Sósíalistaflokkurinn vill ofbeldiseftirlit Sylvía Hall skrifar 13. maí 2021 20:42 Sósíalistaflokkurinn kynnti sitt þriðja loforð til kjósenda í dag. Sósíalistaflokkurinn Sósíalistaflokkurinn samþykkti í dag á sameiginlegum fundi framkvæmda- og málefnastjórna flokksins að leggja til svokallað ofbeldiseftirlit, sem yrði eitt af stefnumálum flokksins í kosningum til Alþingis í haust. Eftirlitið myndi rannsaka vinnustaði, skóla og opinbera staði og hafa heimildir til þess að svipta staði starfsleyfi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum í dag þar sem segir að opinberra aðgerða sé þörf eftir áratuga og aldalanga baráttu kvenna fyrir „viðurkenningu samfélagsins og stjórnvalda á kynbundnu ofbeldi og áreitni,“ líkt og segir í tilkynningunni. Tími vakningar sé liðinn og staðreyndir liggi fyrir. Eftirlitið myndi rannsaka mál eftir ábendingum eða að eigin frumkvæði og beita sér sérstaklega að stöðum þar sem valdaójafnvægi er mikið; „vegna tekjumunar, aldursmunar eða ólíks uppruna, stöðu eða valds.“ Vilja sérhæfða ákærustofnun Í tillögunni felst einnig að sett verði á laggirnar sjálfstæð lögreglu- og ákærustofnun og að brotaþolar fái gjafsókn til að reka einkamál gegn brotamönnum. Stofnunin myndi sérhæfa sig í rannsókn og málsmeðferð kynbundinna ofbeldismála, þróa rannsóknaraðferðir sem henti brotaþolum og styrkja málarekstur fyrir dómstólum. Flokkurinn vill einnig að brotaþolum verði tryggð meðferð við áföllum og þeir fái greiddar sanngirnis- og miskabætur úr opinberum sjóðum. „Alvarlegustu ofbeldisverkin eiga sér stað innan heimila og þar býr fólk við mest langvarandi og alvarlegasta ofbeldið. Viðbrögð stjórnvalda við heimilisofbeldi þarf að vera í takt við alvarleika þess og algengi. Brotamenn skulu ætíð fjarlægðir af heimilum og skulu brotaþolar varðir fyrir brotamönnum. Rekið skal heimili fyrir brotamenn sem ekki sæta fangelsisvist eða gæsluvarðhaldi,“ segir í tilkynningunni. Séu börn á heimilum þar sem tilkynnt er um ofbeldi myndu fulltrúar eftirlitsins mæta á vettvang ásamt barnaverndaryfirvöldum og viðbragðs- og rannsóknarlögreglu. Fulltrúarnir myndu einnig gæta hagsmuna brotaþola við rannsókn mála, opinbera meðferð og eftirmála þeirra. Yfirmenn opinberra stofnanna ljúki námskeiði um ofbeldi Sósíalistaflokkurinn vill einnig efna til námskeiða fyrir starfsfólk heilbrigðisstofnana og þá sem vinna við persónulega aðstoð fólks sem býr við fötlun, líkamlega eða andlega, eða getuskerðingu af einhverju tagi. Fræðslunni yrði ætlað að koma í veg fyrir ofbeldi af hendi umönnunaraðila og hvernig best sé að þekkja einkenni þess og bregðast við. „Einnig verði gerð sú krafa að yfirmenn í opinberum stofnunum hafi lokið námskeiðum um ofbeldi og sömu kröfur verði gerðar til allra einkafyrirtækja í viðskiptum við ríki og sveitarfélög.“ Í tilkynningu flokksins er einnig boðað þróun námsefnis um kynjafræði, kynferðisofbeldi og annað ofbeldi fyrir alla árganga leik-, grunn- og framhaldsskóla. Fræðsluefni yrði einnig gert aðgengilegt almenningi. „Kynbundið ofbeldi er alvarlegt mein í samfélaginu sem veldur stórkostlegum persónulegum skaða, dregur úr virkni fólks og veldur útbreiddu óöryggi í samfélaginu. Það er því til mikils að vinna að draga sem mest úr þessum faraldri. Það er mikilvægt að auka vitund allra um líkamlegar og andlegar afleiðingar ofbeldis og jafnframt að byggja upp stofnanir og úrræði til að fást við þær.