„Til fjandans með Pollýönnu“ Snorri Másson skrifar 15. maí 2021 16:45 Guðmundur Felix Grétarsson fékk græddar á sig hendur í janúar á þessu ári eftir margra ára bið. Facebook Guðmundur Felix Grétarsson ber ekki lengur sárabindi allan sólarhringinn, eins og sjá má af nýjustu mynd hans á samfélagsmiðlum. Um fjórir mánuðir eru liðnir frá því að hann undirgekkst einstaka aðgerð á heimsvísu, þar sem græddir voru á hann handleggir eftir margra ára bið eftir líffæragjafa. Hendurnar virðast hafa lagast að Guðmundi að nokkru leyti en ljóst er að langt er í land þar til hann nær fullum bata. Óvíst er um hvaða árangur aðgerðin mun bera til lengri tíma. Í pistli á Facebook fjallar Guðmundur Felix um að hann kjósi að vera hamingjusamur í stöðu þar sem 99% fólks myndi ganga af göflunum í. „Ég hlusta stundum á fólk segja að það að horfa á hlutina í raunhæfu samhengi sé einhvers konar Pollýönnu-leikur. Ég segi: Til fjandans með Pollýönnu. Ef við eigum við vanda að stríða, eru tveir kostir í stöðunni. Annaðhvort getum við gert eitthvað í því, eða ekki. Hvorugt tilfellið kallar á að við förum yfir um,“ skrifar Guðmundur Felix. Guðmundur getur nú dvalist heima við í nokkrum mæli en áður hafði hann lengi verið rúmliggjandi. Löng endurhæfing er fram undan. Hann hvetur fólk til að iðka þakklæti í daglegu lífi. „Flest vandamála þinna eru ekki raunveruleg vandamál. Hlutirnir eru bara öðru vísi en þú vilt að þeir séu. Allt gæti allt eins verið verra, rétt eins og það gæti verið betra. Við höfum margfalt meira færi á að gera það sem við þurfum að gera þegar við erum hamingjusöm en þegar okkur líður hræðilega. Þannig að veljum þakklæti,“ skrifar Guðmundur Felix. Íslendingar erlendis Handleggir græddir á Guðmund Felix Tengdar fréttir „Ég er sprækari í hausnum heldur en ég er líkamlega“ Guðmundur Felix Grétarsson segist ekki hafa áttað sig á því fyrr en hann fór heim í fyrsta sinn um helgina hversu mjög það hefur tekið á hann líkamlega að fá grædda á sig handleggi. 15. mars 2021 11:56 „Það þarf ekki að taka það fram en ég tók bara handfarangur“ Guðmundur Felix Grétarsson, sem fékk grædda á sig handleggi í Frakklandi í janúar, er nú farinn af Édouard Herriot-sjúkrahúsinu í Lyon þar sem hann hefur dvalið síðastliðnar sjö vikur. Hann er farinn í endurhæfingu á öðru sjúkrahúsi. 1. mars 2021 23:40 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Um fjórir mánuðir eru liðnir frá því að hann undirgekkst einstaka aðgerð á heimsvísu, þar sem græddir voru á hann handleggir eftir margra ára bið eftir líffæragjafa. Hendurnar virðast hafa lagast að Guðmundi að nokkru leyti en ljóst er að langt er í land þar til hann nær fullum bata. Óvíst er um hvaða árangur aðgerðin mun bera til lengri tíma. Í pistli á Facebook fjallar Guðmundur Felix um að hann kjósi að vera hamingjusamur í stöðu þar sem 99% fólks myndi ganga af göflunum í. „Ég hlusta stundum á fólk segja að það að horfa á hlutina í raunhæfu samhengi sé einhvers konar Pollýönnu-leikur. Ég segi: Til fjandans með Pollýönnu. Ef við eigum við vanda að stríða, eru tveir kostir í stöðunni. Annaðhvort getum við gert eitthvað í því, eða ekki. Hvorugt tilfellið kallar á að við förum yfir um,“ skrifar Guðmundur Felix. Guðmundur getur nú dvalist heima við í nokkrum mæli en áður hafði hann lengi verið rúmliggjandi. Löng endurhæfing er fram undan. Hann hvetur fólk til að iðka þakklæti í daglegu lífi. „Flest vandamála þinna eru ekki raunveruleg vandamál. Hlutirnir eru bara öðru vísi en þú vilt að þeir séu. Allt gæti allt eins verið verra, rétt eins og það gæti verið betra. Við höfum margfalt meira færi á að gera það sem við þurfum að gera þegar við erum hamingjusöm en þegar okkur líður hræðilega. Þannig að veljum þakklæti,“ skrifar Guðmundur Felix.
Íslendingar erlendis Handleggir græddir á Guðmund Felix Tengdar fréttir „Ég er sprækari í hausnum heldur en ég er líkamlega“ Guðmundur Felix Grétarsson segist ekki hafa áttað sig á því fyrr en hann fór heim í fyrsta sinn um helgina hversu mjög það hefur tekið á hann líkamlega að fá grædda á sig handleggi. 15. mars 2021 11:56 „Það þarf ekki að taka það fram en ég tók bara handfarangur“ Guðmundur Felix Grétarsson, sem fékk grædda á sig handleggi í Frakklandi í janúar, er nú farinn af Édouard Herriot-sjúkrahúsinu í Lyon þar sem hann hefur dvalið síðastliðnar sjö vikur. Hann er farinn í endurhæfingu á öðru sjúkrahúsi. 1. mars 2021 23:40 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
„Ég er sprækari í hausnum heldur en ég er líkamlega“ Guðmundur Felix Grétarsson segist ekki hafa áttað sig á því fyrr en hann fór heim í fyrsta sinn um helgina hversu mjög það hefur tekið á hann líkamlega að fá grædda á sig handleggi. 15. mars 2021 11:56
„Það þarf ekki að taka það fram en ég tók bara handfarangur“ Guðmundur Felix Grétarsson, sem fékk grædda á sig handleggi í Frakklandi í janúar, er nú farinn af Édouard Herriot-sjúkrahúsinu í Lyon þar sem hann hefur dvalið síðastliðnar sjö vikur. Hann er farinn í endurhæfingu á öðru sjúkrahúsi. 1. mars 2021 23:40