KR komst yfir með sjálfsmarki Gígju Valgerðar Harðardóttur strax á 9. mínútu og Kathleen Rebecca Pingel bætti við öðru marki fyrir hálfleik. Pingel var aftur á ferðinni þegar tæpur klukkutimi var liðinn og Margrétt Edda Lian Bjarnadóttir gulltryggði sigur KR með fjórða marki liðsins á 69. mínútu.
Lára Einarsdóttir minnkaði muninn á 84. mínútu og þar við sat. KR með þrjú stig eftir tvo leiki en HK er á botni deildarinnar með eitt stig.
Í Grindavík voru Haukar í heimsókn og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. Haukar eru í 2. sæti með fjögur stig en Grindavík í 8. sætinu með tvö stig.