Daníel greyndi frá því á Twitter í dag að þetta væri önnur tilraun hans og Lindu Óskar, tilvonandi eiginkonu hans, til að gifta sig.
KKÍ hafði þó önnur plön fyrir Daníel, en eins og áður segir er fyrsti leikur Grindvíkinga í úrlsitakeppni Domino's deildar karla í kvöld. Daníel og Linda þurfa því að bíða með stóra daginn eitthvað fram á sumar.
Ég og Linda ætluðum að gifta okkur í dag (tilraun no.2) og halda alvöru brúðkaupsveislu... Gengur vonandi upp seinna á árinu
— Daníel Guðmundsson (@danielgudni) May 15, 2021
Hinsvegar er fyrsti leikur í playoffs í dag pic.twitter.com/fyhl1BkGPH
Grindavík hafnaði í sjötta sæti deildarinnar, en andstæðingar þeirra í Stjörnunni í því þriðja. Leikurinn er í beinni á Stöð 2 Sport klukkan 18:05.