með leirljósa hestfolaldið, sem þau Elsa fengu í vikunni. Gleði og Urður eru með á myndinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Svo undarlega sem það kann að hljóma þá hafa fylfullar hryssur þann hæfileika að geta frestað köstun vegna kuldatíðar eins og vorið í vor hefur verið. Það kom þó ekki í veg fyrir að hryssan Gleði, sem Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra á kastaði hestfolaldi í vikunni. Þegar ráðherrabílstjóri Sigurðar Inga keyrir hann heim í Syðra Langholt í Hrunamannahreppi eftir langan og strangan vinnudag þá er oftast fyrsta verk Sigurðar að klæða sig úr ráðherrafötunum og fara í hestafötin því hann og Elsa Ingjaldsdóttir, konan hans eru að rækta hross á staðnum. Nú voru þau að fá fyrsta folald vorsins og eru að sjálfsögðu rígmontin með það. Sigurður Ingi er fljótur að bregða sér úr ráðherrafötunum í hestafötin þegar hann kemur heim eftir vinnu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Folaldið er undan rauðri meri, sem heitir Gleði og graðhesti, sem heitir Draupnir og er líka leirljós eins og folaldið. Þetta er það skemmtilegasta við hestamennskuna, rækta og vonast til að fá það, sem maður er að sækjast eftir. Það stóð til núna að fá leirljóst og fallegt, helst meri, maður fær ekki allt, þetta er hestur en hann er gullfallegur,“ segir Sigurður Ingi. Sigurður Ingi, sem er dýralæknir segir að fylfullar merar hafi þann einstaka hæfileika að geta frestað köstun um nokkrar vikur sé mjög kalt úti, ekki síst á nóttunni, eins og verið hefur í vor. „Já, Gleði átti að kasta í byrjun maí en hún lét bíða eftir sér í rúma viku. Þær gera það jafnvel stundum lengur ef það er mjög kalt.“ Móðir Gleði er brún og heitir Urður. Hún gengur nú með sitt 12 folald en Gleði var að kasta sínu fyrsta. En er komið nafn á folaldið? „Elsa átti einu sinni leirljósan hest, sem hét Geisli. Hún er allavega búin að leggja þá pöntun inn. Ætli ég verð ekki við því,“ segir Sigurður Ingi glottandi. Folaldið fær nafnið GeisliMagnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Landbúnaður Hestar Dýr Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki „kjarnorkuákvæði“ heldur „lýðræðisákvæði“ að mati forsætisráðherra Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Sjá meira
Þegar ráðherrabílstjóri Sigurðar Inga keyrir hann heim í Syðra Langholt í Hrunamannahreppi eftir langan og strangan vinnudag þá er oftast fyrsta verk Sigurðar að klæða sig úr ráðherrafötunum og fara í hestafötin því hann og Elsa Ingjaldsdóttir, konan hans eru að rækta hross á staðnum. Nú voru þau að fá fyrsta folald vorsins og eru að sjálfsögðu rígmontin með það. Sigurður Ingi er fljótur að bregða sér úr ráðherrafötunum í hestafötin þegar hann kemur heim eftir vinnu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Folaldið er undan rauðri meri, sem heitir Gleði og graðhesti, sem heitir Draupnir og er líka leirljós eins og folaldið. Þetta er það skemmtilegasta við hestamennskuna, rækta og vonast til að fá það, sem maður er að sækjast eftir. Það stóð til núna að fá leirljóst og fallegt, helst meri, maður fær ekki allt, þetta er hestur en hann er gullfallegur,“ segir Sigurður Ingi. Sigurður Ingi, sem er dýralæknir segir að fylfullar merar hafi þann einstaka hæfileika að geta frestað köstun um nokkrar vikur sé mjög kalt úti, ekki síst á nóttunni, eins og verið hefur í vor. „Já, Gleði átti að kasta í byrjun maí en hún lét bíða eftir sér í rúma viku. Þær gera það jafnvel stundum lengur ef það er mjög kalt.“ Móðir Gleði er brún og heitir Urður. Hún gengur nú með sitt 12 folald en Gleði var að kasta sínu fyrsta. En er komið nafn á folaldið? „Elsa átti einu sinni leirljósan hest, sem hét Geisli. Hún er allavega búin að leggja þá pöntun inn. Ætli ég verð ekki við því,“ segir Sigurður Ingi glottandi. Folaldið fær nafnið GeisliMagnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Landbúnaður Hestar Dýr Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki „kjarnorkuákvæði“ heldur „lýðræðisákvæði“ að mati forsætisráðherra Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Sjá meira