“ Sósíalistaflokkurinn MeToo Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum í dag þar sem segir að opinberra aðgerða sé þörf eftir áratuga og aldalanga baráttu kvenna fyrir „viðurkenningu samfélagsins og stjórnvalda á kynbundnu ofbeldi og áreitni,“ líkt og segir í tilkynningunni. Tími vakningar sé liðinn og staðreyndir liggi fyrir. Eftirlitið myndi rannsaka mál eftir ábendingum eða að eigin frumkvæði og beita sér sérstaklega að stöðum þar sem valdaójafnvægi er mikið; „vegna tekjumunar, aldursmunar eða ólíks uppruna, stöðu eða valds.“ Vilja sérhæfða ákærustofnun Í tillögunni felst einnig að sett verði á laggirnar sjálfstæð lögreglu- og ákærustofnun og að brotaþolar fái gjafsókn til að reka einkamál gegn brotamönnum. Stofnunin myndi sérhæfa sig í rannsókn og málsmeðferð kynbundinna ofbeldismála, þróa rannsóknaraðferðir sem henti brotaþolum og styrkja málarekstur fyrir dómstólum. Flokkurinn vill einnig að brotaþolum verði tryggð meðferð við áföllum og þeir fái greiddar sanngirnis- og miskabætur úr opinberum sjóðum. „Alvarlegustu ofbeldisverkin eiga sér stað innan heimila og þar býr fólk við mest langvarandi og alvarlegasta ofbeldið. Viðbrögð stjórnvalda við heimilisofbeldi þarf að vera í takt við alvarleika þess og algengi. Brotamenn skulu ætíð fjarlægðir af heimilum og skulu brotaþolar varðir fyrir brotamönnum. Rekið skal heimili fyrir brotamenn sem ekki sæta fangelsisvist eða gæsluvarðhaldi,“ segir í tilkynningunni. Séu börn á heimilum þar sem tilkynnt er um ofbeldi myndu fulltrúar eftirlitsins mæta á vettvang ásamt barnaverndaryfirvöldum og viðbragðs- og rannsóknarlögreglu. Fulltrúarnir myndu einnig gæta hagsmuna brotaþola við rannsókn mála, opinbera meðferð og eftirmála þeirra. Yfirmenn opinberra stofnanna ljúki námskeiði um ofbeldi Sósíalistaflokkurinn vill einnig efna til námskeiða fyrir starfsfólk heilbrigðisstofnana og þá sem vinna við persónulega aðstoð fólks sem býr við fötlun, líkamlega eða andlega, eða getuskerðingu af einhverju tagi. Fræðslunni yrði ætlað að koma í veg fyrir ofbeldi af hendi umönnunaraðila og hvernig best sé að þekkja einkenni þess og bregðast við. „Einnig verði gerð sú krafa að yfirmenn í opinberum stofnunum hafi lokið námskeiðum um ofbeldi og sömu kröfur verði gerðar til allra einkafyrirtækja í viðskiptum við ríki og sveitarfélög.“ Í tilkynningu flokksins er einnig boðað þróun námsefnis um kynjafræði, kynferðisofbeldi og annað ofbeldi fyrir alla árganga leik-, grunn- og framhaldsskóla. Fræðsluefni yrði einnig gert aðgengilegt almenningi. „Kynbundið ofbeldi er alvarlegt mein í samfélaginu sem veldur stórkostlegum persónulegum skaða, dregur úr virkni fólks og veldur útbreiddu óöryggi í samfélaginu. Það er því til mikils að vinna að draga sem mest úr þessum faraldri. Það er mikilvægt að auka vitund allra um líkamlegar og andlegar afleiðingar ofbeldis og jafnframt að byggja upp stofnanir og úrræði til að fást við þær.“
Sósíalistaflokkurinn MeToo Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira